Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1954, Síða 18

Læknablaðið - 01.04.1954, Síða 18
76 LÆKNABLAÐIÐ r? ferðar. En þessar ferðir koma þó að miklu gagni, þvi að á hverju ári finnast fleiri eða færri nýir glákusjúklingar, sem vart liefðu annars fundizt nægilega fljótt. Einnig er í þessum ferðum liaft eftirlit með gömlum glákusjúklingum, sem gerð hefur verið aðgerð á. Hin stöðuga liáa blindratala af völdum gláku sýnir þó, að í þessum ferðum finnast ekki nógu margir með sjúkdóminn á hyrjunarstigi. Til þess að ná til sem flestra glákusjúkra í tíma, væri æskileg skipulögð leit meðal allra eftir 60 ára aldur á vissu millibili. Hvern- ig þetta skal framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt, skal ekki rætt að sinni, en væri þessi leið farin, mundi glákan oftast finnast á byrjun- arstigi og það auðvelda mjög lækningu hennar. Þykir rétt í þessu samhandi að minna á, að eftir þvi sem árin líða kom- ast fleiri og fleiri í eldri ald- ursflokkana, þar sem glákan er ríkjandi og' mest her á gláku- hlindu, samanber töflu 1, sem sýnir að um tíundi hver mað- ur í aldursflokknum 80—89 ára, er hlindur og að i aldurs flokknum 90 ára og eldri er fjórði liver maður blindur. — Sýnir þetta, að skipulögð leit að gláku er eigi veigalítill þátt- ur í almennri heilsugæzlu, og þolir vart mikla bið. Væri brýn nauðsyn að hún gæti komið til framkvæmda sem fyrst. Mjög mikilvægt fyndist mér,að augn- læknar sendu sérstaka skýrslu um alla þá glákusjúldinga, sem til þeirra koma,með nákvæmar uiiplýsingar um gang veikinn- ar, ættgengi og meðferð. Eftir nokkur ár yrði þá hægt að segja með nokkurri nákvæmni, live margir glákusjúklingar væru hér á landi, og fá ýmsar upplýsingar um sjúkdóminn, gang hans og livernig okkur miðaði í baráttunni við hann. Einnig legg ég til, að augnlækn- ar semji nákvæmar blindu- skýrslur, sem hægt væri að gera upp á nokkurra ára fresti. Fyrr er ekki hægt að vita með nokkurri vissu um blinduor- sakirnar, live margir bætast í hóp blindra árlega og hvort sjúkdómurinn, sem hlindunni veldur, hefur tilhneigingu til að aukast eða þverra. Um aðra blinduflokka skal ekki rætt ítarlega, þar eð um svo fá tilfelli er að ræða. Þó skal það tekið fram, að hinir 7 blindu af völdum cataracta senilis voru svo ellihrumir, að þeim hafði ekki verið treyst til meðferðar, enda höfðu sum- ir rýrnun á gula dílnum, sein hefði gert aðgerð árangurslitla. Hinir blindu af völdum chori- oretinitis, iridocyclitis og kera- titis, voru flestir álitnir hafa berklabólgu i augum, sem tal-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.