Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1954, Page 13

Læknablaðið - 01.06.1954, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 89 skammtar af y-globulini geta fyrirbyggt sýkingu á miðtauga- kerfinu, ef það nær að verka á vírusið á þessu frumstigi sjúk- dómsins. Hið allra nýjasta er, að dr. Salk hefir nú gert oleo-vaccine úr mænusóttar vírusi ræktuðu í vefjargróðri. Hann fékk á- gæta mótefnismyndun eftir bólusetningu með því. Allt í einu hafa sem sé öll- um að óvörum opnast samtim- is nokkrar mismunandi leiðir til bólusetningar og líklegast sýnist, að lausnin sé örskammt undan. C oxsackie-vírus. Síðastliðin 5 ár hefir verið kunnugt um vírustegundir, sem eru af svipaðri stærð og mænu- sóttarvírusið og koma fyrir á sömu stöðum og það. Þessi vír- us sérkennast annars af því, ao þau orsaka vöðvabólgur í ný- fæddum músum, en eru skað- laus eldri dýrum. Þetla hefir verið nefnt coxsackievírus og virðist nafnið lieidur klaufa- legt. Nokkurn veginn ljóst er orðið, að vírus af þessum flokki orsaka stingsótt (pleur- od}rnia) og eitthvað fleira af þekkjanlegum sjúkdómum. Má í því sambandi minna á rann- sóknir dr. Óskars Þórðarson- ar o. fl., sem sagt var frá í Læknablaðinu nýlega. Enn er ekki ljóst, hvorl þetta vírus kann stundum að valda lömunum né hvort það hefir nokkra þýðingu í sambandi við mænusóttina sjálfa. Fyrsta coxsackievírus stofn, sem einangraður var hér á landi, fann ég árið 1950. Hann fannst í saur úr fjögurra ára stúlku, sem prófessor Jón Hjaltalín stundaði. Hún veikt- ist 16. marz með lágum hita. Þrem dögum seinna var hún orðin dálitið lömuð á vinstra fæti. Ilún hafði mikla verki í baki og útlimum. Lamanirnar héldu áfram að aukast í hér um bil 10 daga, þá voru báðir ganglimir alveg lamaðir. Nokkrum dögum eftir að lam- anirnar byrjuðu depraðist henni svo sjón, að hún sá ekki fingur í metersfjarlægð og all- mikinn divergerandi strabism- us hafði hún um tíma. Þvag- blaðran lamaðist einnig, svo að hún þandist og náði upp að nafla. Hnakkinn var greinilega stirður og þrýstingur i mænu- vökva aukinn, en frumufjöldi var eðlilegur. Tíu dögum eftir að sjúkdómurinn byrjaði hall- aðist tungan mikið til vinstri. Lamanirnar virtust vera slapp- ar, en þó héldust sinareflexar. Um það bil tveim vikum eftir að sjúkdómurinn byrjaði var litla stúlkan orðin hitalaus, um svipað leyti fékk hún sjónina aftur og tungulömunin batn- aði. Sjúklingnum batnaði smám saman og eftir nokkra mánuði var hún alheil og ekki vitað um, að neinar eftirstöðv- ar hafi orðið.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.