Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1954, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.06.1954, Qupperneq 18
94 LÆKNABLAÐIÐ lækning verið við berklum í lið, sú að nema í burtu skemmdina og þar með liðinn, en græða beinendana saman. Það er ætíð til óþæginda að missa lið, en sá bagi var meir en borgaður með þvi að losna við sjúkdóminn. Kannske er sá tími að koma að liægt verð- ur að komast af með minni aðgerðir, í sumum tilfellum, eða lyfjameðferð eingöngu. Erindi mitt bingað i kvöld er að segja frá einu slíku. Sjúklingurinn er stúlka f. 1924. Árið 1943 fékk hún lungnaberkla og lá í tiu mán- uði á Vífilsstöðum, en var flutt í Landakotsspítala vegna berklameins í bi-ygg og lá þar í tvö ár. Á miðju ári 1949 fór liún að kenna þreytuseyðings í hægri olnboga. Þetta heldur ágerðist og fór hún að taka eftir þykkildi aftan á olnboga. Hún þreyttist fljótt, en hafði þó hæga vinnu, létt afgreiðslu- störf. Þ. 22. 5. ’50 var hún lögð í Landakotsspítala og þ. 24. 5. var farið inn á þykkildið, sem sýndi sig vera granulations- vefur genginn frá capsulunni. Var tekið það sem til náðist. Sárinu lokað og gréri það per primam, en sjúkl. fór heim á sjöunda degi. Histologisk skoðun sýndi: „Necrosis á stóru svæði, en í kring epitheloid frumur dreifðar og í hnútum, sem sumir eru necrotiskir í miðju. Hist. diagn. Tuberculosis.“ Meinið tók sig upp og um miðjan jan. 1951 var hún lögð inn aftur og þá með fistulu í örinu og töluverða útferð. Var henni þá gefið P.A.S. og Strep- tomycin. Útferðin minnkaði en fistulan gréri ekki alveg og var því þ. 12. 3. ’51 gerð ex- cisio fistulae. Segir svo um að- gerðina i sjúkraskránni: „Fistulan er klofin og opnað vel í kringum liana. Sjálf er hún örmjó og nær inn í lið. Vegna þess hve litið er af sjúkum vef og af þvi, að út- ferð hefur minnkað stórlega, þykir rétt að reyna að loka sárinu primært og halda á- fram medication. Ef það ekki dugar, verður varla annað fyrir en að resecera liðinn.“ Þ. 20. 3. er hún gróin reak- tionslaust. — 21. 3. fer hún heim. Hún hafði þá fengið 52 gr. af streptomycin og 260 gr. af P. A. S. og hélt hún áfram að taka P.A.S. heima. Þ. 6. 5. ’52 kom sjúkl. enn i spítalann. Hún hafði aldrei verið alveg óþægindalaus en í nokkra mánuði liaft vaxandi verki i olnboga og kennt mátt- leysis i liandlegg, fannst hönd- in stundum svíkja sig alveg, en gat lítið beitt benni til verka. Þroti var í gamla örinu og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.