Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 8
116 LÆKNABLAÐIÐ skugga um þetta með því að fletta sjúkraskrám Guðmund- ar Magnússonar frá umræddu tímabili, en þær eru gevmdar í Landsbókasafni. Að Guð- mundi Magnússyni slepptum og einnig þeiim Steingrími Mattluassyni, sem gegndi lækn- isstörfum í Reykjavík á árun- um 1906 og 1907, og Guðmundi Hannessyni, er héraðslæknir varð í Revkjavík liið síðar- nefnda ár, er hér þá naumast öðrum lil að dreifa en Matthí- asi Einarssvni, er læknisstöri' hóf í Reykjavík árið 1905; ætti Matthías þá að hafa gert tvo keisaraskurði í stað eins á und- an Steingrími. Dr. Halldór Hansen hefur gert fyrir mig vandlega leit að keisaraskurðum í dagbók- um St. Jósefsspítala, allt frá því er spítalinn hóf starfsemi sína (1902) og fram yfir ái ið 1911. En þar finnst enginn keisaraskurður skráður annar en fyrrnefndur keisaraskurð- ur Matthíasar Einarssonar og ekkert annað, er bendi til siíkr- ar aðgerðar, nejna vera kyrmi þessi færsla árið 1907: „Fulde Navn (sie): Ragnheiður Jón- asdóttir. Akler: 30. Ropæl: Reykjavík. Sygdom: Eclamp- sia gravid. Indlagt: 10/2. Udg.: t 12/2. Læge: Einarsson. An- mærkninger: Operation.“ Af samanburði við manntal má sjá, að rétt nafn sjúklingsins er Ragnhildur og að hún var aðkomustúlka (námsmej7) í Revkjavík, en heimilisföst i Saurbæ í Áshreppi í Húna- vatnssýslu. Samkvæmt kirkju- bók ól hún tvíbura (meybörn) 10. febrúar 1907 og lézt á St. Jósefsspítala 12. s. m. Rörnin finnast ekki skírð, og munu þau hafa fæðzt andvana eða dáið fljótlega eftir fæðingu, enda eins liklega ótímaburðir; ekki er dauða barnanna held- ur gctið í kirkjubók; hafa þau verið lögð nafnlaus i kistu móður sinnar og farizt fyrir að skrá þau dáin og grafin. Þó að aðgerð þessi sé ekki nánara skýrgreind, liefði hún eins vel getað verið lceisara- skurður, því að þá er þetta gerðist, var sá háttur hafður á, þegar hezt lét, að skrá i dag- bók spítalans „operatio(n)“ við nöfn sjúklinga, er undir teljandi handlæknisaðgerð höfðu gengið, án nokkurrar sundurgreiningar aðgerðanna. Um þessa bókfærslu segir Guð- mundur Hannesson í athuga- sQmd, er hann hefur ritað á skýrslu um handlæknisaðgerð- ir í Reykj avíkurhéraði árið 1907, að hún sé „engan veginn áreiðanleg ..., ég hef veitt því athygli,“ segir þar, „að jafn- vel þýðingarmiklum aðgerðum er sleppt.“ Sumt kveðst Guð- mundur liafa leiðrétt, eftir því sem hann vissi rétt vera. Um- rædda aðgerð nefnir hann í skýrslunni: Operatio pro

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.