Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 14
122 LÆKNABLAÐIÐ rétt að vara sjúklinginn við því, ef stungið er í lunga, að blóð geti komið upp einhvern tíma dagsins. Þær blæðingar eru oftast litlar og sjaldan eða aldrei neitt varhugaverðar. Blæðing i pleura er mjög fá- tíð, en getur átt sér stað (ég hef aldrei séð þær svo nokkru nemi, eftir venjulega blásn- ingu). Hæmatom koma stöku sinnum í brjóstvegginn, oftast subcutant, sjást venjulega strax og er rétt að komprini- era þau um stund. Blæðing út um stunguna er oftastnær eng- in eða mjög lítil, þó kemui' fyrir (slagæða) blæðing í gus- um, en stöðvast við compressio. Spontan-pnth. er algengur eftir fyrstu insufflatio, þ. e. a. s. að loft streymi frá lironciius og inn í pleura gegnum gat á pleura pulmonalis. Oftast má ráða í það, ef veruleg brögð eru að þessu, því þá verður sjúklingurinn móður, fölur og dálitið lostinn. — Kemur þá stundum fvrir að dæla þarf lofti af sjúkl. aftur, og er allt- af rétt að gera það, ef sjúk- lingnum verður óeðlilega þungt eftir blásningu. Sama máli gegnir, ef þetta skeður við síð- ari áfyllingar. Það er mjög al- gengt að sjá meira loft í pleura en búast mætti við, í fyrstu gegnlýsingu t. d. daginn eftir fyrstu blásningu. Spontan-pnth. (in pneumoth- orace) eða spontan áfylling í loftbrjóst, sem fyrir er, kemur oftast rétt eftir insufflatio, en getur einnig komið á öðrum tíma. Meðferð á því er, að sjúkl. liggi sem kyrrastur. Hann vill og þarf að hafa hátt undir höfði og herðum vegna mæði. Fyrst er reynt að dæla lofti úr pleura i nokkur skipti og nægir það oftast, en dugi það ekki og þrýstingur aukist alltaf aft- ur, verður að setja inn „dau- er“-kanylu og leiða frá henni slöngu og láta hana enda 1 cm. undir vatnsyfirborði. Ból- ar þar út loft í hvert sinn sem þrýstingurinn í pleura fer jdir + 1, en þann þrýsting þola flestir. En sjálfsagt er að reyna að komast af með nokkrar ex- sufflationir, áður en gripið er til dauerkanylu, sem er miktu varasamari upp á sýkingu að gera. (Exsuffl. er gerð með venjulegum blásningartækjum, aðeins með því að tengja öfugt við insulfflation). Hættulegast- ur spontan-pnth. er ventil-pnth. eða svokallaður spannungs- pntb. Loft kemst inn, en ekki út aftur. Þarf því skjótrar að- gerðar. Ein complication, sem kem- ur fyrir við loftgjöf, er empliy- sema, þ. e., að loft fer milli laga í brjóstveggnum og leitar svo venjulega upp á við, kring- um viðbein og upp á háls. Ef lofti er dælt í lungu interstitielt, getur það leitað inn milli

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.