Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 12
120 LÆKNABLAÐIÐ þörf, ef varúðar er gætt. Tveim- ur fingrum er stutt í sama rifja- bilið, og tej'gt lítiö eitt á liúð- inni milli fingranna. (Forðast að káfa á sjálfum stungustaðn- um, því að hendur eru elcki sótthreinsaðar). Nálinni er stungið liægt (a. m. k. í fyrsta sinn), en samt nokkurnveginn rakleitt inn, eftir því sem þykkt síðunnar er metin, og jafnframt má oftast finna lítilsháttar við- nám á tveimur stöðum, bæði í fasciu og pleura. Ef notuð er stílettulaus nál (eins og flestir læknar hér á landi munu hafa), sést hreyfing á þrýstingsmæli blásningartækj anna j afnskjótt og nálin kemur i „opið“ pleura- hol. I eðlilegri brjósthimnu er talsverður undirþrýstingur, gjarnan einhvers staðar á bil- inu -v-5 til -s- 15 (miðað við sm. i vatnssúlu). Hreyfingar þrýstingsmælis- ins eiga að vera jafnar og ró- legar og lalsvert meiri undir- þrýstingur í innöndun en út- öndun, en livort tveggja er les- ið af og skráð og má liafa til liliðsjónar við síðari loftfylling- ar. Þegar þrýstingsmælingin þykir örugg, er hleypt inn 50— 100 ccm. af lofti, og svo lokað fyrir loftstrauminn frá tækinu og þrýstingur aðgættur aftur. Þegar þrýstingur er góður, þ. e. negativur þr. með rólegum hreyfingum, er lialdið áfram og gefið i einu 400—500 ccm. (gjarnan mældur þrýstingur við liverja 100 ccm.). Ef engin hreyfing kemur á þrýstingsmælinn, má að sjálf- sögðu alls engu lofti dæla inn. Smá útslög og rykkjótt (stak- ato-hreyfingar) kringum 0- punkt, + 1 + 2 og 1 -s- 2, verður að telja merki um lungna-þrýsting, þ. e. að nálin sé komin of djúpt inn og inní smáar lungnapipur eða alveoli. Þannig fer, ef pleura-blöðin eru samgróin á stungustaðnum eða, við síðari áfyllingar, ef of djúpt er farið og stungið gegnum pnth-hólfið inn í lunga. Þetta kemur einkum fyrir, ef sjúlcl. spennir um leið og stung- ið er, og þrýstir með því lung- anu út að brjóstvegg. Meðan loftið rennur inn, hvílir handarjaðar þeirrar bandar, sem nálina styður, á síðu sjúklingsins, þá er minni hætta en ella á að nálin færist til. Að lokinni áfjdlingu er nál- in dregin snöggt út, það er sárs- aukaminnst. Aðgerðin er annars ekki sár- ari en svo, að ekki borgar sig að deyfa, þ. e. a. s. staðdeyfing er sárari en sjálf aðgerðin. Tækni við áfyllingar í pnth. má lieita hin sama og hér var lýst við fvrstu aðgerð. Þá er oft- ast vitað um góðan stungustað, þar sem nægilegt loftrúm er inni fyrir og þvi ekki jafnná- kvæmt, hversu djúpt er farið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.