Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 127 saman stutta greinargerð uni kennslutilhögun, liver í síuu landi, en Heilbrigðisstofnunin látið fjölrita til dreifingar þeirra á meðal og var það til tímasparnaðar. Talsvert er það misjafnt, hve mikil áherzla er lögð á heilbrigðisfræði í hinuin ýmsu löndum, og svið hennar er ekki alls staðar hið sama, nær t. d. sums staðar enn yfir hakteríu- fræði eins og algengt var áður fyrr. Sumir kvörtuðu vfir því, að heilsuverndarsjónarmiða gælti lítt eða ekki i kennslu annara greina læknisfræðinnar, þar sem þeir þekktu til. Stúdentar sæu og sjúklinga aðeins sem „númer“ og athvgli þeirra heindist eingöngu að sjúk- dómsgreiningu og þeirri með- ferð, sem viðhöfð væri á sjúkrahúsi. Hitt láðist oft í þvi sambandi, að athuga hvern þátt aðhúnaður á heimili eða vinnustað, eða annað varðandi lífskjör og lifnaðarhætti, kuniii að hafa átt í veikindum sjúk- lingsins, og hver áhfif um- hverfið (environment), er sjúklingurinn hvei'fur til að lokinni sjúkrahúsvist, kunni að hafa á frekari batahorfur. Víða væri það og svo, að stúd- entar hefðu jmjög takmörkuð kynni af lífskjörum annara stétta en þeirra, sem þeir sjálf- ir væru upprunnir í. Meðfrajm til að hæta úr þessu, hefur verið tekin upp sérstök kennsla í „social medicin“ eða „social hygiene“ við nokkra háskóla. Er þá m. a. leiðbeint við skoðun sjúklinga, sem valdir eru með lilliti til þess að rekja megi áhrif „umhverf- isins“, eða einhvers þáttar þess, á heilsufar þeirra og sjúk- dómsástand. Annars er það injög misjafnt, hva'ð átt er við með heitinu „social medicin“. í þrengri merkmgu er það aðallega allt það, er lýtur að starfssviði lækna og starfsháttum í sam- handi vJð sjúkratryggingar, en i víðtækari merkingu er það og látið ná til ýmissa greina heilhrigðisfræðinnar. — Eru mörkin þá mjög á reiki, einnig gagnvart öðriím greinum lækn- isfrasðinnar svo sem lyflæknis- fræði, geðsjúkdómafræði (geð- vernd) og jafnvel réttarlækn- isfræði. Eklci voru allir á einu máli um nt'uðsyn þess að taka upp sérstaka kennslu í „social medicin“. Það færi m. a. eftir kennslutilhögun að öðru leyti. Læknisnámið er líka víðast orðið svo langt, að ástæða er til að hugsa sig tvisvar um, áð- ur en í það er ráðist að fjölga kennslustundum að nokkru ráði. Hitt ei mikilvægara, að áherzla sé lög'ð á heilsuvernd- aratriði í kennslu allra greina læknisfræðinnar eftir þvi sem tilefni gefst til.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.