Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 10
118 LÆKNABLAÐIÐ LOFTBRJOSTMEÐFERÐ UTAN SJÚKRAHÚSA ej^tlr Ofap Cjeiriion Erindi flutt á aðalfundi L.í. í ágúst 1952. Loftbrjóstmeðferð hefur ver- ið notuð svo mikið á undan- förnum árum, á sjúklingum frá ýmsum stöðum á Islandi, að fáir héraðslæknar geta komizt hjá því að hafa hana um hönd, meira eða minna. Mér datt hún því fyrst í hug, þegar formað- ur L.í. mæltist til þess við mig, að ég flytti hér stutt erindi. Hér verða þvi ekki nein vísindi á boðstólum, heldur mun ég að mestu halda mig við það, hvernig aðgerðir þessar eru framkvæmdar og livað fyrir kann að koma í sambandi við það. Með loftbrjóstmeðferð utan sjúkrahúsa á ég ekki við það, að meðferðin sé frá upphafi framkvæmd í heimahúsum (eða ambulant) — þótt það geti e. t. v. verið réttmætt undir sérstökum kringumstæðum, þ. e., ef löng bið er eftir sjúkra- liúsvist, — heldur ætla ég að minnast á þá framhaldsmeð- ferð, sem læknar hér og hvar á landinu verða að leysa af hendi eftir að sjúklingarnir eru brott- skráðir úr sjúkrahúsi eða berklahæli og loftmeðferðinni liefur verið komið á rekspöl. Ég skal þvi vera stuttorður skurð Hjaltalíns, sem auðveld- lega gat leitt til þess, að einn keisaraskurður yrði gerður að tveimur. Skamjmt var og að fara að hreyta i flaustri frá- sögn um þriðja keisaraskurð í fullyrðingu um þrjá keisara- skurði áður gerða. Verður jafnvel læknir ekki mæltur undan þvi að geta gerzt sekur um slíka ónákvæmni, allra sízt ef liann er jafnframt biaða- maður. Hvað sem öðru líður, ætti það liér eftir ekki að vera að- eins „vafalítið“, eins og dr. Ilalldór Hansen kemst að orði, að Matthías Einarsson hafi gert hinn fyrsta keisaraskurð hér á landi með þeirri heppni, að bæði „móðir og barn lifðu af aðgerðina“, heldur nær öldungis vafalaust. Móðirin er áður nefnd, en barnið er Júlí- us Steingrimsson, nú rafveitu- stjóri í Keflavík. Þau mæðg- inin hafa bæði leyft mér að nefna nöfn sin i sambandi við þessa greinargerð mina. 25/4 1954 Vilm. Jónsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.