Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 38. árg. Reykjavík 1954 8. tbl. * Fyrstn keisaraskurðir á Islandi Fyrir nokkru var skýrt frá því í útvarpserindi, að hinn fyrsta keisaraskurð, er gerður hefði verið hér á landi með þeirri heppni, að hæði móðir og barn liéldu lífi, hefði gert Stein- grímur Matthíasson á Akureyri hinn 2. júlí 1911, en barnið, sem þá var bjargað í heiminn, væri þjóðkunnur maður, Stein- grímur Þorsteinsson prófessor. Var að einhverju leyti til min vitnað um þetta, og reyndar mundi ég ekki betur, þá er þetta var borið undir mig, en hafði þó um það allan fvrir- vara. Víst mun prófessor Stein- grímur hyggja þetta sjálfur, og af því að hér á nafnkunnur maður i hlut, er ekkert lik- legrá en þetta festist sem læknasöguleg staðreynd. Með því að mér hefur nú lieimzt önnur og áreiðanlegri vitn- eskja um mál þetta, tel ég mér skylt að festa hana á blað, og vænti ég, að Læknablaðið sjái ekki eftir rúmi undir þá fræðslu. Fyrrverandi yfirljósmóðir Landspitalans, frk. Jóhanna Friðriksdóttir, minnti mig á það, sem mér hafði gleymzt, að Þórunn Björnsdóttir ljós- móðir skýrði frá þvi i bók sinni: Nokkrar sjúkrasögur (RejLjavík 1929), bls. 276 og áfram, að Matthías Einarsson hefði hinn 29. ágúst 1910 gert keisaraskurð á konu á St. Jósefsspítala í Reykjavik og bjargað bæði móður og barni. Frá þessari aðgerð mun ekki vera annars staðar skýrt opinberlega, og Heilbrigðis- skýrslur þegja um hana. Svo einkennilega vill til, að um keisaraskurð Steingríms er ekki beldur neinn fróðleik að sækja í Heilbrigðisslcýrslur, og er þó ýtarlega skýrt frá aðgerð- inni i ársskýrslu Akureyrar- héraðs fyrir árið 1911. 1 Ileil- brigðisskýrslu'm 1911—1920 er þess aðvísu getið (bls.XCVIII), að tveir keisaraskurðir hafi verið gerðir á landinu á þeim áratug. Á skrá um helztu hand- læknisaðgerðir á sjúkrahúsum 1911—1920 (bls. 182) er aðeins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.