Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 119 um indicatio fyrir pneumo- thorax. Loftbrjósti má skipta í tvennt: 1) intrapleuralt- og 2) extrapleuralt loft, og verður rætt um hvort fyrir sig. Intrapleuralt loft er reynt við lungnaberklum með cavernu eða ef grunur er um cavernu og einnig í mörgum tilfellum, þótt ekki sjáist cav., ef veruleg íferð (infiltratio) er í lunga og berklasýklar bafa fundizt, jafnvel þótt það sé einungis í ræktun. Loftbrjóst hefur verið notað á fólki á ýmsum aldri, en hef- ur þótt gefast illa á börnuin innan 6—7 ára, og eftir 65 ára aldur hefur það litið verið not- að, en getur þó komið til greina, ef unglegir, lítt mæðnir sjúk- lingar eiga í hlut. Viðmjögvirka (aktiv) berkla er ráðlegt að gefa fyrst um tíma lyfjameðferð, streptomycin, paraminosalicyl-sýru eða ison- icotin-sýruhydrazid, a.m.k. þar til sjúldingarnir eru liitalausir. Þar, sem vot brjósthimnu- bólga (pleurit. exsudativa) hef- ur áður verið, og vökvinn er horfinn, er tilgangslaust að reyna loftbrjóstmeðferð vegna samvaxta. Varla er þó takandi mark á brjósthimnubólgu í sjúkrasögu, nema ástunga hafi verið gerð og tæmdur út vökvi, eða óyggjandi röntgen- einkenni sjáist eftir brjóst- himnubólgu. Alvarlegir hjartasjúkdómar (með verulegri mæði eða de- compensatio) eru að sjálfsögðu einnig kontraindicatio fyrir lof tbr j óstmeðf erð. Tækni við fyrstu loftaðgerð. Sjúklingurinn þarf að vera sem rólegastur, og i því skyni var á fyrri árum pnth-meðferð- arinnar oft gefin premedicatio, t. d. luminal. Flestum þykir það nú óþarft, en víst er um það, að svo hræddur og órólegur gel- ur sjúklingur verið, að ekki sé gerlegt að hlása hann í því á- standi. Þetta er mjög fátítt, en í slíkum tilfellum muudi ég mæla með róandi lyfjum, oft- ast nægja þó fortölur einar. Þægilegast er að hafa sjúk- linginn liggjandi á góðu að- gerðarborði, sem auðvelt er að halla (steypa), ef með þarf. Sjúklingurinn snýr upp þeirri síðunni, sem hlása skal i. Stungustaðurinn er valinn móts við heilhrigðan eða tiltölulega heilbrigðan Iduta lungans, gjarnan nálægt miðaxillarlínu, ekki framar hjartamegin. Bú- ið er um sjúklinginn, t. d. hlað- ið undir síðuna, sem hann ligg- ur á, þannig að hinn kjörna stungustað heri hæst, svo að það loft, sem inn fer í byrjun, safnisl þegar kringum nálar- oddinn. Húðin á stungustaðn- um er sóttlireinsuð með joði, spritti eða öðru húðhreinsunar- efni. Sótthreinsun handa er ó-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.