Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 125 irliti með loftbrjóstsjúklingum að láta rannsaka uppgang, ef nokkur er, með ræktun t. d. árlega, a. m. k. ef læknirinn er ekki því æfðari í gegnlýs- ingum. Gott tækifæri til þess að ná í uppgang til rannsókn- ar er t. d. þegar sjúkl. kvartar um kvef. Loks er að minnast á það, hvenær megi hætta blásningu. Ég held mér sé óhætt að segja, að flestir telji æskilegt að halda loftinu við í full 4 ár, ef unnt er, en oft er sjálfgert að hætta fyrr vegna samvaxta. Áður en liætt er alveg, er rétt að strjála blásningar og lofa lunganu að rétta úr sér smám saman. Taka síðan rtg.-mvnd, þegar lítið loft er á sjúkl. — Lungnabreytingar þurfa að vera horfnar að auestu leyti eða þá einungis hrisaðar og óvirkar að sjá. Þá á einnig að taka ræktun skömmu áður en hætt er loftmeðferð, og þarf það venjulega að vera magaskol- vatn. Eins og samgöngum er nú háttað, tel ég óþarft að læknar úti í héruðum taki á sitt ein- dæmi þá ákvörðun að hætta loftmeðferð, og hýst ég við að flestir sjúkl. telji ekki eftir sér ferð til sérfræðings-rannsókn- ar í því skyni. Extrapleural pneumothorax. Ég lief nú verið nokkuð lang- orður um pnlh.-meðferðina og skal því fara þeim mun fljótar yfir sögu um extrapl.loftbrjóst- meðferð, sem er nú notuð tals- vert hér á landi og kemur því til kasta héraðslækna og ann- arra lækna út um land að lialda meðferð áfram heima í héraði. Extrapl. pnth. er gerður, ef ekki er unnt að gera intrapl. pnth. vegna samvaxta. Gerð cr resectio, oflast úr 4. eða 5. rifi aftan til og lateralt, farið inn að pleura parietalis og hún losuð frá hrjóstveggnum í lausa handvefs-laginu milli fascia endothoracica og pleura. Lungað er losað á stóru svæði, venjulega allur efri hluti þess hæði frá síðu og frá mediastin- um niður að hilus, en með síð- unni svo langt niður sem þurfa þykir, stundum allt niður að sinus. Loft fer jafnóðum í hólf- ið sem myndast. Skurðinum er lokað svo loftþétt sem unnt er, en síðan er lofti haldið í hólf- inu með þéttum áfvllingum, líkt og í intrapl. pnth. Blóð og vessi safnast gjarnan i liólfið fyrst í stað og getur þurft að hreinsa út hlóð og fibrin-stork- ur með nýrri resectio eftir nokkra daga, nægi ástungur ekki. Hólfið minnkar oftast nokkuð þegar frá líður. Blásn- ing í þessi liólf er aðallega frá- hrugðin blásningu intrapleur- alt að því leyti, að yfirleitt er gefið mun minna loft í einu, gjarnan frá 50—300 ccm. og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.