Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 20
128 LÆKNABLAÐIÐ Af eðlilegum ástæðum munu íslenzkir stúdenlar hafa nán- ari kynni af lífskjörum og lifn- aðarháttum almennings en gei - ist um stúdenta meðal flestra annara þjóða. Hér hefur það og mjög tiðkast, sem kunnugt er, að læknastúdentar ráðist sem aðstoðarlæknar eða jafn- vel staðgenglar héraðslækna. En auk þess er slík þjónusta um 6 mánaða skeið að loknu embættisprófi skilyrði fyrir veitingu almenns lækninga- leyfis. Fá þeir þannig næg tækifæri til að kynnast aðbún- aði sjúklinga í sínu rétta um- hverfi og geta vafalaust mikið af því lært, ef þeir hafa augun opin. Er ekki ólíklegt að líkur háttur verði tekinn upp víðar og mun svo þegar hafa verið gert í Noregi (6 mánaða skyldustarf sem aðstoðarlækn- ir héraðslæknis). Sums staðar hefur verið reynt að gefa stúdentum tæki- færi til að annast sjúklinga í heimahúsulm jafnhliða náminu undir leiðsögn læknis. Eru þeir þá einnig, þegar svo her undir, látnir fylgjast með sjúkling- um fyrst eftir að þeir koma heim af sjúkrahúsi. Þykir þetta líklegt til að gefa góða raun. Talsverð áherzla var lögð á það, að kenna bæri undirstöðu- atriði í „biometri“ og „vital statistic“ og töldu sumir að sú kennsla ætti að fara fram áð- ur en byrjað væri á síðasta hluta námsins. Eins og áður var sagt bar þarna margt á góma, og mun flestum liafa þótt fundur þessi hinn ánægjulegasti og gagnleg- asti. Mörgum áhugasömum kenn- urum liættir til að lita of ein- liliða á kennsluna sem heina ítroðslu, rétt eins og útilokað væri að stúdentinn gæti lært nokkuð nöma beint af vörum kennarans, og er þetta raunar í samræmi við tíðarandann. En hætt er við, ef slík sjónarmið ráða, að kennslan verði ekki fallin til að efla sjálfstæða hugsun og dómgreind nemaud- ans, eiginleika sem verðandi lækni eru meira virði og betra veganesti en lærdómurinn einn, sem kennarinn miðlar. Enda nær sá lærdómur skannnt, ef liann styðst ekki við sjálfsnám að verulegu levti. Á síðastliðnu sumri gekkst Heilbrigðisstofnunin svo fyrir öðrum umræðufundi, þar sem rætt var ujm undirbúnings- menntun embættislækna. Var sá fundur í Gautahorg. Július Sigurjónsson. Uppprentun úr Læknablaðinu er bönnuð nema að fengnu leyfi höfunda. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er i Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.