Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 117 eclampsia gravidarum. Hlaut liann reyndar aö vita, ef um aðra eins nýlundu og keisara- skurð liefði verið að ræða, og væri honum þá allsólíkt að láta þess ógetið. Venzlafólk Ragnhildar heitinnar, sem enn er lífs nyrðra, hefur verið innt eftir, hvað það vissi um tildrög að fráfalli hennar; har sú eft- irgrennslan engan árangur, en víst mun það aldrei liafa lieyrt keisaraskurð nefndan í því samhandi. Stéttarbræður og margra ára samstarfsmenn Matthíasar í Reykjavík kunna ekkert af þessari aðgerð að segja, og virðist hún ekki hafa vakið neina athygli meðal lækna. Loks er þess að geta, að kona sú, sem Matthías gerði keisaraskurðinn á 1910 og enn er á lífi við góða heilsu og bið bezta ern í Keflavík, tjáir mér, að hún liafi þá verið frædd á því, að áður hefði aðeins einu sinni verið gerður keisaia- skurður á íslandi. Það hefði gert Schierbeck landlæknir; hæði kona og harn hefðu dáið, og hefði konan verið krypp- lingur. Ekki mun þurfa að gera því skóna, að Schierbeck land- læknir hafi gert hér keisara- skurð. Enginn kann nú af því að segj a, og í ársskýrslum hans getur þess ekki, en að vísu gerir liann þar enga grein fyrir liandlæknisaðgerðum sínum, og engin gögn eru kunn um sjúkrahúslæknisstörf hans í Revkjavik. Er líldegast, að hér gæti missagna, sem eru ekki óeðlilegar, og er tæplega á- stæða til að efa, að eingöngu sé um að ræða keisaraskurð Jóns Hjaltalíns. Að öllu þessu athuguðu og því til viðbótar, að árið 1907 mun ekki hafa verið til komið að telja fæðingarkrampa eðli- legt tilefni keisaraskurðar, ætti að vera óhætt að álykta, að umrædd operatio pro eclamp- sia gravidarum liafi aðeins verið himnustunga eða aðiu tilburðir til að flýta fæðingu. I þessu samhandi er skylt að geta þess, að auk þess sem Matthías Einarsson gegndi lækningum á St. Jósefsspítala, var hann jafnframt læknir við Franska spítalann í Reykjavík (frá 1905). Ókunn eru með öllu gögn um þann spítalarekstur, en ekki Imun þykja líklegt, að þar væri á þessum tíma að leila keisaraskurðar, er farið hefði fram hjá læknum í Reykjavik, en verið kunnur Sigurði Hjör- leifssvni á Akureyri. Nema annað komi óvænt í Ijós, verður við það að sitja, að enginn keisaraskurður hafi glatazt úr tölu hinna allra fyrstu keisaraskurða hér á landi og sé um missögn eina að ræða í fyrrnefndum um- mælum blaðsins Norðurlands. Þar gat komið lil greina sú missögn, sem fyrr um ræðir, að eigna Schierbeck keisara-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.