Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 20132 Nýjustu tölur um neysluverð matvæla frá Eurostat, hagtöluskrifstofu Evrópusambandsins í Lúxemborg: Verð á kjöt- og mjólkurvörum á Norðurlöndum er lægst á Íslandi – einnig á matarkörfunni í heild og lægra en í sex-ESB ríkjum og svipað og í fimm ESB-ríkjum til viðbótar Fréttir Tvær nýjar sam- göngustofnanir Tvær nýjar samgöngustofn- anir urðu til við sameiningu fjögurra eldri stofnana og tóku þær til starfa þann 1. júlí. Það eru Samgöngustofa, stjórnsýslu- stofnun á sviði samgöngumála og Vegagerðin, framkvæmda- stofnun á sviði samgöngumála. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á blaðamannafundi þegar stofnan- irnar voru kynntar og sagði þetta nýja skipulag meðal annars hafa það markmið að bæta þjónustu við almenning. Samgöngustofa, þar sem Hermann Guðjónsson er forstjóri, fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast þau og eftirlit er lýtur að flugmálum, hafnamálum og málum er varða sjóvarnir, siglingamál, umferðarmál og vegamál. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum sam- göngum. Meðal helstu verkefna Samgöngustofu er skráning skipa, flugvéla og bifreiða, leyfisveitingar og eftirlit á sviði siglinga, flugs og umferðar, menntunarmál áhafna og einstaklinga er varða samgöngur, skírteinisútgáfa, öryggisáætlanir er varða loft, láð og lög, rannsóknir, skráning og greining slysa og fræðslumál. Vegagerðin er sem fyrr undir stjórn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Hún á að annast uppbyggingu, viðhald og rekstur samgöngukerfis ríkisins að flugvöllum undanskildum og sinnir stofnunin framkvæmdaeftirliti með uppbyggingu vega og hafna auk þess að hafa eftirlit með umferð, færð og ástandi vega. Enn fremur sinnir stofnunin rekstri og viðhaldi vita, sjómerkja og eftirlitskerfa sem og rekstri Landeyjarhafnar og ferjubryggja. Í haust verður haldin á Hjaltlandseyjum ráðstefna um ull, ullarvinnslu og sauðfé við norðanvert Atlantshaf, „North Atlantic Native Sheep and Wool Conference“. Hún stendur dagana 11.-15. október, nokkurn veginn samhliða svo kallaðri „Ullarviku“, en eyjarnar og Hjaltlandseyjaféð, sem er skylt íslenska fénu, er m.a. þekkt vegna kostamikillar ullar og margvíslegrar nýtingar hennar. Ullarvikan er nú haldin í fjórða skiptið en ráðstefnan er sú þriðja í röðinni, var áður haldin á Hörðalandi í Noregi vorið 2012 og á Norður- Ronaldsey á Orkneyjum vorið 2011. Íslendingar hafa verið með í því samstarfi frá upphafi og ráðgert er að halda „North Atlantic Native Sheep and Wool Conference“ hér á landi haustið 2014. Dagskrár þessara viðburða eru mjög fjölbreyttar og gefst gestum tækifæri til að ferðast um eyjarnar út frá höfuðstaðnum Leirvík (Lerwick) og kynnast búskap í sveitunum auk margvíslegrar starfsemi tengdrar ullinni, og síðast en ekki síst ýmsum þáttum þess norræna menningararfs sem Hjaltlendingar varðveita. Nánari upplýsingar má sjá á www. shetlandwoolweek.com/conference og einnig er velkomið að hafa samband við undirritaðan í ord@bondi.is eða í síma 563 0300 eða 563 0317. Þess ber að geta að Ragnheiður Jóhannsdóttir hjá Culture and Craft (raggasj@gmail.com) hefur skipulagt 11 daga hópferð héðan sem hefst 8. október en nú mun fullbókað í hana. Ólafur R. Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands Hjaltlandseyjar heimsóttar Nýjustu tölur Eurostat frá 21. júní sl. um neysluverð á matvælum á árinu 2012 eru sérlega athyglisverðar í ljósi frétta um „gegndarlausar“ verðhækkanir á íslenskum landbúnaðarvörum. Þar kemur fram að verð til neytenda á kjöt- og mjólkurvörum á Norðurlöndunum er lægst á Íslandi. Einnig kemur fram að verðið er lægra en í sex ríkjum Evrópusambandsins og jafn hátt eða svipað og í fimm ESB-ríkjum til viðbótar. Staðfestir þetta tölur Eurostat frá því í nóvember 2012 sem áður hefur verið greint frá í Bændablaðinu. Matarkarfan í heild á Norðurlöndum lægst á Íslandi Samkvæmt tölum Eurostat um verð á matarkörfu fyrir utan áfengi er Ísland einnig með lægsta verðið á Norðurlöndum, sem eru þau lönd sem við miðum okkur gjarnan við. Í tölum Eurostat er eitt land ESB, þ.e. Írland, með sama verð á matarkörfunni og Ísland en fjögur ESB-lönd með hærra verð. Allt eru þetta lönd sem Íslendingar vilja helst miða sig við í samanburði við vestræn ríki. Ef litið er á Evrópuríki utan ESB er verðlagið á matarkörfunni í Noregi 68 prósentum hærra en á Íslandi og 37 prósentum hærra í Sviss. Þau Evrópulönd utan ESB sem eru með lægra verð á matarkörfunni en Ísland eru öll í Suður- og Austur-Evrópu. Virðist verð á matarkörfunni nokkuð haldast í hendur við mismunandi efnahagsástand og kaupmátt í þeim ríkjum sem Eurostat skoðaði. Matarkarfa ESB-landa er dýrust í Danmörku Í úttekt Eurostat kemur fram að matvöruverð hafi verið hæst að meðaltali í Danmörku á síðasta ári í samanburði við 27 ríki ESB, eða 43 prósentum yfir meðaltali. Næsthæst var verðlagið í Svíþjóð, 24 prósentum yfir meðaltali. Austurríki var í þriðja sæti, 20 prósentum yfir meðaltalinu, Finnland var 19 prósentum yfir meðaltali, Írland 18 prósentum yfir meðaltalinu eins og Ísland og Lúxemborg 16 prósentum yfir meðaltali. Lægsta meðalverðið var í Austur-Evrópuríkjunum Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu og í Litháen þar sem verðlagið var lægst, eða 23 prósentum undir meðaltalinu. Mismunandi matreiðsla Athyglisvert er að skoða þessar upplýsingar Eurostat í tengslum við matreiðslu frétta hér á landi. Í Fréttablaðinu á miðvikudag í síðustu viku er t.d. birt frétt um sömu úttekt Eurostat þar sem fram kemur í fyrirsögn að matarkarfan sé fimmtungi dýrari á Íslandi en í ESB. Bylgjan tók upp þessa sömu frétt upp án athugasemda þó að fréttin gæfi klárlega villandi mynd af úttekt Eurostat. Þar eru líka tekin til viðmiðunar öll láglaunalönd innan 27 ESB-viðmiðunarlanda Eurostat, sem í öðrum samanburði hafa ekki þótt sérlega góð til samanburðar í íslenskum fjölmiðlum. Athygli vekur einnig að þótt Ísland komi best út af öllum Norðurlandaríkjunum í könnuninni og sé með lægsta verðið á matarkörfunni er ekki verið að halda því á lofti. Í fréttum þessara miðla er þess í stað lagt sérstaklega út af háu matvælaverði hér á landi, líkt og formaður Neytendasamtakanna og fleiri hafa tekið hrátt upp úr þessum miðlum, þó að neðanmáls sé sagt að tölurnar taki ekki tillit til mismunandi kaupmáttar í viðmiðunarlöndunum. Einnig kemur þar fram neðanmáls að í fyrra hafi verg landsframleiðsla á mann á Íslandi, eftir að leiðrétt hafi verið fyrir mismunandi kaupmætti, verið 12% hærri hér á landi en að meðaltali í ESB-ríkjum. Greinilegt er í tölum Euro stat að bein fylgni er milli matvæla verðs í einstökum ríkjum og efnahags- ástands í viðkomandi löndum. Hærri laun þýða eðlilega að framleiðslu- kostnaður eykst. Sama ætti að gilda varðandi dýrari innkaup á rekstrar- vörum, þótt það virðist ekki hafa skilað sér að fullu út í verð lag á Íslandi samkvæmt tölum Hag stofu Íslands. Samanburður á matvæla- verði milli landa hlýtur því eðlilega að skoðast í þessu ljósi. /HKr. 0 50 100 150 200 250 Noregur Sviss Danmörk Svíþjóð Austurríki Finnland Írland Ísland Lúxemborg Ítalía Belgía Frakkland Þýskaland Bretland Holland Spánn Portúgal Lönd innan Evrópusambandsins Matvæli án áfengra drykkja Kjötverð Lönd utan Evrópusambandsins Mjólk, ostur og egg Heimild: Eurostat - 21. júní 2013 Belgía Búlgaría Tékkland Danmörk Þýskaland Eistland Írland Grikkland Spánn Frakkland Ítalía Kýpur Lettland Litháen Lúxemborg Ungverjaland Malta Holland Austurríki Pólland Portúgal Rúmenía Slóvenía Slóvakía Finnland Svíþjóð Bretland Ísland Noregur Sviss Króatía Svartfjallaland Makedónía Serbía Tyrkland Albanía Bosnía-Hersegóvína EU27 Meðalverð=100 Matur og óáfengir drykkir Brauð og korn Kjöt Mjólk, ostur og egg Áfengir drykkir Tóbak

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.