Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Grilltíminn er í hámarki og víða má sjá reyk leggja úr húsagörðum. Nokkur grundvallaratriði er gott að hafa á hreinu áður en hitnar í kolunum. 10 reglur grillarans 1. Verið vel undirbúin og vinnið ykkur í haginn. T.d. er upplagt að búa til sósur daginn áður og forsjóða kartöflur áður en þær eru settar á grillið. 2. Athugið að eiga nóg af gasi og kolum áður en matreiðslan hefst. 3. Hafið grillgrindina hreina. Burstið hana vel fyrir grillun. Það er ekki gaman að borða leifarnar frá síðustu veislu! 4. Munið að pensla grindina með olíu. Gott er að nota rósmaríngrein því hún brennur síður við en nælonpensill. Það má líka nudda smá beikoni á grindina því þá kemur gott bragð og grillkjötið festist síður við. 5. Forhitið grillið hvort sem um kola- eða gasgrill er að ræða. Hitinn þarf að vera réttur þegar kjöt er sett á, annars eru meiri líkur á að allt brenni við eða soðni á grillinu. 6. Notið tangir eða spaða í stað kjöt- gaffals. Ekki er gott að stinga í kjötið því þá lekur safinn á kolin eða niður á brennarana. 7. Penslið kryddlegi á í lokin svo kjötið nái að grillast áður en kryddlögurinn brennur. 8. Stórum steikum (kjúklingi) þarf að hlífa við eldinum 2/3 af eldunartímanum og svo brúna í endann. Gott er að nota álbakka eða álpappír. En munið að þið eruð að grilla en ekki sjóða. Því er mikilvægt að brúna kjötið í enda grilltímans. 9. Passið að brenna ekki matinn. Þetta er ekki rétti tíminn til að fara í símann eða blanda kokkteila! 10. Munið að hvíla kjötið eftir grillun. Kjötið verður safaríkara ef það fær að jafna sig í nokkrar mínútur. Grillaðar BBQ- svínahryggssneiðar › 600 g svínahryggssneiðar › 1 stk. laukur, skrældur og gróft skorinn › 2 stk. gulrætur, skrældar og gróft skornar niður › 3 stk. lárviðarlauf › 3 msk. gróft sinnep › 3 msk. hunang › 2 msk. tómatsósa › 2 msk. púðursykur Aðferð: Blandið kryddlöginn saman og látið svínahryggssneiðarnar liggja í honum í 30 mínútur. Grillið við meðalhita og penslið með kryddleginum í lokin. Grillið laukinn og gulræturnar í álpappír með örlítilli smjörklípu. Berið fram með kartöflum, krydd- uðum með hvannarfræum. Grillaðir sveppir með fyllingu og kóríander eru kjörið meðlæti ásamt sósu úr sýrðum rjóma. Sýrður rjómi með graslauk › 1 msk. sýrður rjómi › 1 msk. ólívuolía › ½ tsk. dijon sinnep › ½ tsk. pipar › börkur af 1 sítrónu › 2 msk. saxaður graslaukur › Öllu blandað vel saman og borið fram með graslauksblómi til skrauts. Fylltir sveppir › 8 sveppir › 4 msk. fetaostur í olíu › 1 hvítlauksrif › salt og pipar Brjótið stilkinn af sveppnum og saxið ásamt hvítlauk og fetaosti. Setjið ofan í hattinn og grillið þar til sveppurinn er stökkur og osturinn bráðnaður. Gott er að setja ferska kryddjurt úr garðinum yfir, t.d. kóríander. Saltið og piprið eftir smekk. Að grilla er góð skemmtun MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Sigurjón Hjaltason og Guðríður Júlíusdóttir hófu búskap í Raftholti 1993, með stofnun félagsbús í samvinnu við foreldra Sigurjóns, Hjalta Sigurjónsson og Jónu Heiðbjörtu Valdimarsdóttur. Um áramótin 2011-2012 tóku Sigurjón og Guðríður alfarið við rekstrinum en Hjalti og Jóna vinna eftir sem áður að búinu. Hermann Sigurjónsson býr einnig á jörðinni með meirihlutann af fénu. Hjalti Sigurðsson, systursonur Sigurjóns, er til heimilis hjá Hjalta og Jónu, en hann er nemi við FSu og vinnur við búskapinn með námi. Sonur Guðríðar og stjúpsonur Sigurjóns, Einir Freyr Helgason, er netforritari og er hann fluttur úr foreldrahúsum. Dóttir þeirra hjóna, Helga Sunna Sigurjónsdóttir vinnur einnig við búskapinn samhliða námi. Býli? Raftholt. Staðsett í sveit? Í Holtum í Rangárþingi ytra. Ábúendur? Sigurjón Hjaltason, Guðríður Júlíusdóttir. Stærð jarðar? Um 400 ha. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 300 vetrarfóðraðar kindur, 18 hross og um 80 nautgripir, þar af um 35 kýr ásamt gæludýrum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltirnar alltaf á sínum stað, önnur störf árstíðabundin. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilega fjölbreytt starf. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonumst eftir breyttri vinnuaðstöðu en svipaðri bústærð. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við höfum skoðun á öllu sem snertir bændur. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Vel ef við pössum upp á hreinleika og sérstöðu afurðanna. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin felast í sérstöðu búfjár og afurða. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambapottréttur að hætti húsmóðurinnar og svo má ekki gleyma vel kæstu skötunni og heimagerða slátrinu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar krakkarnir glímdu við að temja kálfana fyrir kúasýningar var oft spaugilegt að fylgjast með. Og nú þegar okkur tókst að spekja jaðrakan á hreiðri. Raftholt Hjónin Guðríður og Sigurjón og og dóttir þeirra Helga Sunna. Með þeim er frændinn Hjalti Sigurðsson. Helga Sunna með hinn spaka jaðrakan.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.