Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 201312 Fréttir Hlaupið um þrjár sýslur, firði og strendur „Við höfum oft hlaupið þessa leið að gamni okkar og finnst hún bæði fögur og skemmtileg,“ segir Dofri Hermannsson, annar skipuleggjenda hlaupsins Þrístrendings. „Við Stefán Gíslason ólumst upp á þessum slóðum, hann í Gröf í Bitrufirði en ég á Kleifum í Gilsfirði. Birgitta mamma hans og Jóhannes afi minn voru systkin og talsverður samgangur milli bæjanna þrátt fyrir að ekki væri akvegur á milli. Fyrsta hlaupið var farið í júní 2010 og hefur verið árvisst síðan, alltaf í kringum Jónsmessu.“ Dofri segir þá Stefán hafa langað að leyfa fleirum að njóta leiðarinnar og því ákveðið að bjóða vinum og vandamönnum með. „Til að sleppa við skutl til baka var ákveðið að lengja aðeins leiðina og fara ákveðinn hring. Af því að leiðin liggur milli þriggja stranda, yfir þrjá fjallvegi, um þrjár sýslur og tvisvar þvert yfir landið fannst okkur tilvalið að kalla hlaupið Þrístrending. Hlaupið aftur og aftur Þetta átti bara að vera eitt skipti en eftir hvert hlaup hafa alltaf einhverjir haft samband og spurt hvort það verði ekki örugglega farið aftur næsta sumar. Og þar sem okkur þykir bæði gaman að hlaupa þetta og vænt um að fólk vilji njóta þessarar fallegu leiðar með okkur höfum við alltaf verið tilbúnir að fara aftur.“ Maraþon á fjallvegum Í samantekt Stefáns Gíslasonar um hlaupaleiðina segir í styttri útgáfu að hlaupið hefjist á hlaðinu á Kleifum í Gilsfirði, en bærinn stendur á mörkum Dala- og Barðastrandarsýslu. Þaðan er hlaupið eftir veginum norður yfir Steinadalsheiði. Þar er hæsti punkturinn í 330 m hæð við sýslumörk Dala- og Strandasýslu við Heiðarvatn. Leiðin liggur framhjá bæjunum Steinadal, Miðhúsum og Felli og skömmu síðar er komið niður á aðalveginn við botn Kollafjarðar. Þar er beygt til hægri, fyrir fjarðarbotninn, framhjá bænum Undralandi, þar til komið er að heimreiðinni að Stóra- Fjarðarhorni. Þangað eru 19-20 km frá Kleifum. „Frá Stóra-Fjarðarhorni liggur leiðin upp hlíðina um þúfur og móa þar til komið er á gamla hestagötu. Henni er fylgt upp á Bitruháls, sem fer mest í um það bil 380 m hæð í svonefndum Skörðum, og áfram niður með Grafargili að bænum Gröf. Leiðin yfir hálsinn er tæpir 10 km. Eftir áningu í Gröf hefst þriðji áfanginn, endaspretturinn niður túnið og áfram inn Krossárdal, framhjá bæjunum Árdal og Einfætingsgili. Þangað er bílvegur, en innar í dalnum er jeppafær slóði og síðan mýrar og móar. Leiðin suður dalinn fer mest í 240 m hæð við Krossárvatn. Áfram er haldið með vatnið á vinstri hönd eftir hestagötum þar til komið er fram á klettabrún fyrir ofan Kleifar. Þaðan blasir Gilsfjörðurinn við. Loks liggur leiðin niður bratt og fremur laust einstigi sem nefnist Hafursgata. Þegar henni sleppir er mjúkt graslendi heim að Kleifum. Samtals eru þetta um 40 kílómetrar, eða tæpt maraþon.“ Hret um hásumar Dofri segir að oftast sé leiðin orðin snjólaus á þessum tíma og ekki teljandi hætta á vorhreti. „Ég man þó eftir slíku hreti 16. júní eitt sumarið þegar ég var krakki að alast upp á Kleifum. Það var nýbúið að sleppa lambfénu í úthagann og nóttin fór í að safna því aftur saman, týna upp hrakin lömb og koma þeim til mæðra sinna. Þegar við vöknuðum síðla morguns á þjóðhátíðardaginn var stór skafl fyrir norðan íbúðarhúsið á Kleifum. Við vildum því hafa vaðið fyrir neðan okkar og tímasetja hlaupið seinni partinn í júní. Jónsmessan reyndist síðan afar heppileg tímasetning og Þrístrendingur er góð æfing fyrir hlaupara sem eru að æfa fyrir Laugavegshlaup,“ segir Dofri. /AG Aftari röð frá vinstri: Arnar Aðalgeirsson, Dofri Þórðarson, Rósmundur Númason, Daníel Jakobsson, Sigríður Gísladóttir, Sigurlín Birgisdóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Stefán Gíslason, Sigurður Freyr Jónatansson og Inga Dís Karlsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Birkir Þór Stefánsson, Dofri Hermannsson, Helgi Kárason, Felix Sigurðsson og Jón Grímsson. Einn bóndi var í hópnum, hinn fótfrái Birkir Þór bóndi í Tröllatungu. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir Rún Dofradóttir er þriggja ára Reykjavíkurdama sem hefur gaman af dýrum. Hún heim- sótti nýlega Strandir og gaf heimaln- ingnum Uglu að drekka og afgang- inn af mjólkinni fékk labradortíkin Hneta. Þrátt fyrir að Hneta væri aðgangs- hörð gekk Rún gal- vösk og óhrædd til verks en þótti þó vissara að halda Hnetu niðri með báðum höndum. Rún er líka vön hestum, en fólkið hennar á jörðina Kleifar í Gilsfirði og heldur hesta. Langafi Rúnar var hinn kunni hesta- og hundaáhugamaður Jóhannes Stefánsson á Kleifum. /AG Rún Dofradóttir gefur heimalningum Uglu að drekka. Myndir / Arnheiður Guðlaugsdóttir Vel hugsað um dýrin á Ströndum Endurskoðuð reglugerð um frágang silungsneta í sjó Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið gaf út nýja reglugerð um búnað og frágang neta vegna veiða göngusilungs í sjó þann 23. apríl síðastliðinn. Í reglugerðinni, sem er númer 449/2013, eru flest ákvæði reglugerðarinnar í sam- ræmi við þau atriði sem verið hafa í sambærilegum reglugerðum undanfarin 15 ár. Hins vegar hafa verið gerðar nokkrar orðalags- breytingar í 3. grein, sérstaklega varðandi bann við búnaði sem nýta má til að draga net frá eða að landi. Þá er fallið frá þeirri kröfu að net skuli ætíð vera land- fast, þ.e. hafa línu festa í land, ef net er staðsett fjær ströndinni. Þrátt fyrir það skal hafa í huga að netaveiðar eru eingöngu heimilar í netlögum, þ.e. innan 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Rétt er að vekja sérstaka athygli á ákvæðum 6. greinar, sem varða merkingu nets í báða enda með nafni ábúanda og þess lögbýlis, sem hefur veiðiréttinn. Einnig þarf aðili, sem veiðir í umboði landeiganda, að merkja netið með nafni sínu og heimilis fangi og þarf að geta fram- vísað leyfi til veiðanna. Fiskistofa hefur eftirlit með ofangreindum veiðum og öll ómerkt net eru umsvifalaust dregin úr sjó, hvort sem um löglegan eða ólöglegan veiðitíma er að ræða. Einnig er nauðsynlegt fyrir þá aðila, sem stunda netaveiðar á silungi í sjó, að vita að lágmarks vegalengd milli neta meðfram strönd er 100 metrar (sbr. 5. grein reglugerðarinn- ar). Að öðru leyti fer vegalengdin milli neta eftir lengd nets og skal aldrei vera styttri en fimmföld lengd nets. Sé net 50 metrar eins og heimilt er samkvæmt þessari reglugerð þarf vegalengd meðfram strönd í næsta net því að vera 250 metrar. Fiskistofa hvetur landeigendur til að fara að lögum og reglugerðum í tengslum við netaveiðar á silungi í sjó og vekur athygli á því að netaveiðar á laxi í sjó eru alfarið bannaðar. Öllum laxi, sem flækist í silunganet, skal því sleppa aftur í sjó. „Þetta er mjög gott hey og óhemjumikil grasspretta það sem af er, svo þetta lítur vel út. Nokkur væta í maí bjargaði miklu en aprílmánuður var þó leiðinlegur, frost og kuldi,“ segir Þórarinn Ólafsson, bóndi í Bæ I í Hrútafirði, en hann var við heyskap á nýlegu túni í blíðviðri síðustu daga. Bæjarbændur voru með þeim fyrstu í Strandasýslu til að hefja slátt. Nýliðinn júní hefur veðrið verið gott, margir sólardagar og hlýrri en í venjulegu árferði. Sunnanáttir hafa verið ríkjandi í stað norðankulda sem oft er á þessum slóðum í júní. Sláttur hófst því í fyrra lagi þar sem rignt hefur meira nú en til dæmis í fyrravor. Hefur búið á Bæ síðan 1946 Þórarinn hefur búið í Bæ I frá árinu 1946 og flutti þá þriggja ára gamall með foreldrum sínum frá Miðhúsum í Víkurdal. Sá bær er kominn í eyði en dalurinn liggur upp frá Skálholtsvík í Hrútafirði. „Ég tók við búskap hér af foreldrum mínum árið 1965 en hafði þá lengi verið starfandi við búið.“ Þórarinn og kona hans Dagmar Rögnvaldsdóttir eru nú með 560 fjár á fóðrum. /AG tekin 29. júní. Mynd / Arnheiður Guðlaugsdóttir Sláttur hófst í fyrra lagi í Strandasýslu þetta árið: Góð tíð og óhemjumikil grasspretta í Hrútafirði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.