Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 2013 hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Þeim sem lesið hafa pistla mína hér í blaðinu ætti að vera orðið ljóst að ég er með ólæknandi mótorhjóladellu. Fyrir nokkru átti ég leið framhjá Bernhard Vatnagörðum, sem er með umboð fyrir Honda-bifhjól, og sá þar torfæruhjól í sýningarglugganum sem ég hafði nokkru áður lesið um á heimasíðu hjá eftirlitsmanni vegslóða í Colorado sem lætur vel af hjólinu sem vinnuhjól. Mig langaði mikið til að fá að prófa gripinn og þegar Bernhard seldi fyrsta hjólið bauð kaupandinn mér að prófa hjólið áður en hann fékk það afhent. Ég tók stuttan prufuhring á hjól- inu, sem heitir Honda CRF 250 L, 23,1 hestafl, um 144 kg þungt (fullt af bensíni og með öllum olíum), með 7,7 lítra bensíntank, sætishæðin ekki nema 87,5 cm frá jörðu. Í byrjun vil ég nefna það að þar sem ekki er búið að tilkeyra vélina tók ég ekki mikið á vélinni í þessum stutta prufuakstri. Þrátt fyrir að prufuaksturinn hafi verið stuttur ók ég hjólinu á malbiki, moldarslóða, grýttum slóða og á hefðbundnum malarvegi. Hljóðlátasta mótorhjól sem ég hef keyrt Vinnslusvið vélarinnar er jafnt, tog vélarinnar gott miðað við ekki stærri mótor. Fjöðrunin er mjúk og fer vel með mann en er ekki nein keppnis- fjöðrun. Gripið í dekkjunum er ekk- ert sérstakt á malarvegum og í grjóti og þar sem það var rigning þegar ég prufuók hjólinu var grip dekkjanna næstum ekkert á moldarslóðanum. Gírarnir eru sex og ef lagt er af stað á hefðbundnum umferðarljósum úr kyrrstöðu er maður komin í þriðja gír og á um 50 km hraða þegar yfir ljósin er komið (töluvert snarpara en flestir bílar). Speglar eru góðir og sést vel aftur fyrir hjólið í þeim. Hávaðinn í hjólinu er nánast eng- inn og er þetta eitthvert hljóðlátasta mótorhjól sem ég hef keyrt. Sætið er heldur breiðara en á flestum torfæruhjólum og því ágætt til aksturs í lengri tíma. Fyrir aftan sætið eru festingar fyrir farangur sem geta borið um fimm kíló og hægt er að festa böggla- bera í fyrir farangur. Mælaborðið er einfalt, hitaljós, viðvörunarljós frá vél, bensínmælir, klukka og hraðamælir sem sést mjög vel á þegar keyrt er. Mætti gera enn betra með nokkrum breytingum Ef ég væri að kaupa þetta hjól fyrir mig sem leiktæki mundi ég skipta um dekk og fá mér mjúk dekk sem ætluð eru fyrir klifurhjól (trail-dekk). Einnig mundi ég lækka hjólið með því að bora aukagat neðst á afturdemparann til að lækka hjólið um 5-7 sentimetra að aftan og lækka hjólið að framan með því að losa á demparaklemmunum á framdempurunum. Einnig mundi ég fá mér stærra tannhjól á afturgjörð- ina (stækka um 4 tennur), en með þessum breytingum mundi ég lækka þyngdarpunktinn og hjólið yrði meðfærilegra á lítilli ferð í grýttu landslagi og torfærum vegslóðum. Einnig myndi hjólið virðast léttara í akstri með stærra afturtannhjól þó að það lækki hámarkshraðann um nokkra kílómetra á klukkustund (kemur ekki að sök fyrir mig þar sem ég er hættur að þora að keyra mjög hratt). Nauðsynlegt að setja hlíf undir mótorinn Að mínu mati er nauðsynlegt að setja hlíf undir mótorinn til að verja hann (almennt eru mótorar þunnir og kemur auðveldlega gat ef keyrt er utan í grjót), en þessi hlíf þarf að ná aðeins upp og út fyrir mótorinn til að verja kveikjuhlíf og kúpling- arhlíf. Hægt er að fá meiri orku út úr vélinni, en ég mæli ekki með svoleiðis, ef orkan er ekki næg er mun auðveldara að kaupa sér stærra hjól (allar auka hestaflaaukningar stytta líftíma hjóla og véla). Persónulega tel ég þetta hjól henta mjög vel sem „vinnu-snatt- hjól“ við flestar aðstæður, þar sem eyðslan er ekki nema rúmir þrír lítrar á hundraðið, hjólið er þægi- legt í akstri og þyngdarpunkturinn er neðarlega. Eini neikvæði punkturinn sem ég sé við þetta hjól er að það er engin startsveif til að sparka hjólinu í gang ef maður verður rafmagnslaus einhvers staðar einn í óbyggðum. Verðið er mjög sanngjarnt og kostar gripurinn 1.099.000, eyðslan er lítil og á þessum 7,7 lítra bensín- tanki á að vera hægt að ná nokkuð auðveldlega yfir 200 kílómetra. Hægt er að fræðast meira um þetta hjól á vefsíðunni www.honda.is og hjá vegslóðaeftirlitsmanninum í Colorado www.rickramsey.net. Gott er að keyra hjólið standandi, þar hjálpa stór fótstig mikið. Myndir / HLJ Hægt er að lækka hjólið um 5-7 cm með því að bora gat þar sem rauði punkturinn er. Með því að losa á demparaklemmunni er hægt að hleypa dempurunum upp um 2-3 cm. Aðeins 3,1 lítri á hundraðið á Honda CRF 250 L Útlit speglanna er allsérstakt. Hraðatalan er stór og sést vel.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.