Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Við ýmis öfl er að berjast LEIÐARINN Í kjölfar ákvörðunar ríkis- stjórnar Íslands um að frysta aðildarviðræður að ESB hafa ýmsir raftar verið á sjó dregnir til að lýsa andúð sinni á því. Að aumir Íslendingar þurfi nú enn um sinn að reyna að standa á eigin löppum. Hæst hefur spekin flogið í skelfingargráti opinberra stofnana og einstaklinga í vísinda samfélaginu sem fá ekki lengur sleikjóinn sem ESB var búið að lofa. Sleikjóinn góði sem um er að ræða er svokallaðar IPA-styrkveitingar til Íslendinga upp á 1,4 milljarða. Þessar styrkveitingar setur ESB nú á ís í refsingarskyni fyrir að mörlandinn skuli ekki vilja meðtaka möglunarlaust heilagan aðlögunarboðskap frá Brussel. Það er bara svona – kannski það sé nú rétt að skoða þennan sleikjó aðeins betur. Á liðnum vetri býsnaðist m.a. ein ríkisstofnunin yfir því að vondur ráðherra (fyrrverandi ríkisstjórnar) neitaði henni um að þiggja ókeypis sleikibrjóstsykur frá ESB. Án hans yrði lífið óbærilegt og starfsmönnum allsendis ómögulegt að sinna skyldum sínum við margvíslegt eftirlit. Forysta þáverandi ríkisstjórnar sá að ekki mætti líða ráðherranum þetta, frekar en margt annað asnastrikið sem ráðherranum var brigslað um að gera. Auðvitað varð að láta slíkan skaðræðisgrip fjúka. Í kjölfarið hömuðust ákveðnir fjölmiðlar við að „upplýsa“ þjóðina um að sleikjóinn væri algjörlega ókeypis og að sjálfsögðu án nokkurra skilyrða! Enda segir enn á á forsíðu vefs Evrópustofu „Vissir þú að IPA-styrkir eru ekki háðir aðild að ESB?“ Bíðum við – ef það héngu engin skilyrði á bróstsykurspýtunni, af hverju hrifsuðu ESB-englarnir þá brjóstsykurinn aftur til sín þegar ný ríkisstjórn Íslands sagðist ekki lengur vilja ræða inngöngu í himnaríki ESB? Getur verið að tilgangur ESB með þessum styrkveitingum hafi aldrei verið annar en að fá íslenskar vísindastofnanir, samtök og sveitarfélög til styðja við aðildarferlið og hvetja Íslendinga til að samþykkja aðild að ESB? Ef svo er, hefur Evrópusambandið þar með ekki kastað grímunni og viðurkennt að IPA-styrkirnir voru ekkert annað en dúsa? Svona rétt eins og þegar hundi er réttur sykurmoli ef hann gerir eins og húsbóndinn segir. Í mannheimum hefur slíkt gjarnan verið nefnt mútur, eins og brottrekinn ráðherra úr fyrri ríkisstjórn reyndi að benda mönnum á en fékk bágt fyrir. Fyrst Íslendingar ætla að setja aðildarviðræður í bið, þá fá þeir ekki sleikjó. – Getur tilgangur veitingar IPA-styrkjanna verið mikið skýrari – maður bara spyr? /HKr. Enn hefur farið svo að bændur mega þola stóráföll af völdum náttúrunnar. Eins og fram kom í síðasta blaði er verulegt kaltjón eftir veturinn víða um Norður- og Austurland. Áætlað er að rúmlega 5.200 hektarar af túnum séu skemmdir eftir veturinn og er þá eingöngu talið tjón þar sem kalið er meira en 20% í heild. Tjónið er því varlega áætlað að minnsta kosti hálfur milljarður króna. Eins og í eldgosunum á Suðurlandi og óveðrinu norðanlands síðastliðið haust hafa stjórnvöld komið myndarlega til hjálpar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt þá tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að varið verði allt að 350 milljónum króna til að styrkja endurræktun og mæta tjóninu að öðru leyti. Nú er unnið að tillögum að reglum um úthlutun fjármunanna og vonandi verður hægt að kynna það sem fyrst. Þessir fjármunir munu fjarri því frá bæta allt tjón sem orðið hefur, en það er ekki sjálfsagt að stjórnvöld komi alltaf til aðstoðar þegar áföll verða. Fyrir það ber að þakka, nú sem fyrr. Matvælaverðsumræðan Hin gamalkunna matvælaverðsumræða hefur einnig tekið kipp. Formaður Neytenda- samtakanna fékk talsverða umfjöllun með því að skella fram gögnum sem sýndu að smásöluverð á kjöti hefur hækkað nokkuð á síðustu misserum, jafnvel umfram almenna verðlagsþróun. Hann sleppti því hins vegar að minnast á það sem gerðist misserin á undan þegar verðið lækkaði verulega. Hækkunin frá 2008 heldur ekki í við almennt verðlag, sem hefur hækkað um 45%, hvað þá mat- og drykkjarvörur í heild sem hækkað hafa um 58%. Af einstökum vörum hafa ávextir hækkað mest (92%), þar á eftir brauð og kornvörur (72%). Kjöt hefur hækkað minnst (30%) og grænmeti þarnæst (52%). Kjöt er eini vöruflokkurinn sem hefur hækkað minna en almennt verðlag. Fyrir utan kjöt og grænmeti hafa fiskur og sætindi hækkað minna en matvælaverð í heild. Ef litið er á einstakar kjöttegundir frá 2008 hafa nautakjöt og unnið kjöt hækkað mest (35%), síðan alifuglakjöt (33%) og lambakjöt (30%). Allt er þetta langt að baki öðrum matvörum. Formaður Neytendasamtakanna kvartaði mest yfir hækkun á svínakjöti, en verðbreytingin á því er langt á eftir öllu öðru kjöti (11%). Allt er þetta smásöluverð eins og Hagstofan mælir það, en ekki heildsöluverð eða verð til bænda. Verðlagning er í öllum tilvikum frjáls. Formaður Neytendasamtakanna nýtti sér m.a. gögn sem hann hafði fengið frá Högum um heildsöluverð á svínakjöti. Þar var einnig sleppt að horfa til áranna 2008- 2010 þegar svínakjötsverð nánast hrundi með alvarlegum afleiðingum fyrir greinina. Eins og framangreind gögn sýna vantar mikið upp á að svínakjötsverð hafi fylgt almennu verðlagi þó að það hafi hækkað síðustu misseri. Neytendasamtökin sýni sanngirni Það er í meira lagi sérkennilegt þegar samtök neytenda láta stærstu verslanakeðju landsins nota sig í baráttu verslunarinnar fyrir auknum innflutningi. Hingað til hafa Hagar ekki haft frumkvæði að því að birta innkaupsverð á einstökum vörum, hvað þá hvað fyrirtækið leggur mikið á þær. Það virðist þó vera allnokkuð miðað við að hagnaður félagsins var nær þrír milljarðar króna í fyrra, sem er ríflega fjórðungs aukning frá árinu á undan. Arðgreiðslur til hluthafa voru 600 milljónir króna. Það er auðvitað fagnaðarefni að fyrirtækið gangi vel og geti skilað eigendum sínum arði, en gæta verður sanngirni í allri umræðu um þessi mál. Til að öllu sé til skila haldið má aukin heldur taka undir eina tillögu formanns Neytenda- samtakanna, nefnilega hvort Hagstofan ætti ekki að fara að mæla heildsöluverð eins og smásöluverð? Þá yrði kannski skýrara hvernig vöruverð skiptist á milli framleiðenda, afurðastöðva og smásölunnar. Bændaverð er að jafnaði opinbert og birt á vefsíðum afurðastöðvanna. Hagstofan mælir smásöluverð – en heildsöluverð er hvergi birt. Það er spurning hvernig Hagar taka þeirri hugmynd. „Evrópuverð“ á matvælum er ekki til Hér í blaðinu er einnig fjallað um nýjustu mælingu Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) á smásöluverði matvæla í 37 löndum álfunnar. Þar er mælt hvernig matvælaverð í heild er í samhengi við meðalverð í ESB- ríkjunum 27 (sem nú eru orðin 28). Samkvæmt niðurstöðunum er verðið á Íslandi 18% hærra en meðaltalið. Þá er ekki tekið tillit til mismunandi kaupmáttar í löndunum 27. Verðið hér er lægst á Norðurlöndunum – á svipuðu róli og á Írlandi. Mikill munur er á verðlagi innan sambandsins. Verðlagið þar sem það er hæst (í Danmörku) er meira en tvöfalt hærra en þar sem það er lægst (í Rúmeníu). Þrátt fyrir að verðið sé lægst í Rúmeníu þarf almenningur þar í landi að verja rúmum 30% tekna sinna til matvælakaupa, á meðan sú tala er 13% hérlendis og 14% að meðaltali í ESB. Munurinn er ennþá meiri, eða ríflega þrefaldur, þegar litið er til allra landanna 37, en verðlagið í Noregi er meira en þrefalt hærra en í Makedóníu. Það er því ekki til neitt „Evrópuverð“ á matvælum eins og sumir vilja halda fram. Íslenskir bændur munu áfram leggja sig alla fram um að framleiða úrvals matvæli á eins hagstæðu verði og mögulegt er, þrátt fyrir áföll. Það er það sem skiptir máli til framtíðar litið. Við kveinkum okkur ekki undan gagnrýni en við förum fram á að hún sé sanngjörn. /SSS Hva... enginn sleikjó? Hinn árlega Safnadag ber að þessu sinni upp á sunnudaginn 7. júlí. Að venju verður af því tilefni gerður dagamunur í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Safnið verður opið kl. 12-17. Aðgangur að safninu verður ókeypis þann dag en frjáls framlög gesta til safnsins þegin með þökkum. Kl. 13.30 verður Kaupafólksganga á Hvanneyrarengjar. Farið verður í fótspor kaupafólks á Hvanneyrar- engjum á síðustu öld, hugað að sögnum, minjum, verkháttum og breytingum á þeim á hinu sérstæða votlendissvæði sem frá og með liðnu vori varð Ramsar- verndarsvæði. Forgöngumenn Kaupafólksgöngunnar verða Bjarni Guðmundsson og fleiri. Gestir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér orf eða hrífu, nú ellegar forndráttarvél með greiðusláttuvél til stuttra heyverka ef þannig viðrar – í félagsskap við fornsláttuvélar úr Landbúnaðarsafni. Verði óþurrkur færum við okkur inn í Halldórshlöðu safnsins og lögum dagskrá að henni. Kl. 16 verður brugðið á leik með Sveitasöngvum í stórhlöðu Halldórsfjóss, er þá verður með „brekku“-söng frumreynd sem tónleikahöll. Forsöngvarar verða Snorri Hjálmarsson og fleiri. Kl. 14-17 verður vöfflukaffi Kvenfélagsins 19. júní á boðstólum í Skemmunni, elsta staðarhúsinu. Það var reist árið 1896 og stendur í gróðurríku umhverfi syðst á Gamla staðnum. Ullarselið verður að venju opið kl. 12-18. Þar býðst al-borgfirsk hágæðavara og hver veit nema þar verði brugðið á leik með rokkum og fleiru. Hægt verður að líta inn í hina fallegu og nær 110 ára gömlu Hvanneyrarkirkju, eina af listaverkum Rögnvaldar Ólafssonar húsameistara. Safnadagur á Hvanneyri sunnudaginn 7. júlí: Kaupafólksganga og Sveitasöngvar LOKAORÐIN

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.