Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 1
13. tölublað 2013 Fimmtudagur 4. júlí Blað nr. 398 19. árg. Upplag 30.000 Mynd / HKr. Heimsmet var niðurstaðan af sjö daga löngu uppboði á minkaskinnum í Kopenhagen Fur í júní. Íslenskir minkabændur voru þar í hópi bestu framleiðenda í heimi. Fékkst um 10-15% hækkun í Bandaríkjadölum (USD) samanborið við síðustu uppboð sem haldinn hafa verið í heiminum. Íslendingar að ná Dönum Íslendingar virðast vera að festa sig í sessi í öðru sætinu á eftir Dönum hvað gæði varðar. Á listanum trónaði Eistland að vísu með hæsta meðalverð á skinn, en fjöldi skinna frá þeim var sáralítill. Íslenska loðdýrabændur vinna nú hörðum höndum að því að komast fram úr Dönum í gæðum. Í grein sem Jesper Lauge Christensen, sölustjóri og yfirmaður samskipta við bændur, ritar í fréttabréfi Kopenhagen Fur, segir að uppboðssalurinn í Kaupmannahöfn hafi verið full setinn og 850 kaupendur mætt. Af þeim voru 550 frá austurlöndum fjær. Þessi mikli fjöldi kaupenda jók verulega á samkeppnina um skinnin sem síðan leiddi til hækkunar á verði. Kaupendurnir voru einnig ánægðir með niðurstöðuna og óskuðu uppboðshúsinu til hamingju með besta uppboð sölutímabilsins. Besta söluárið í sögunni Christensen segir Kopenhagen Fur nú eiga sitt besta söluár í fjölda flokkaðra skinna og fjölda sem búið er að selja. „Við lok söluársins verður búið að selja um 21 milljón minkaskinna. Þessi mikli fjöldi í framboði dregur að stærsta hóp kaupenda sem völ er á og keyrir upp samkeppni um kaup á skinnum, sem tryggir besta markaðsverðið fyrir bændur.“ Fagmennska í fyrirrúmi „Kopenhagen Fur vinnur alltaf að því að auka afköstin en um leið gæðin í vinnubrögðum í húsinu, þannig að öll skinn nái tilætluðum uppboðum,“ segir Christensen. „Afkastamikið og vandvirkt uppboðshús er grunnurinn að hámörkun á skinnaverði til bænda. Þetta er meðal ástæðna þess að erlendum bændum í viðskiptum við okkur hefur fjölgað jafnt og þétt og eru þeir í dag yfir 1.000 sem selja hjá okkur. Febrúaruppboðið hjá Kopenhagen Fur í ár var það umfangsmesta í framboði skinna frá upphafi, eða 5,7 milljónir skinna, og eigum við von á að geta verið með ennþá stærra uppboð á sama tíma að ári. Framboðið á minkaskinnum á næsta sölutímabili verður einnig í heildina mun meira en á þessu. Skil á skinnum af eftirpelsunar- högnum til uppboðshússin hefur aldrei verið meiri en í ár og gátum við nú boðið 1,3 milljónir slíkra skinna til sölu. Eftir júní uppboðið 2012 voru kaupendur mjög ánægðir með framboðið af eftirpelsunarskinnum sem þá leiddi til góðra verða sem síðan bændur glöddust yfir. Afleiðingin var að í ár komu meira en 500.000 fleiri eftirpelsunnar skinn til sölu hjá okkur en áður sem síðan jók enn á fjölbreytnina í framboði sem endurspeglaðist í bestu verðum sem þekkst hafa á þessum skinnum.“ Mikil gæði Mjög mikil gæði skinna einkenndu framboðið á júníuppboðinu. Besta búntið með Safír Cross högnum setti nýtt met, en kínverskur kaupandi borgaði 4.700 DKK á hvert skinn. Hitt toppbúntið var Stardust-læðuskinn og var það keypt af Fang Linping, meðeiganda Beijing Ma's Wei Ye Co. Ltd. á meðalverðinu 3.600 dkr. pr skinn. Eftir kaupin sagði Fang: „Ég hef verið að leita að mjög sérstökum skinnum með mikil gæði sem gætu orðið einkennisskinn í hágæða pelsbúðum sem ég á í Peking. Mörg uppboðshús hafa haft samband við mig en í mínum huga var enginn vafi á að skinnin ættu að koma frá Kopenhagen Fur. Þetta Stardust-búnt uppfyllir markmið mín og lýsir bæði lúxus en einnig frjálsleika.“ Alls voru 13.100 Chinchilla-skinn seld á meðalverðinu 350 DKK. Fyrsta flokks skinnin voru seld á 411 DKK að meðaltali, sem er 7% lægra verð en var á apríl uppboðinu. Besta verðið var 729 DKK. Það voru einkum kaupendur frá Kína og Ítalíu sem keyptu Chinchilla-skinn. Næsta uppboð verður 7.-13. septem ber en skoðun skinna af kaupendum hefst 1. september. /HKr./EE - Sjá nánar bls. 4dagsins í dag. Ekkert lát virðist vera á velgengni íslenskra minkaframleiðenda á uppboðsmarkaði í Kaupmannahöfn: Heimsmet sett í verði á minkaskinnum Mynd / HKr. Ytri úttekt á lambakjötsmati: Ósamræmi í mati á holdfyllingu Vikuna 24.-28. september á síðasta ári fór fram úttekt Matvælastofnunar (MAST) á kjötmati lamba í sex sláturhúsum með þátttöku tveggja erlendra yfirkjötmatsmanna. Skýrsla um verkefnið hefur nú verið gefin út og í niðurstöðum kemur m.a. fram að samræmi í holdfyllingarmati, milli húsmats og viðmiðunarmats, var í öllum sláturhúsum undir 80 prósenta viðmiðunarmörkum. Þar segir enn fremur að ákveðið ósamræmi sé á milli sláturhúsa í holdfyllingarmati, þar sem húsmatið sé ýmist hærra eða lægra en viðmiðunarmatið. Hliðrun hafi þó alltaf verið innan viðmiðunarmarka. Ágætt samræmi var milli íslensku yfirkjötmatsmannanna og úttektarmannanna í holdfyllingar- matinu, eða að jafnaði nokkuð yfir 80%. Samræmi í fitumati er almennt mun lakara en í holdfyllingarmati og hliðrun þó nokkuð yfir viðmiðunarmörkum, en húsmatið metur skrokkana yfirleitt magrari en úttektarmennirnir. Samræmi milli íslensku yfirmats- mannanna í fitumati var undir 80% viðmiðunarmörkum og segir í niðurstöðum að það þurfi að bæta. Ítarlegar niðurstöður og umfjöllun um þær er að finna á vef MAST. /smh 12 í blómlegu 22 42

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.