Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 04.07.2013, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 4. juli 2013 Sveppamassi bannaður frá og með 1. júlí 2013 – hvaða áburður getur komið í staðinn í lífrænni grænmetisræktun? Fram ti l þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa til áburðargjafar. Samkvæmt evrópskum reglum um lífræna ræktun (Council Regulation (EC) No 834/2007 of 28 June 2007 on organic production and labelling of organic products and repealing Regulation (EEC) No 2092/91) er frá og með 1. júlí næstkomandi bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Lífræn ræktun hænsnfugla er lítil sem engin á Íslandi og lítið sem fellur til af hænsnaskít sem myndi henta í lífrænt vottaðan sveppamassa. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringar- þarfir plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun. Í ljósi þessa er Landbúnaðarháskóli Íslands að fylgjast með niturlosun (N) úr mismunandi lífrænum áburðar gjöfum. Verkefnastjóri er Christina Stadler. Verkefnið er unnið í samstarfi við lífræna ræktendur og er stutt af Sambandi garðyrkjubænda. Niðurstöður úr fyrstu tilrauninni – pottatilraun með mörgum mismunandi lífrænum áburðargjöfum, þar sem tilraunaplantan er rýgresi – liggja nú fyrir. Tilraunaskipulag Sett var upp tilraun með gróðurpotta þar sem mismunandi áburðargjafar voru skoðaðir. Áburðargjafarnir í til- rauninni voru: Plöntumolta Molta úr búfjáráburði (frá kúm, sauðfé, hestum, hænsnum) frá líf- rænni framleiðslu Leifar frá fiskiðnaði (fiskimjöl) Uppskeruafgangar (afskurður af hvítsmára) Malað fræ af hestabaunum (Vicia faba L.) Innfluttur verksmiðjuframleiddur áburður Pioner complete 6-1- 3® (fljótandi áburður byggist á sykurrófum og sykurreyr) Sveppamassi, sem er einn mest notaði áburður í lífrænni græn- metisframleiðslu á Íslandi Í töflu 1 hér á eftir má sjá magnhlutfall niturs (N) og kolefnis (C) í hverri áburðartegund fyrir sig og einnig innbyrðis hlutfall C/N en það skiptir miklu máli í ræktun. Niturinnihald var lágt í plöntumoltu (0,9% N), í sveppamassa og moltu úr búfjáráburði (1,9- 2,6%) og mest í fiskimjöli (sjá töflu). Kolefnisinnihald var mjög mismunandi milli áburðargjafa og C/N hlutfall var almennt hærra í moltu úr búfjáráburði og belgjurtum en í fiskimjöli og tilbúna áburðinum. Tekin voru jarðvegssýni úr tveimur gróðurhúsum hjá grænmetis- bændum í lífrænni framleiðslu (jarðvegur a: 1,0% Nt, 12,8% Corg, jarðvegur b: 0,6% Nt, 6,8% Corg). Hins vegar eru einungis niðurstöður úr öðru jarðvegssýninu b birt hér. Áburður (800 mg N), sem jafngildir 255 kg N ha-1, var blandað í efri hluta jarðvegs í 5 L pottum. Til viðmiðunar var notuð sama aðferð án áburðar. Upptaka niturs í tilraunaplöntunni (rýgresi, Lolium perenne L.) var skoðuð yfir ákveðið tímabil. Steinefni í jarðvegi eftir síðustu uppskeru voru ekki skoðuð. Niðurstöður Pottatilraunin var gerð til að ákvarða nýtingu rýgresis á nitri í lífrænum áburði. Fyrst var þurrefni uppskeru úr mismunandi tegundum af áburði mæld. Áburðarnotkun gaf meira þurr- efni í uppskeru í samanburði við upp- skeru án áburðar. Uppskeruaukning var meiri með áburði með háu N innihaldi. Mesta þurrefnið í uppskeru náðist með Pioner complete 6-1-3® og fiskimjöli. Molta úr búfjáráburði var sambærileg og með sveppamassa (mynd 1), en plöntumolta náði einungis örlítið meiri uppskeru en viðmið. Upptaka niturs í rýgresinu var breytileg bæði miðað við tíma og tegund áburðar (mynd 2). Strax í annarri uppskeru var upptaka niturs þegar orðin um 50% af heildarnitur- upptöku nema í smára, hænsnamoltu og hestabaunum. Eftir það var upptaka niturs augljóslega mun lægri. Pioner complete 6-1-3® sýndi mesta upp- töku niturs af öllum áburðartegundum. Upptaka niturs var einnig mikil með fiskimjöli og smára. Hins vegar var upptaka niturs í fyrstu uppskeru með smáraáburði engin en eftir það jókst niturnýting hratt. Í hænsnamoltu og hestabaunum var niturupptaka í meðallagi (40- 50%) en virtist ekki vera að fullu lokið í lok tilraunarinnar. Minnst upptaka var frá áburði frá sauðfé, kúm, hestum og plöntumoltu og úr sveppamassa. Almenna reglan er að áburður með hærra hlutfall niturs sýndi meiri upp- töku niturs hjá rýgresi. Þó var þetta samband mjög veikt og átti ekki við allar tegundir áburðar (gögn ekki sýnd), sem bendir til að aðrir þættir en nitur geti haft áhrif á litla, miðl- ungs eða mikla upptöku niturs. C/N hlutfall útskýrði fylgni örlítið betur en niturinnihald, jafnvel þótt fylgnin sé enn veik (r2 = 0,61). Almennt má segja að áburður með háu C/N hlutfalli eins og moltan úr búfjáráburði, gaf litla niturnýtingu en áburður með lágt C/N hlutfall, t.d. fiskimjöl og Pioner complete 6-1-3®, gefur mikla upptöku niturs frá byrjun og út allt vaxtartímabilið. Þó eru einnig undantekningar eins og hestabaunir og smári sem báðar hafa tiltölulega hátt C/N hlutfall, en niturnýting var miðlungs eða jafn- vel mikil. Umræða Nýting rýgresis á nitri er mismunandi eftir tegundum áburðar. Sveppamassi var einn af þeim áburði sem mæld- ist með lægri niturnýtingu og er því hægt að skipta honum út fyrir annan áburð sem hefur sambærilega niturnýtingu eins og molta unnin úr kúamykju, sauða og hestataði. Samt sem áður eru fæstir grænmetisfram- leiðendur með dýrahald og því er skortur á búfjáráburði. Hægt er að nota búfjáráburð frá vottuðum búum eða úr hefðbundinni framleiðslu eftir að afurðirnar hafa verið jarðgerðar. Almennt er molta úr búfjáráburði og plöntumolta með lágt niturinnihald og tiltölulega hátt C/N hlutfall, sem leiðir til minni og hægari niturupp- töku. Hefðbundin molta er í raun ekki alvöru áburður heldur er hún aðallega notuð sem jarðvegsbætir þar sem köfnunarefni berst hægt og í litlu magni út í jarðvegin eftir íblöndun. Þegar hraðari, jafnari (miðað við moltu) og meiri upptöku áburðar er þörf, gætu ræktendur notað malaðar hestabaunir. Hins vegar hafa hesta- baunir ekki verið ræktaðar á Íslandi og verður því að flytja þær inn. Hægt væri að skipta hestabaunum út fyrir lúpínufræ ef fræinu yrði safnað og það malað. Gera má ráð fyrir að alaskalúpínan hafi sambærilegt niturinnihald og C/N hlutfall og hestabaunir og þar af leiðandi svip- aða niturnýtingu. Hestabaunir og hænsnamolta höfðu sambærilega virkni. Öfugt við aðrar moltugerðir úr búfjáráburði hafði hænsnamolta örlítið lægra C/N hlutfall (en svipað niturinnihald) en gaf meiri nýtingu niturs, en hæns- naáburður er aðeins í boði úr hefð- bundinni framleiðslu. Hænsnamoltan sem var notuð í tilrauninni var frá líf- rænum ræktanda sem heldur nokkrar hænur til einkanota. Ef skortur er á nitri í grænmetis- ræktun er mælt með að nota annað- hvort fiskimjöl eða Pioner complete 6-1-3® til að hraða upptöku niturs, jafnvel þótt vökvinn Pioner complete 6-1-3® sé ekki í samræmi við megin- reglur í lífrænni garðyrkju sem á að fæða plöntur gegnum jarðveginn. Árangur af notkun smára sem áburð fer eftir niturinnihaldi og C/N hlut- falli sem getur verið breytilegt og því er erfitt að yfirfæra þessar niður- stöður þar sem smárinn getur verið mjög breytilegur. Fleiri áburðar tilraunir Ræktun á basiliku sem tegund með stuttan vaxtartíma Ræktun á tómötum og papriku sem eru tegundir með lengri vaxtartíma. Niðurstöður verða kynntar þegar þær liggja fyrir. Ályktun Tilraun á ræktun rýgresis í pottum með mismunandi lífrænum áburði hefur sýnt að bann við notkun sveppamassa frá og með byrjun júlí ætti í raun ekki hafa áhrif á líf- ræna ræktun grænmetis þar sem til staðar er að minnsta kosti jafn góður áburður (molta úr búfjáráburði) eða jafnvel betri áburður (t.d. fiskimjöl) á markaði. Tafla 1: N, C og C/N efni af tilraunaáburði Áburður N(%) (mg/l)* C(%) (mg/l)* C/N Mynd 1: Þurrefni mælt í uppskeru rýgresis. Mynd 2: Mismunandi niturnýting í pottatilraun með rýgresi og jarðvegssýni b. Rýgresi var ræktað í 131 dag með 60% vatnsheldni og vaxtarsprotar voru skornir fimm sinnum. Grafið gefur til kynna marktækan mun í lok tilraunar- Mynd 3: Samband virðist vera milli niturnýtingar rýgresis og C/N innihalds lífræns áburðar. Niturnýting var reiknuð miðað við uppsafnaða niturupptöku – í héraði hjá þér – FB Selfossi 570 9840 FB Hvolsvelli 570 9850 FB Egilsstöðum 570 9860 Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is Girðingarefni Sendum um allt land www.fodur.is í miklu úrvali

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.