Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Utan úr heimi Belgíska landbúnaðarsýningin Libramont var haldin dagana 26.-29. júlí síðastliðinn, en hún er hefðbundin sumarsýning þar sem saman koma bæði sýnendur á landbúnaðartækjum og -tólum, söluaðilar á ýmsum smávörum og mat, en einnig bændur sem sýna búfénað sinn. Aldrei áður hafa jafn margir sótt sýninguna heim en í ár nam gestafjöldinn 248.334 enda margt að sjá þar sem fjöldi sýnenda var um 700 auk þess sem að á búfjársýningunni voru sýndar hátt í fjögur þúsund skepnur. Á sýningunni í ár var rúmlega 30 manna hópur frá Íslandi í tengslum við fagferð í landbúnaði um Þýskaland, Holland og Belgíu, en nánar verður greint frá þeirri ferð síðar í Bændablaðinu. Stöðugar sýningar Libramont-sýningin er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika og eru meðal annars mörg sérstök sýningarsvæði þar sem hægt er að sjá kynningu á ýmsum tækjum og tólum. Aðal sýningarsvæðið var til dæmis bæði notað fyrir uppákomur, svo sem hestasýningar og leikrit en einnig sýningar á helstu nýjungum frá vélaframleiðendum. Á öðru svæði voru kynningar á gröfum og jeppum en svo var stórt svæði tekið undir búfjársýningar. Þar kepptu bændur með gripi sína og öttu þar kappi bæði svína-, sauðfjár- og nautgripabændur. Mikill metnaður liggur að baki þátttöku á sýningu sem þessari og áhugavert var að sjá hve mikið bændurnir lögðu á sig til þess að gera grip sinn eins glæsilegan í útliti og mögulegt var. Þannig lögðu til dæmis sauðfjársýnendurnir mikið upp úr fótstöðu við dóm og ýttu sí og æ við hrútum sínum svo þeir stæðu nú rétt! Auk þess var einkar áhugavert að sjá keppnisklæðnað bændanna sem sýndu asna, en þar var greinilega öllu til skartað. Mikið úrval tækja Eins og fyrri ár var lögð mikil áhersla á hestaíþróttir og margskonar tengdar vörur en auk þess vó þungt á sýningunni búnaður í tengslum við sjálfbærni í orkuframleiðslu í landbúnaði. Þá var stórt svæði tekið undir að sýna tæki sem nýtast skógarbændum. Líkt og á öðrum sýningum var mikið úrval af hefðbundnum landbúnaðartækjum enda voru allir helstu framleiðendur dráttarvéla með vélar á sýningunni. Það sem vakti þó töluverða athygli Íslendinganna sem komu á þessa sýningu var hve óvenju Áhersla á heimavinnslu Þessi sýning er nokkuð óhefðbundin hvað snertir kynningar og sýningar á heimaunnum afurðum en bæði var eitt sýningarhúsið mikið til fyllt af kynningarbásum með matvörum frá smávinnslum, en einnig var töluvert um það að vélafyrirtæki væru með búnað fyrir þá sem vinna afurðir heima. Snorri Sigurðsson Libramont í Belgíu: Skemmtileg og fjölbreytt landbúnaðarsýning Sýningarsvæðið á Libramont í Belgíu var glæsilegt á að líta. Myndir / Snorri Sigurðsson Belgian Blue naut, sannkallað vöðvafjall, fær rakstur í tilefni dagsins. Mjaltatækjakerra fyrir kýr. Suffolk-kindur ásamt fjárhirðum. Hér er alvöru boli á ferð. Skordýraeitur undir grun Eftirlitsstofnunin EFSA er stofnun sem heyrir undir ESB og hefur eftirlit með matvæla- framleiðslu og heilbrigðis málum í sambandinu. Hún telur að efnið neonikotinoder, sem er að finna í skordýraeitri, valdi hinum uggvænlega býflugnadauða sem gengur nú yfir Evrópu. ESB hefur nú hraðað ákvörðunum um að banna notkun á þessu efni í löndum sambandsins, að sögn blaðs- ins Land Lantbruk & Skogsland. Ástæða þess hvernig þessum málum er komið er sú að vaxandi maísrækt í Evrópu hefur í för með sér aukna notkun varnarefna, sem innihalda áðurnefnt efni og fleiri varhugaverð. Þessi efni eru m.a. notuð í Svíþjóð. Árið 2008 var eitrað fyrir 12.500 býflugnager í Þýskalandi við maís- ræktun. Christian Anton Smedshaug er starfsmaður Agri Analyse, sem er stofnun á vegum landbúnaðarráðuneytisins í Noregi. Hann fjallar þar um alþjóðleg viðskipti með búvörur, einkum á vegum samtakanna WTO og OECD. Þá hefur hann gefið út bókina Getur landbúnaðurinn brauðfætt heiminn? (2012). Um árabil giltu lög í Noregi sem kváðu á um það að á hverjum tíma skyldu vera til birgðir af matkorni í landinu sem næmu ársneyslu þjóðar- innar. Nokkur ár eru síðan þessi lög voru felld úr gildi. Smedshaug segir að að baki þessa liggi aukin óvissa í stöðu alþjóða- mála. Þegar Noregur lagði niður árs- birgðahald sitt á matkorni var eigin kornframleiðsla þjóðarinnar mun meiri en nú er raunin. Á þeim tíma var kornverð einnig lágt. Það réð þá ákvörðun stjórnvalda. Frá þeim tíma hefur staðan breyst, verð á korni hefur hækkað verulega og framboð þess er nú óstöðugra, einnig vegna breytinga á veðurfari. „Já, hún er það í Noregi, en á hinn bóginn berst nú verulega meira af fiski á markaðinn vegna vaxandi fiskeldis. Fiskur hefur aftur ekki eins mikið geymsluþol og korn og getur ekki komið í stað kjöts eða mjólkurvara.“ „Við vitum það ekki á þessari stundu. Spurningin er hvort okkur tekst að lesa rétt í stöðuna nógu snemma eða látum taka okkur í bólinu. Í versta falli verður matar skortur og hungur í kjölfar þess.“ - „Það er turn þar sem korn er geymt til lengri tíma.“ „Vegna þess að það er mikilvægt fyrir hið opinbera að vita um birgða- stöðu þess á hverjum tíma. Auk þess þykir ekki hagkvæmt að einstakir bændur geymi korn sem er grunn- fæða fjölda fólks. Mikilvæg verkefni samfélagsins verða að vera í forsjá stjórnvalda til að tryggja öryggi ef upp kemur kreppa eða átök.“ „Heimurinn er á hverfanda hveli. Áður fyrr, þegar þjóðin átti ársbirgðir af korni, var mikil kornframleiðsla í landinu. Verð á matvælum lækkaði á heimsmarkaði frá því í lok heims- styrjaldarinnar síðari að undanskildum nokkrum árum á áttunda áratugnum. Kornverð var afar lágt á þessum tíma. Stjórnvöld ákváðu þá að hætta þessu mikla birgðahaldi. Við þær aðstæður var þessi ákvörðun tekin. Þau töldu nýja tíma upprunna og það var út af fyrir sig rétt. En svo komu aðrir tímar og það sem var rétt árið 1990 var það ekki árið 2013. Forsendurnar frá 1990 höfðu snúist 20 árum síðar. Heimaöflun korns hafði dregist saman, verðið var óstöðugt og á uppleið. Framboð korns á heims- markaði var þá afar breytilegt og stundum nærri skorti. Þá juku veður- farsbreytingar á óvissuna.“ „Við höfum ekki svar við því. Það getur verið að við verðum komin með kornbirgðir fyrir alla þjóðina áður en við þurfum á þeim að halda. Það sem skiptir máli er hins vegar það að við lesum í stöðuna og bregðumst við eftir bestu vitund.“ ? „Ég sé fyrir mér að dreifa stórum hluta af geymslunum á bændabýlin. Með því móti dreifist áhættan og kornræktin eflist. Korn er sú afurð landbúnaðarins sem hefur fjölbreyttast notkunarsvið. Það nýtist beint til neyslu og óbeint sem kjarnfóður. Það endurnýjar sig sjálft í ræktun. Korn var víðast hvar forsenda þróunar mannlegs samfélags. Fyrstu menningarsamfélög mannsins á Jörðinni uxu upp kringum kornrækt á flatlendinu kringum árnar Efrat og Tígris í Mesópótamíu og síðar Níl í Egyptalandi. Kornið var þar uppistaða bæði í fæðu fólks og fóðri búfjárins. Ég tel brýnt að aftur verði ráðist í að koma upp verulegum kornbirgð- um í Noregi,“ sagði Christian Anton Smedshaug. Norðmenn hyggja að auknum kornbirgðum í landinu Christian Anton Smedshaug

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.