Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Bækur Hlýir og fallegir vettlingar fyrir veturinn Vestfirska forlagið: Við skorum glæpa- sögurnar á hólm! Vettlingar frá Vorsabæ er aðgengileg bók sem geymir yfir 50 fjölbreyttar vettlingaupp- skriftir eftir mæðgurnar Emelíu Kristbjörnsdóttur og Valgerði Jónsdóttur. Í bókinni eru upp- skriftir að b e l g v e t t - l i n g u m , f i n g r a - vettlingum, reiðvett- lingum og þversum prjónuð- um vettlingum, og bæði er lýst hefðbundnum aðferðum og ýmsum tilbrigðum þegar kemur að þumli, stroffi og úrtöku. Víða eru fleiri en ein útfærsla á hverri uppskrift, auk þess sem gefinn er fjöldi ábendinga um hvernig megi útfæra vettlingana eftir smekk þess sem prjónar. Flestar uppskriftirnar í bókinni eru fyrir lopa og léttlopa en einnig má þar finna vettlinga sem prjónaðir eru úr kambgarni og ullargarni. Suma vettlingana hafa mæðgurnar prjónað á ættingja og vini á öllum aldri áratugum saman en aðrir eru glæný hönnun. Báðar miðla mæðgurnar af mikilli reynslu þegar kemur að prjónaskap: Emelía er húsmóðir í sveit og hefur verið síprjónandi í 70 ár og Valgerður er textílkennari með áratuga reynslu af kennslu í grunn- og framhalds- skólum. Í Vettlingum frá Vorsabæ finna bæði byrjendur og þaul vant prjónafólk eitthvað við sitt hæfi og einföldustu uppskriftirnar er upp- lagt að nota til kennslu í skólum. Greinargóðar leiðbeiningar eru gefnar um helstu kúnstirnar á bak við vettlingaprjón auk þess sem skýrar og skemmtilegar ljósmyndir fylgja öllum uppskriftunum. Markmiðið með bókinni er að kveikja prjónaáhuga og hvetja fólk til að prjóna og hanna sína eigin vett- linga. Bókin er 64 bls., gormbundin. ISBN: 978-9935-9099-7-8 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og aðal höfundi bókarinnar, Valgerði Jónsdóttur, í síma 692 9047. Akralind 4 201 Kópavogur Sími 544 4656 Fax 544 4657 STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. , J , DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar K750 sögunardýpt 12,5 cm 36 sögunardýpt 26 cm. HP 40 bensín glussadæla DM 230 FS 400 Steinsagarblöð og kjarn borar www.mhg.is sögunardýpt 14,5 cm Husqvarna Construction Products É Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR STEINSAGIR, KJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR. , J , DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar K750 sögunardýpt 12,5 cm 36 sögunardýpt 26 cm. HP 40 bensín glussadæla DM 230 FS 400 Steinsagarblöð og kjarn borar sögunardýpt 14,5 cm k 6 Þó að glæpasögur séu margar góðar sem slíkar er hæpið að láta þær verða aðallesmál þjóðarinnar. Það er svipað og með melrakkann. Hann var fyrir í landinu þegar mannskepnan kom og á sinn þegnrétt. En rebbi má ekki vaxa okkur yfir höfuð. Þá er voðinn vís. Í vestfirskum sagnaarfi er bæði spenna og dramatík, að ekki sé nú talað um húmorinn. Fólk hugsar oft ekki út í þetta. Það talar um þjóðlegan f róðleik með nei- kvæðum teiknum o g j a f n v e l l í t i l s - virðingu. V i l l frekar lesa einhverjar spennusögur sem kallaðar eru. En það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru, eða átti að hafa gerst og stundum miklu meiri. Fyrsta framlag Vestfirska forlagsins í glæpasögubardaganum er Hornstrandir og Jökulfirðir, 2. bók. Hún er bæði spennandi og skemmtileg og það sem meira er: Skilur heilmikið eftir til umhugsunar fyrir lesandann. En glæpasögurnar gleypa menn bara í sig með húð og hári og búið á punktinum! Glæpa- og spennusögum er hampað í fjömiðlum árið út og árið inn. Það er auðvitað bara ágætt finnst sjálfsagt mörgum. En væri ekki gott að hafa svolítið meira af öðru efni í bland? Mætti ekki vera meira jafnvægi í þeirri umfjöllun? Glæpasögubardaginn er hafinn! Vestfirska forlagið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.