Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 1 3 6 9 4 8 7 7 3 9 6 4 3 7 1 9 1 5 1 3 4 1 3 5 1 7 2 5 4 6 7 8 3 1 9 5 2 2 8 3 4 6 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Nafn: Ásta Júlía Grímsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Fiskarnir. Búseta: Reykjavík. Skóli: Hagaskóli. skólanum? Smíði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Skjaldbaka. Uppáhaldsmatur: Tacos. Uppáhaldshljómsveit: Retro Stef- son. Uppáhaldskvikmynd: Blekhjarta. Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór á leikritið um Línu Langsokk með mömmu og Arnaldi litla bróður mínum. hljóðfæri? KR og spila á píanó. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í mjög stóran rússí- bana í Kanada. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að fara til tannlæknis. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór til Kanada og í útilegu. PRJÓNAHORNIÐ Stærð: 2-3 ára, (4-5 ára) Yfirvídd 70 (78) cm Ermalengd 31 (34) cm Sídd á bol 32 (35) cm Efni: Kartopu Gipsy Blátt nr. 535- 3 (4) dokkur Svart nr. 940- 1 dokka Hvítt nr. 010- 1 dokka Rennilás ca 45 (48) cm Prjónar: Hringprjónn nr. 7 og 8, 40 cm og 60 cm Sokkaprjónar nr. 7 og 8 Heklunál nr. 5 Prjónafesta: 10 x 10 cm = 12 L og 17 umf slétt prjón. Notið hálfu nr. stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. Aðferð: Peysan er prjónuð í hring á hringprjón. Við handveg eru bolur og ermar sam- einaðar á einn prjón. Bolur: Fitjið upp 65 (71) L á prjóna nr. 7 með svarta Gipsy. Prjónið 6 umferð perluprjón. Færið yfir á prjón nr. 8. Tengið saman í hring og bætið 1L við. Sú L er alltaf prjónuð br. og telst ekki með í lykkjufjölda en er notuð til að sauma í þegar peysan er klippt í sundur. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 8 (10) L, jafnt yfir umferð. Prjónið Mynstur 1. Prjónið 8 (10) umferðir slétt. Nú er komið að vasanum, prj. 5 (6) L sl, 8 (9) L perluprjón, 47 (51) L sl. 8 (9) L perluprjón, 5 (6) L slétt. Endurtakið þrisvar enn. Í næstu umferð er perluprjónslykkjurnar felldar af. Vasi: Fitjið upp 8 (9) L á sokkaprjón nr 8, prjónið sl. á réttunni og br. á röngunni 10 umferðir. Prjónið annan vasa alveg eins. Prjónið bolinn að hægri vasanum og prjónið svo vasann inn í. Prjónið að vinstri vasanum og endurtakið. Prjónið áfram að handvegi ca 24 ( 27) umf. Geymið bolinn og prjónið ermarnar. Ermar: Fitjið upp á prjóna nr 7, 20 (22) L með aðallit og tengið í hring. Prj. 6 umferð perluprjón. Prjónið 1 umferð slétt og um leið er skipt yfir á prjóna nr 8 og aukið út um 4L. Prj. Mynstur 1. Í annarri umferð eftir mynstur er aukið út um 2 L undir handvegi. Prjónið 6 (8) umferðir slétt og aukið út um 2 L. Endurtakið. Prjónið þar til ermin mælist 31 (34 ) cm, eða eins löng og óskað er. Í síðustu umferðinni eru 6 L undir mið- erminni settar á nælu eða hjálparband. Slítið bandið frá en geymið góðan þráð sem síðar er notaður til að lykkja saman undir höndum. Prjónið hina ermina eins. Axlarstykki: Sameinið bol og ermar á hringprjón. Byrjið á að prjóna 15 (17) L á bolnum, setjið 6 L undir handvegi á bolnum á nælu eða hjálparband. Prjónið ermina upp á hringprjóninn og prjónið 31 (35) L af bol, setjið næstu 6 L á nælu eða hjálparband. Prjónið seinni ermina upp á hringprjóninn og klárið svo umferðina á bolnum. Prj. 3 (5) umferðir. Prj. Mynstur 2. Prj. 6 umferðir perluprjón og 6 umferðir sl prjón. Fellið frekar laust af. Frágangur: Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Saumið niður hálsmálið og vasana. Saumið í vél með beinu þéttu spori, tvisvar hvoru megin við br. L fyrir lista. Klippið á milli saumanna. Heklið listann, ef ykkur þykir hálsmálið vera of vítt er ágætt að hekla nokkuð þétt fastahekl í kantinn. Saumið rennilásinn í. Þvoið peysuna og látið þorna liggjandi á handklæði. Húfa: Fitjið upp með svörtu 48 (54) L á prjóna nr 7. Prjónið 6 umferðir perluprjón. Skiptið yfir á prjóna nr. 8 og prjónið 1 umf slétta áður en Mynstur 1 er prjónað. Setjið merki þar sem umferðin byrjar. Prj. 14 (16) umf áður en kemur að úrtöku. Úrtaka: Prj. 4 L og prjónið svo tvær saman, endurtakið allan hringinn. Prjónið 3 (4) umferðir. Úrtaka: Prj. 3 L og prjónið svo tvær saman, endurakið allan hringinn. Prjónið 3 umferðir. Úrtaka: Prj. 2 L og prjónið svo tvær saman, endurtakið allan hringinn. Prjónið 1 umf. Klippið góðan spotta og dragið hann í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum og þvoið húfuna. Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Klikkaðast að fara í stóran rússíbana 8 3 Létt 1 2 8 3 5 4 2 6 8 4 7 8 9 8 6 3 6 7 5 9 5 1 2 7 ÞungMiðlungs Í leikskóla er gaman – leikskólapeysa og húfa í stíl 4 Strúktúr ehf er nýtt fyrirtæki í innflutningi stálgrindar- og límtréshúsa, yleininga og klæðninga en að baki býr áratuga reynsla fagmanna í greininni. STYRKUR TRAUST REYNSLA ÚTSJÓNARSEMI KUNNÁTTA ÚRRÆÐI RAUNSÆI TRYGGÐ Strúktúr ehf er rekið með hámarkshagkvæmni í huga með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Strúktur ehf www.struktur.is struktur@struktur.is Hraðastöðum IV, 271 Mosfellsbæ sími: 860 0264 Mynstur 1 Mynstur 2

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.