Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 1
17. tölublað 2013 Fimmtudagur 5. september Blað nr. 402 19. árg. Upplag 30.000 Kúabúið Brúarreykir í Borgarfirði hefur fengið leyfi til að senda frá sér afurðir, mjólk og kjöt, á nýjan leik. Leyfið er hins vegar skilyrt, þar eð taka þarf sýni úr öllum afurðum áður en þær blandast afurðum frá öðrum framleiðendum. Þetta þýðir að taka á sýni úr allri mjólk áður en hún blandast við mjólk frá öðrum bæjum. Þá er sláturleyfis- höfum skylt að hafa samband við Matvæla stofnun (MAST) þegar slátur gripir frá Brúar reykjum koma til þeirra og skal eftirlits dýralæknir með sýnatöku ganga úr skugga um að afurðir séu hæfar til mann eldis. Ekki búið að útfæra tilhögun sýnatöku Flora-Josephine H. Liste er héraðsdýralæknir Vesturumdæmis. Hún segir að MAST hafi ekki útfært tilhögun sýnatöku á mjólk. „Við sendum MS tilkynningu um að taka þurfi sýni úr þeirri mjólk sem tekin verður á Brúarreykjum en það hefur ekki verið ákveðið hver skuli sjá um þá sýnatöku. Okkar mat var að það væri hagkvæmast að MS sæi um sýnatökuna. Það er hægt að gera þetta með tveimur leiðum. Annars vegar með því að taka sýni úr mjólkinni á bænum áður en hún er tekin þaðan. Slík sýnataka tekur á bilinu 10 til 15 mínútur. Hins vegar væri hægt að setja mjólk frá Brúarreykjum í eitt hólf í mjólkurbílnum eða senda sérbíl eftir henni. Það hefur ekki verið útilokað að starfsmenn MAST sinni þessari sýnatöku en slíkt gæti þó orðið erfitt í framkvæmd.“ Kostnaður sem af sýnatöku af þessu tagi kann að hljótast yrði bóndinn á Brúarreykjum að bera. Matvælastofnun hefur ekki áður veitt sambærilegt leyfi, í það minnsta hvað mjólk varðar. Ekki eru dagsett endurskoðunarákvæði á leyfi Brúarreykja til að senda frá sér afurðir heldur verður málið metið eftir því sem á líður. MS tekur ekki við mjólkinni undir skilyrtu framleiðsluleyfi Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar (MS) segir að þrátt fyrir þetta hafi MS ekki tekið við mjólk frá Brúarreykjum og það verði ekki gert fyrr en búið sé komið með leyfi til að senda frá sér mjólk án skilyrða. „MS hefur tekið þá afstöðu að kaupa ekki mjólk af framleiðendum sem framleidd er með skilyrðum af þessu tagi. Það er augljóst að Matvælastofnun treystir ekki umræddum framleiðenda og við höfum því afþakkað að versla við viðkomandi aðila.“ Eru að verja neytendur „Við höfum hins vegar gert MAST og viðkomandi bónda grein fyrir því hvað til þurfi að koma til að Mjólkursamsalan endurskoði þessa afstöðu. Við þessi skilyrði verður hins vegar ekki búið af hálfu MS, ekki síst vegna þess hversu alvarlegt það er að uppi séu efasemdir um lyfjanotkun. Mjólk er sérlega viðkvæm dagvara og við erum með þessu að verja neytendur okkar, sem og stöðu annarra framleiðenda sem eiga þetta fyrirtæki. Þeir eiga allt sitt undir því að framleiðsluvörur MS njóti fyllsta trausts á markaði. Þeirri stöðu væri ógnað ef við myndum taka við mjólk með þessum skilyrðum.“ /fr Brúarreykir fá skilyrt framleiðsluleyfi – MS hyggst ekki taka við mjólkinni Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti, skammt fyrir ofan Flúðir í Hrunamannahreppi, er ein fjögurra mikilla hagleikssystkina sem sjaldnast fellur verk úr hendi. Auk þessa að tálga, skera út, sauma og mála er hún mikil ræktunarmanneskja. Hér er hún í litla gróðurhúsinu sínu, þar sem hún ræktar sítrónur, vínber, rósir og margvíslegt annað með góðum árangri. Mynd/HKr. – Sjá umfjöllun um Helgu og systkini hennar á bls. 24 og 25 Bændur hafa alla tíð verið hrifnir af krossbandainniskóm 22 26-27 Kvartar ekki yfir einsemdinni en segist ekki ætla að verða ellidauð í dalnum Bærinn okkar Háholt 42

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.