Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 5. september 2013 Kaffihúsið Uglan í gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal: Útlendingar hrifnir af heimabökuðu og þjóðlegu brauði Kaffihúsið Uglan var starfrækt í gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal í sumar. Markmiðið var að bjóða góðar veitingar, heimabakað brauð og tertur á sanngjörnu verði. Einkunnarorðin voru norðlenskt og heimafengið og féll það gestum Uglunnar greinilega vel í geð, því fjölmargir stöldruðu við og áttu góða stund yfir veitingum auk þess sem gestum gafst kostur á að skoða listsýningar fyrir eða eftir að veitinga var notið. „Við höfum reynt að skapa hér einstaka sambúð menningar og list- sýninga þar sem áður var svefnsalur nemenda skólans, þar eru líka bækur til að glugga í og eða til að kaupa á vægu verði,“ sagði Agnes Þórunn Guðbergsdóttir þegar blaðamaður Bændablaðsins heimsótti hana í sumar en hún hefur séð um rekstur á Kaffihúsinu Uglunni. Gestafjöldinn eykst jafnt og þétt „Það hefur gengið vel í sumar, gestafjöldinn hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á sumarið og við erum bara mjög ánægð,“ segir Agnes Þórunn. Hún segir að íbúar í Fnjóskadal og nærsveitum séu duglegir að heimsækja kaffihúsið, fjöldi sumarhúsa er á þessum slóðum, orlofsbyggðin að Illugastöðum er á næsta leyti og þá leggur á hverju sumri fjöldi gesta leið sína í Vaglaskóg. Akureyringar fara gjarnan í bíltúra yfir heiðina og eins segir hún að það sama gildi um íbúa í Mývatnssveit og Húsavík, sem hafa verið duglegir að fá sér kaffisopa á Uglunni í sumar. „Þannig að það er margt fólk á ferðinni hér um slóðir og margir koma við hjá okkur,“ segir hún. Heimilislegt andrúmsloft Skilti sem komið hefur verið fyrir við Þjóðveg 1 skammt norðan við Skóga hefur líka laðað fjölda útlendinga sem um hann fara. „Það hefur fjöldi erlendra ferðamanna komið við hjá okkur í sumar, þeir leggja örlitla lykkju á leið sína og ég heyri ekki annað en þeim líki vel í afslöppuðu og heimilislegu andrúmslofi sem hér hefur skapast,“ segir Agnes Þórunn. „Útlendingar eru mjög hrifnir af því að smakka á heimabökuðu og þjóðlegu brauði og kökum.“ Nefna má að í boði er silungur frá Svartárkoti í Bárðardal, norðlenskt hangikjöt og gestir geta dreypt á jurtatei úr jurtum sem tíndar eru í Vaðlaheiði. Hún bætir við að lausaumferð, t.d. fólks af höfuðborgarsvæðinu, sé meiri í sumar en var í fyrrasumar. Þar spili veðurfar einkum inn í, þegar veðrið sé leiðinlegt syðra leggi fleiri land undir fót í leit að sólskini og blíðu. „Svo er þeim alltaf að fjölga sem hafa frétt af staðnum og koma sjálfir í heimsókn til okkar vegna þess, það er ánægjulegt.“ Agnes þakkar fyrir viðskiptin á fésbókarsíðu Uglunnar og segir: „Nú er spennandi sumri lokið og Uglan búin að pakka saman og loka. Ég þakka öllum kærlega fyrir er sóttu staðinn heim í sumar og eða studdu við bakið á Uglunni á Fésbókinni. Þá vil ég ekki siður þakka því frábæra fólki sem vann á Uglunni í sumar, en það hefði ekki verið hægt að fá betra fólk til starfa. Óska ykkur öllum góðrar framtíðar og við erum öll reynslunni ríkari.“ /MÞÞ Kaffihúsið Uglan er í Gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal þar sem gamli Vaðlaheiðarvegurinn kemur niður, rétt ofan við gömlu brúna yfir í Vaglaskóg. Í húsnæði Gamla barna- skólans er nú setur um sögu hans en þar hafði ekki aðeins barnaskóli s v e i t a r i n n a r aðsetur frá árinu 1 9 1 6 – 1 9 7 2 , þar var einnig lengi símstöð s v e i t a r i n n a r , póstafgreiðsla , ferju staður áður en gamla bogabrúin var byggð yfir Fnjóská, áningar- staður, þingstaður, samkomustaður og fundarstaður allt fram á þennan dag. Þröngt um nemendur Hálshreppur keypti jörðina Skóga árið 1916. Þá var þar ófullgert timburhús sem var lagfært og gert íbúðarhæft. Þarna var útbúin skólastofa með þremur langborðum sem tóku 18 nemendur í sæti. Fram að þeim tíma hefði verið rekinn farskóli í Fnjóskadal sem fluttist frá einu heimili til annars. Þröngt var um nemendur að Skógum og þurfti að t v í s k i p t a k e n n s l u fyrsta árið, ungl ingum var kennt í þrjá mánuði og börnum í þrjá mánuði. Fyrri heims- styrjöldin truflaði þó k e n n s l u m e ð a l a n n a r s s ö k u m skorts á eldsneyti til upphitunnar. Að henni lokinni var kennsla stopul, erfiðlega gekk að finna varanlega kennara og mikil fátækt var meðal bænda. Árið 1932 var tekinn upp fastur sex mánaða heimavistarskóli að Skógum í Fnjóskadal, sem skiptist á milli eldri og yngri nemenda sem fyrr. Um 1960 lengdist skólaskyldan og kennt var í átta mánuði á ári allt til ársins 1972 með tilkomu Stórutjarnaskóla. Sami kennari í 40 ár Frá árinu 1932 starfaði sami kennari allt til ársins 1972, þegar skólahaldi var hætt að Skógum. Þetta var Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum. Á þessum fjörutíu árum hafði hann kennt þremur kynslóðum í Fnjóskadal en einnig dvaldi hann með nemendum sínum allan sólarhringinn og var til staðar þegar á þurfti að halda. Í skólasal er kominn vísir að fastri sýningu um sögu staðarins og skólastarfið, er samanstendur af munum, myndum og veggspjöldum. Þá er einnig sögð saga póstflutninga og pósthússins að Skógum og hvernig símamálum var háttað í dalnum. Í gamla barnaskólanum að Skógum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.