Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Olís með VLO-dísil sem er ný tegund af lífdísil á markaði hérlendis: Finnskt íblöndunarefni sem á að draga úr mengun og þolir að vera blandað í 100% hlutfalli Olís kynnti fimmtudaginn 21. febrúar markaðssetningu á VLO- dísilolíu sem ætlað er að draga úr koltvísýringsmengun um 5%. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir þessa olíu hafa sérstöðu á mark- aðnum en reiknar með að öll olíu- félögin hérlendis muni á endanum bjóða upp á umhverfisvænni olíu en verið hefur á markaði til þessa. Blöndun VLO í dísilolíuna fer fram þegar olíu er dælt á olíubíla í birgðastöð. Síðan er henni ekið út til dreifistöðvanna og segir Einar að bændur muni geta nýtt sér þetta eins og allir aðrir. „Víða í nágrannalöndunum er búið að setja reglugerðir um íblönd- unarhlutfall í dísilolíu til að draga úr mengun, en við erum að ganga heldur lengra en þær reglur segja til um. Við vitum að hér er í smíðum reglugerð sem gera mun sömu kröfur hérlendis á næstunni.“ Einkaleyfisvarin finnsk uppfinning VLO-dísilolían inniheldur einkaleyfis varið íblöndunarefni frá finnska olíufyrirtækinu Neste Oil. Gengur það erlendis undir nafninu HVO, sem stendur fyrir Hydrotreated Vegetable Oil. Það er jurtaolía sem meðhöndluð hefur verið með vetni en á næstu misserum mun dýrafita einnig verða notuð í slíka olíu í auknum mæli. Neste hefur haldið úti víðtækum prófunum á olíunni víða um lönd bæði í 100% hlutfalli og í mis- munandi íblöndunarhlutfalli. Hefur Mercedes-Benz flutningabílum og strætisvögnum m.a. verið ekið yfir 3 milljónir kílómetra á 100% VLO- eldsneyti frá árinu 2008. Að meðal- tali hefur hver bíll ekið yfir 200.000 kílómetra. Sambærilegar prófanir hafa líka verið gerðar í Finnlandi og í Alberta í Kanada þar sem prófanir fóru fram í allt að -44 gráða frosti. Niðurstöður eru sagðar mjög jákvæð- ar og hefur efnið meira orkuinnihald á þyngdareiningu en venjuleg dísilolía. Þá skilar íblöndun efnisins í dísilolíu hreinni bruna í vélum. Nú eru í gangi prófanir hjá Neste Oil á framleiðslu á VLO (HVO) úr olíu sem ekki er notuð til manneldis. Þar er m.a. um að ræða þörungaolíu og olíu úr jathropa-plöntunni, sem ber eitraðar olíuríkar hnetur. Ekki sögð hætta á útfellingum Sú lífdísilolía (e. biodiesel) sem verið hefur á markaðnum til þessa er svo- kölluð FAME-olía (Fatty Acid Methyl Ester). Hún er unnin úr jurtaolíu og dýrafitu sem blandað er saman við natríumhýdroxíð (vítissóda) og met- anól. Í slíkri olíu myndast glýseról, sem er vatnssækið og eðlisþungt og getur því setið eftir á botni olíutanka og í síum. Við framleiðslu á VLO myndast ekkert glýseról og eru við- bótarefni eins og metanól (tréspíri) óþörf við framleiðsluna. Íslenska fyrirtækið Carbon Recycling hefur verið að framleiða metanól úr afgasi jarðhitaorkuverslins í Svartsengi. Það metanól er ætlað til íblöndunar í eldsneyti og til að búa til lífdísil. Spurður hvort þetta væri ekki líka kostur fyrir Olís sagði Einar svo ekki vera. Metanólið stæðist einfaldlega ekki þær kröfur sem gerðar væru til íblöndunarefnis. Á sama verði og hefðbundin dísilolía Einar segir að vissulega sé VLO íblöndunarefni dýrara en dísilolían en það muni samt ekki hafa áhrif á olíuverðið hérlendis. „Við munum selja dísilolíuna á sama verði og hjá öðrum. Við erum því að bjóða viðskiptavinum okkar þetta aukalega en samt á sama verði. Neste í Finnlandi hefur þróað sérstaka tækni til að framleiða þessa olíu og fengið einkaleyfi á framleiðslurétti. Hann byggir á því að þeim tekst að búa til lífrænt eldsneyti sem hægt er að brenna í allt að 100% hlutfalli án þess að breyta þurfi vélum. Flest önnur lífræn eldsneyti sem komið hafa á markaðinn er ekki hægt að nota til íblöndunar nema í mjög takmörkuðu hlutfalli, yfirleitt 5-7%, vegna þess að þau mynda botnfall og skapa hættu á þránun og fleiri vandamálum. Við teljum því að við séum ekki bara fyrstir til að koma með gott lífrænt eldsneyti á markað hér heldur sérstaka vöru sem hefur náð lengra í þróuninni en aðrar slíkar vörur á markaðnum.“ /HKr. Ómar Ragnarsson dælir VLO-dísilolíunni á Olísstöðinni við Álfheima hinn 21. febrúar. Þarna er Ómar með 40 ára gamlan Range Rover jeppa. Mynd / Olís Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir að íblöndun VLO-efnisins muni ekki leiða til hækkunar á olíunni til neytenda. Mynd / HKr. Vinir Tungnarétta: Hann lét klár- inn brokka – Hagyrðingakvöld 8. mars Manstu hvar þú varst miðvikudaginn 17. september árið 1986? Eða laugardaginn 11. september 2010? Síðastliðið haust var réttað í Tungnaréttum sunnu- daginn 16. september. Kannski varst þú þar. Eða einhvern annan dag, eitthvert annað haust á Tungnaréttadag. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars er merkilegur dagur. Kannski ekki eins eftirminnilegur og rétta dagurinn en samt helgaður mikilvægu málefni. Svo skemmti- lega vill til að þessi náskyldu en ólíku málefni, réttindi kvenna og endurbygging Tungnarétta renna saman í eitt á hátíð sem haldin verður í Aratungu föstudagskvöldið 8. mars næstkomandi. Vinir Tungnarétta halda hagyrð- ingakvöld, þar sem karlmenn koma til með að skemmta konum og körl- um með list sinni, til styrktar endur- byggingu réttanna við Tungufljót. Guðni Ágústsson frá Brúna- stöðum leiðir saman nokkra hag- yrðinga, víðs vegar að úr sveitum og bæjum landsins. Pétur Pétursson frá Höllustöðum, Reynir Hjartarson frá Akureyri og Þórður Pálsson frá Sauðanesi í Húnavatnssýslu koma norðan úr landi. Til fundar við þá verða hér Sunn- lendingarnir Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli, Kristján Ragnarson frá Ásakoti og Sigurjón Jónsson frá Skollagróf. Vonandi verður þetta gaman. Vonandi koma margar konur með karlinn sinn með sér. Vonandi verður barinn opinn. Vonandi hittast ungir sem aldnir á hagyrðingakvöldi í Aratungu föstudaginn 8. mars. Samkoman hefst klukkan hálf níu. Sjáumst þar. Nýr vefstjóri heimasíðu BSSL Bændur og búalið geta nú tekið gleði sína á ný, ásamt öðru áhuga- fólki um íslenskan landbúnað því heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands (BSSL) er aftur komin í loftið. Nýr vefstjóri síðunnar er Helga Sigurðardóttir, starfsmaður Búnaðarsambandsins. Slóðin á síðuna er www.bssl.is. Helga tekur við starfinu af Guðmundi Jóhannssyni, sem er komin til starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML). /MHH Hrunamannahreppur: Miðfell er bæjarfjall Hreppsnefnd Hrunamannahrepps barst fyrirspurn nýlega um hvort til væri bæjarfjall í Hrunamannahreppi. Tilgangurinn var sá að búa til lista eða bók yfir öll bæjarfjöll landsins ásamt upplýsingum um gönguleiðir á þau. Erindið var sent til umsagnar Ferða- og menningarnefndar, sem leggur til að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall. Hreppsnefnd hefur samþykkt að Miðfell verði tilnefnt sem bæjarfjall Hrunamannahrepps. /MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.