Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Samanburður áburðarverðs 2013 Búgarður ráðgjafaþjónusta Norðurlands hefur gert samanburð á áburðarverði þeirra fjögurra aðila sem hafa auglýst áburð til sölu handa bændum. Í töflunni er verð borið saman miðað við að bera 100 kg N á hektara. Greiðslukjör eru mismunandi en miðað er við greiðslu í október. Er þetta birt hér með leyfi Búgarðs og fyrirvara um villur og verðbreytingar frá 28. febrúar. Áburðartegundir 2013 Áburðarverksmiðjan Hlutföll Við 100 kg N Verð mars* N P K Ca Mg S N P K Ca Mg S Magn kg Verð OPTI-KASTM (N27) 27,0 5,0 2,4 100 0 0 19 9 0 370 28.043 kr. 75.715 kr. OPTI-NSTM 27-4 27,0 6,0 0,7 3,7 100 0 0 22 3 14 370 28.781 kr. 77.710 kr. KalksaltpéturTM (N15,5) 15,5 18,8 100 0 0 121 0 0 645 46.581 kr. 72.200 kr. NitraBorTM 2) 15,4 18,5 100 0 0 120 0 0 649 49.042 kr. 75.525 kr. CalciNitTM 5) 15,5 19,0 100 0 0 123 0 0 645 64.784 kr. 100.415 kr. NP 26-6 26,0 6,1 1,9 2,0 100 23 0 7 0 8 385 35.588 kr. 92.530 kr. NPK 25-2-6 2) 24,6 1,6 5,6 0,8 1,5 3,8 100 7 23 3 6 15 407 36.726 kr. 90.345 kr. NPK 24-4-7 24,0 3,9 6,6 2,0 2,0 100 16 28 8 0 8 417 40.019 kr. 96.045 kr. NPK 21-3-8 +Se1) 21,0 2,6 8,3 1,3 1 3,6 100 12 40 6 5 17 476 46.279 kr. 97.185 kr. NPK 21-4-102) 20,6 3,6 9,6 1,8 1,2 2,7 100 17 47 9 6 13 485 47.316 kr. 97.470 kr. NPK 15-7-12 2) 15,0 6,5 12,5 4,0 1,5 100 43 83 27 0 10 667 64.537 kr. 96.805 kr. NPK 12-4-18 3) 11,8 4,0 17,6 2,0 1,6 9,5 100 34 149 17 14 81 847 102.165 kr. 120.555 kr. NPK 8-5-19 6) 8,0 5,0 19 2,2 11,7 100 63 238 0 28 146 1250 160.194 kr. 128.155 kr. OPTI STARTTM NP 11-23 10,9 23,0 100 211 0 0 0 0 917 114.394 kr. 124.640 kr. OPTI P 20,0 17,0 1,2 100 0 0 0 0 0 0 221.635 kr. Sprettur 27% N 27 4,3 1,8 100 0 0 16 7 0 370 27.902 kr. 75.336 kr. Sprettur N26+S 26 5,4 1,5 3,6 100 0 0 21 6 14 385 29.448 kr. 76.565 kr. Sprettur 25-5 25 2,2 3,5 1,9 2,5 100 9 0 14 8 10 400 31.616 kr. 79.039 kr. Sprettur 25-5+Avail+Se1) 2) 25 2,2 3,5 1,9 2,5 100 9 0 14 8 10 400 32.515 kr. 81.288 kr. Sprettur 26-13 26 5,7 1,3 2,0 100 22 0 5 0 8 385 34.706 kr. 90.236 kr. Sprettur 27-6 27 2,6 2,0 100 10 0 0 0 7 370 30.199 kr. 81.537 kr. Sprettur 20-5-13+Avail+ Se2) 20 2,2 10,8 3,7 1 2,5 100 11 0 0 0 7 500 45.193 kr. 90.385 kr. Sprettur 20-10-10 20 4,4 8,30 2,4 1,4 2,5 100 22 42 12 7 13 500 44.583 kr. 89.165 kr. Sprettur 20-10-10+Avail+Se2) 20 4,4 8,30 2,4 1,4 2,5 100 22 42 12 7 13 500 47.133 kr. 94.265 kr. Sprettur 20-12-8+Se1) 20 5,2 6,60 2,4 1,5 2,5 100 26 33 12 8 13 500 45.547 kr. 91.094 kr. Sprettur 22-6-13 22 2,6 10,8 2,0 100 12 49 0 0 9 455 39.674 kr. 87.283 kr. Sprettur 22-7-6 22 3,1 5,00 2,9 1,6 2,5 100 14 23 12 7 11 455 37.960 kr. 83.512 kr. Sprettur 22-7-6+Se1) 22 3,1 5,00 2,9 1,6 2,5 100 14 23 13 7 11 455 38.915 kr. 85.613 kr. Sprettur 22-10-10 22 4,4 8,30 2,0 100 20 38 0 0 9 455 41.016 kr. 90.236 kr. Sprettur 22-14-9 22 6,1 7,50 2,0 100 28 34 0 0 9 455 42.513 kr. 93.528 kr. Sprettur 25-9-8 25 3,9 6,60 2,0 100 16 26 0 0 8 400 36.412 kr. 91.030 kr. Sprettur 27-6-6 27 2,6 5,00 2,0 100 10 19 0 0 7 370 32.050 kr. 86.534 kr. Sprettur 16-15-12 16 6,5 10,0 1,9 1 2,5 100 41 63 12 6 16 625 57.758 kr. 92.413 kr. Sprettur 16-13-16+Avail2) 16 5,7 13,3 2,6 0,8 2,5 100 36 83 16 5 16 625 60.641 kr. 97.025 kr. Sprettur 12-12-20+Avail+bór2) 12 5,2 16,6 3,4 1,8 2,4 100 43 138 28 15 20 833 87.626 kr. 105.151 kr. Sprettur DAP 18 20,1 100 112 0 0 0 0 556 68.197 kr. 122.755 kr. *Verð án vsk. pr. tonn miðað við pöntun fyrir 15. mars og greiðslu í október. Verð er háð gengi. Gefinn er 6% staðgreiðsluafsláttur. 1) inniheldur selen 2) inniheldur húðunarefnið Avail sem bætir nýtingu fosfórs í áburði. Eftir áralanga baráttu fyrir því að fá gott netsamband í Hrútafjörð er nú loksins komin tenging í Reykjaskóla, sem mun síðan væntanlega fara um allan fjörð í framhaldinu. Það var Vodafone sem brást skjótt við eftir að starfsmaður þar heyrði í Karli B. Örvars í viðtali á RÚV þar sem hann bar sig ekki vel og sagði frá döprum og árangurslausum viðskiptum sínum við Símann og Fjarskiptasjóð. Síminn sendi bréf til Karls þar sem honum var tilkynnt að það svaraði ekki kostnaði að setja upp háhraðatengingu í Hrútafirði. Þetta kemur fram á vefmiðlinum nordanatt.is. Þar segir enn fremur að Vodafone hafi tekið annan pól í hæðina og brugðist skjótt við. „Þetta er bara eins og að vera kominn í nútímann og með ólíkindum að við skulum hafa þurft að bíða svona lengi eftir að komast í almennilegt netsamband. Hér í Skólabúðunum í Reykjaskóla, sem taka á móti rúmlega 3000 nemendum á hverju ári, fara öll samskipti okkar við skólana, skólastjóra, kennara og foreldra fram á netinu. Þetta hefur verið mjög slæmt á köflum og var varla hægt að vinna við þær aðstæður sem hér voru fyrir. Við gleðjumst yfir komu Vodafone á staðinn og þökkum þeim kærlega fyrir að bregðast svona skjótt og vel við,“ segir Karl við nordanatt, alsæll með nýja netið. Skólabúðir Reykjaskóla: Vodafone setur upp háhraðatengingu Íslandspóstur: Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir Íslandspóstur hefur sætt gagnrýni að undanförnu fyrir hækkun burðargjalda til að mæta kostnaðar- auka. Bitnar það m.a. hart á landsbyggðar blöðum. Þó varð hagnaður af rekstri fyrirtækisins á árinu 2013 að fjárhæð 53 milljónir króna. Var hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) um 485 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,8 milljörðum króna og jukust um 3,4% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,9 milljarðar króna í árslok 2012 og eigið fé nam 2,5 milljörðum króna. Í fyrra nam tap Íslandspósts 144 milljónum og því er um tæplega 200 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir viðsnúning og hagnað telur félagið sig ekki geta uppfyllt kröfur um þjónustustig nema með aðkomu ríkisins. Frá árinu 2006 hefur bréfa- sendingum fækkað um 37% en á næstu 6 árum gerir Íslandspóstur ráð fyrir að samdrátturinn haldi áfram og verði um 22%. Við það bætist afnám einkaréttar sem mun líklega draga úr rekstrartekjum um allt að 1.300 milljónir. Íslandspóstur segir í tilkynningunni að til að bregðast við því tekjutapi þurfi ríkið að bregðast við með að heimila frekari aðhalds aðgerðir, svo sem færri dreifidaga, eða fjármagna beint óbreytt þjónustustig. „Til að mæta þeim samdrætti þurfa stjórnvöld annaðhvort að fjármagna óbreytt þjónustustig eða að heimila Íslandspósti að hagræða og aðlaga verðskrár á móti tekjutapi. Þar er að fjölmörgum atriðum að hyggja.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.