Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. mars 2013 Hjónin Sigurður Páll Tryggvason og Sólveig Halla Kristjánsdóttir hófu búskap á Þverá árið 2010. Þau leigja jörðina, útihús og íbúðar- húsið af foreldrum Sigurðar, þeim Tryggva Óskarssyni og Árdísi Sigurðardóttur. Tryggvi og Árdís hafa búið í um hálfa öld á Þverá og eru með tæplega 50 kindur í dag. Þau hafa byggt sér nýtt íbúðarhús á jörðinni. Býli? Þverá. Staðsett í sveit? Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Ábúendur? Sigurður Páll Tryggvason og Sólveig Halla Kristjánsdóttir og börnin Heiðdís Dalrós (3 ára) og Kristján Páll (1 árs). Stærð jarðar? Um 4.000 ha. Gerð bús? Sauðfjárbúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 509 kindur en alls eru í húsunum 555 kindur þegar taldar eru með kindur Tryggva og Árdísar. Þau eru einnig með þrjú hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst er farið með heimasætuna í leikskólann á Húsavík. Síðan komið heim og farið í húsin að gefa og einnig er tíminn nýttur núna til að endurbæta útihúsin og smíða, auk þess sem gripið er í að breyta ýmsu í íbúðarhúsinu. Dóttirin kemur heim eftir hádegið og eftir kaffið er farið í húsin að sinna seinni gjöfum. Annars er breytileikinn í sveitastörfum talsverður frá degi til dags, utan gjafa, svo ekki sé talað um eftir árstíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru sauðburður, heyskapur, göngur og réttir að hausti. Þegar vel gengur. Flestum þykir leiðinlegast að verka grindur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verðum við langt komin með að endurnýja gömlu fjárhúsin eins og við viljum hafa þau. Með svipaðan fjölda búfjár, komin vel á veg með að endurnýja um 50-60 prósent af gömlu túnunum – og búin að bæta tækjakost að einhverju leyti. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Nú þegar er verið að vinna vel að mörgum góðum málum er varða bændur, sem er bæði virðingar- og þakkarvert. Við tökum ofan fyrir þeim sem leggja sig fram í þeim efnum og gefa af tíma sínum. En gott væri ef við bændur værum enn virkari í að koma skoðunum okkar á framfæri og stæðum betur saman sem ein heild. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Íslenskur landbúnaður hefur allt til að bera til að gefa vonir um að vera gríðarlega bjartsýn. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að hluta til í Kína og til annarra Asíulanda. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Eitthvað matarkyns. Húsbóndinn verður fljótt órólegur þegar mjólkin er að verða búin, þá er tilefni fyrir bæjarferð. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kótilettur í raspi, með tilheyrandi meðlæti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það verður að segja eins og er að síðastliðið haust kemur fyrst upp í hugann, öll sú reynsla sem því fylgdi í kjölfar haust- hretsins. En nú er það liðið og við horfum björtum augum til framtíðar. Heimasætan myndi hins vegar nefna þegar fullorðni hrúturinn Botni ,,datt niður og dó“ og þegar lömbin fæddust í fyrra. Hún bíður nú þegar með eftirvæntingu eftir að sauðburður hefjist. Og litli bústjórinn, bróðir hennar, virðist ætla að verða liðtækur við bústörfin með henni. Fyrir nokkru kom út matreiðslubók úr smiðju Happs eldhússins sem þær Unnur Guðrún Pálsdóttir og Erna Sverrisdóttir eru höfundar að. Þær hafa um árabil sérhæft sig í heilbrigðu mataræði og leggja metnað sinn í að hafa uppskriftirnar hollar en um leið að setja þær fram á skemmtilegan og freistandi máta. Múslí › 8½ dl hafrar › 2 dl möndlur › 2 dl sólblómafræ › 2 dl graskersfræ › ¾ dl sesamfræ › 1 msk. hörfræ › 1¼ dl eplasafi › 2 dl hunang › 4 msk. olía Aðferð: Stillið ofninn á 160 °C. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið varlega. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna. Bakið í 30 mínútur og ef til vill lengur. Passið að hræra reglulega í meðan á bökunartíma stendur. Látið kólna og geymið í loftþéttum umbúðum. Gott að borða með grískri jógúrt, berjum og ávöxtum. Fyrir þá sem vilja er hægt að setja örlítið af hlynsírópi eða hunangi út á. Einnig gott með möndlumjólk. Allrahanda hnetur með sætu › 1½ dl valhnetur › 1½ dl pekanhnetur › 1½ dl möndlur › ½ dl hlynsíróp › ¼ tsk. vanilla › sjávarsalt á hnífsoddi › ½ tsk. kanill Aðferð: Stillið ofninn á 180 °C. Blandið öllum hráefnunum saman og dreifið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Bakið í um það bil 20 mínútur. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Mikið happ og hollusta Þverá Heiðdís Dalrós, Kristján Páll og pabbinn, Sigurður Páll.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.