Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 26
Með breytingum á stjórnarráðinu verður æ erfiðara að koma málefnum landbúnaðarins áleiðis innan stjórnkerfisins. Mál daga í sumum tilfellum uppi á borðum embættismanna en koma ekki fyrir sjónir ráðherra. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Haraldar Benediktssonar þegar hann flutti skýrslu formanns Bændasamtakanna á Búnaðar- þingi. Haraldur stiklaði á stóru um starf Bændasamtakanna síðastliðið ár en auk þess fór hann yfir starf sitt síðustu níu ár á formannsstóli, en sem kunnugt er lét Haraldur af því embætti á þinginu. Um starf síðustu ára sagði Haraldur að því miður hefði ekki gefist tími til að sinna því uppbyggingarstarfi sem landbúnaðinum væri nauðsynlegt. Efnahagskreppa, eldgos og náttúruhamfarir auk Evrópusambandsumsóknar hefði tekið slíkan tíma að því miður hefði ýmislegt annað orðið undan að láta. „Við höfum því miður þurft að sinna miklu slökkvistarfi og óhjákvæmilega hefur ýmislegt annað setið á hakanum“, sagði Haraldur. Þar af leiðandi hefði ekki verið kostur á að ganga betur í ýmis þarfaverk, eins og framlenging búvörusamninga í tvígang gæfi til kynna. Haraldur benti á að í gegnum árin hefðu Bændasamtökin átt gott samstarf við stjórnvöld og hann sjálfur hefði átt gott samstarf við alla landbúnaðarráðherra í sinni tíð, þar væri enginn undanskilinn. Hann sagði hins vegar að með breytingum á stjórnarráðinu hefðu tengsl Bændasamtakanna og búnaðarþings við ráðuneyti landbúnaðarmála rofnað að nokkru. Mál sem bændur leggðu áherslu hefðu í sumum tilfellum lent utangarðs, þau hafi ekki komist inn á borð ráðherra heldur dagað uppi á borðum embættismanna. „Þegar búið er að sulla svona miklu saman, eins og í nýju atvinnuvegaráðuneyti, þá rofna þessi tengsl.“ Hann benti á að þetta væri nýr veruleiki sem Bændasamtökin og búnaðarþing yrðu að semja sig að. Samskiptum við stjórnsýsluna hrakað Haraldur sagði hins vegar að samskipti við stjórnsýsluna að öðru leyti hefðu því miður í ýmsu þokast afturábak. Nefndi hann umhverfisráðuneytið sérstaklega í þeim efnum. „Mál eins og ágangur álfta og gæsa, minka- og refaveiðar, hafa því miður ekki fengið þá athygli sem þörf hefur verið á.“ Haraldur sagði jafnframt að það yrði að velta því upp þegar samþykktir Bændasamtakanna yrðu endurskoðaðar hvort þörf væri á að endurmeta hvernig samskipti við stjórnvöld ættu að fara fram. Varðandi lána- og skuldamál nefndi Haraldur að lögð hefði verið mikil áhersla á samskipti við fjármálastofnanir allt frá hruni. „Við þurfum hins vegar hugsanlega að horfa betur á rekstrarform okkar búa. Það var annað fyrir nokkrum árum þegar bú voru minni, þá var ekki svo óeðlilegt að við rækjum okkar búskap á okkar eigin kennitölum. Því miður er ljóst að einkahlutafélagaformið stóð ekki af sér hrunið eins og það var, vegna kröfu bankastofnanna um persónulegar ábyrgðir. Í mínum huga getur óbreytt form á einkahlutafélögum ekki gengið áfram.“ Ótækt að ákvarðanir búnaðarþings séu ekki taldar fullgildar Haraldur ræddi jafnframt stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem nú væri að komast á gott skrið. Hann tók hins vegar fram að honum hefði komið verulega á óvart að upplifa að búnaðarsambönd, sum hver, hefðu talið sig vera óskuldbundin af málinu þrátt fyrir samþykktir Búnaðarþings 2012 og aukabúnaðarþings nú í haust. „Ef það er ekki á hreinu að við sem hér sitjum séum fullmerkir fulltrúar búnaðasambanda, þá er eitthvað að í okkar félagskerfi,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum að þingfulltrúum. Haraldur bætti við að að það gæti ekki gengið að baklandið teldi ákvarðanir sem teknar væru á félagslegum grunni búnaðarþings ekki fullgildar. Í máli sínu lagði Haraldur jafn- framt áherslu á að nú þyrfti að takast á við að skipuleggja framtíð og rekstur Bændasamtakanna. Mikið yrði lagt upp úr því að félagssviðið tæki upp markvissari og skipulagðari samskipti við búnaðarsambönd og búgreinasamtök. Nýta þyrfti sérhæfingu starfsmanna þvert á svið, sambönd og búgreinasamtök til að sameina alla krafta til vinnu fyrir íslenskan landbúnað. Þá væri eðlilegt að leggja mat á það hvort ætti að breyta stjórnkerfi samtakanna, hugsanlega með því að einfalda stjórn þeirra eða jafnvel með breytingum á búnaðarþingi. /fr 26 | búnaðarþing 2013 Ályktanir Búnaðarþings 2013 Þegar Bændablaðið fór í prentun var afgreiðslu mála á búnaðarþingi ekki lokið. Hér eru birtar þær ályktanir sem voru tilbúnar en þær sem út af standa verða birtar í næsta tölublaði Bændablaðsins. Á vef Bændasamtakanna, bondi.is, eru allar upplýsingar tiltækar en þar er m.a. að finna fundargerðir, málaskrá og ályktanir. Einnig má benda á upptökur af setningarat- höfn þingsins. » Aðild að ESB Búnaðarþing 2013 lýsir stuðningi við starf Bændasamtakanna og full- trúa þeirra í samningahópum, í ESB málum. Þingið áréttar enn varnarlín- ur Bændasamtakanna og mikilvægi þess að þær verði áfram grundvallar sjónarmið í gerð samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðunum. Búnaðarþing 2013 ítrekar and- stöðu sína við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telur að hags- munum Íslands sé betur borgið utan ESB. Búnaðarþing geldur varhug við áhrifum af innstreymi fjármagns frá Evrópusambandinu sem ætlað er að hafa áhrif á viðhorf til aðildar. Ljóst er orðið að Ísland verður að undirgangast sáttmála ESB og engar varanlegar undanþágur eru í boði, svokallaðar samningaviðræður eru einungis aðlögun að regluverki ESB. » Réttarstaða landeigenda Markmið Búnaðarþing 2013 ályktar að kynna þurfi fyrir ferðaþjónustuaðilum og almenningi réttarstöðu landeigenda vegna umferðar um lönd þeirra. Leiðir Að upplýsingum um réttarstöðu land- eigenda verði gerðar aðgengilegar og komið til þeirra er málið varðar svo sem ferðaþjónustufyrirtækjum, almenningi og landeigendum. Framgangur Stjórn BÍ er falið að fylgja málinu eftir. » Sorpeyðingarmál sveitarfélaga Markmið Að leysa sorpeyðingarmál sveitar- félaga með viðunandi hætti. Leiðir Stjórnvöld fari yfir lög og reglur um eyðingu sorps og leiti leiða til að minnka kostnað við förgun sorps. Framgangur máls Umhverfisráðuneyti, Umhverfis- stofn un og Samtökum íslenskra sveitarfélaga send ályktunin. Stjórn Bændasamtaka Íslands fylgi málinu eftir. » Varnarlínur vegna búfjársjúkdóma Markmið Búnaðarþing krefst þess að fjármagni sé veitt í viðhald varnargirðinga sam- kvæmt lögum, einnig að fjármagn sé tryggt til að standa straum af því að fjarlægja aflagðar varnargirðingar hið fyrsta þar sem um er að ræða bæði umhverfis- og dýravelferðarmál. Leiðir Fjárveitingavaldið verði krafið um fjármagn til að Mast geti sinnt lögboðnum verkefnum í viðhaldi á varnargirðingum. Framgangur Fjármálaráðuneyti, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Matvælastofnun verði sent erindið. Stjórn BÍ fylgi málinu eftir. » Velferðarmál dýra Markmið Búnaðarþing 2013 fagnar frum- vörpum til laga um búfjárhald og laga um velferð dýra sem nú liggja fyrir Alþingi. Búnaðarþing leggur áherslu á að tekið verði tillit til allra athugasemda um frumvörpin sem BÍ hefur komið á framfæri við Alþingi. Framgangur Stjórn BÍ fylgist með framvindu málsins og komi sjónarmiðum bænda á framfæri. » Dýralæknaþjónusta og dýravelferð Markmið Búnaðarþing 2013 leggur ríka áherslu á að löggjöf um stærð vakt- svæða dýralækna verði endurskoðuð. Vaktsvæðin eru alltof víðfeðm og ógna dýravelferð á sumum svæðum á landinu. Búnaðarþing fagnar því að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið muni beita sér fyrir að skipa starfshóp til að fara yfir löggjöf og reglur um afhendingu dýralyfja, þ.m.t. að bera þær saman við löggjöf í nágrannalöndunum með aðkomu fulltrúa bænda. Leiðir Gæta þarf þess að aðgengi bænda að dýralæknum og/eða dýralyfjum komi ekki niður á velferð dýra og skapi mikið misræmi út frá staðsetningu bænda á landinu, hvort heldur er innan eða utan dagvinnutíma. Leggja þarf sérstaka áherslu á að dýralæknar fái heimild, á grundvelli þjónustu- samninga, til að ráðstafa lyfjum til bænda sem undirgengist hafa nám- skeið um notkun og geymslu lyfja. Framgangur Stjórn BÍ þrýsti á löggjafann um að leysa þau vandamál sem skapast hafa vegna stórra vaktsvæða dýralækna. » Áfallatryggingar bænda Markmið Búnaðarþing 2013 telur brýnt að tryggingaleg staða bænda sé skýr komi til stóráfalla vegna náttúru- hamfara Leiðir Að A-deild Bjargráðasjóðs, eða sambærilegum sjóði verði tryggðir nægilegir tekjustofnar til að bæta tjón af völdum náttúruhamfara. Framtíðarhlutverk B-deildarinnar verði jafnframt tekið til skoðunar. Framgangur Stjórn BÍ vinni að framgangi málsins í samvinnu við stjórnvöld. » Fjármögnun í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2013 telur nauðsynlegt að kannaðir verði nýir lánamögu- leikar í landbúnaði til að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun innan greinarinnar. Leiðir Bændasamtökin láti gera faglega greinargerð um möguleika á fjár- mögnun í landbúnaði, þar á meðal kosti skuldabréfaútgáfu. Hvernig sé best að slíkri útgáfu staðið og hvaða skilyrði útgáfuaðilar þurfi að upp- fylla. Þá verði kannaðir möguleikar Lífeyrissjóðs bænda til aukinnar þátttöku í fjármögnun í landbún- aði svo sem með stofnun rekstrar- lánadeildar eða annarrar aðildar að lánveitingum til bænda, öðrum en sjóðfélagalánum. Framgangur Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn Bændasamtaka Íslands beiti sér fyrir úttekt í þessum málum og fái sérfræðinga sér til ráðgjafar. Úr ræðu Haraldar Benediktssonar, fráfarandi formanns BÍ, við setningu Búnaðarþings 2013: Mikill tími farið í slökkvistarf Haraldur Benediktsson lét af störfum á búnaðarþingi sem formaður Bændasamtaka Íslands eftir níu ára farsæla setu í formannsstóli. Myndir / Hkr. BÚNAÐARÞING 2013

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.