Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 1
5. tölublað 2013 Fimmtudagur 7. mars Blað nr. 390 19. árg. Upplag 28.000 Í fyrsta sinn í sögu Bænda- samtakanna er meirihluti stjórnar skipaður konum. Átta höfðu gefið kost á sér til setu í stjórn, en auk formanns sitja sex manns í stjórn Bændasamtakanna. Í nýrri stjórn sitja nú fjórar konur. Sem kunnugt er var Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti kjörinn nýr formaður Bændasamtakanna. Gerð var tillaga um að aðeins þeir átta sem gefið hefðu kost á sér væru í kjöri til stjórnar. Athugasemd var hins vegar gerð við þá máls- meðferð og þeirri skoðun haldið á lofti að í raun hlytu allir bændur sem aðild ættu að samtökunum að vera kjörgengir í kosningum til stjórnar. Leituðu forsetar þingsins eftir afstöðu búnaðarþings á því hvort sú málsmeðferð sem uppstillingarnefnd lagði til hefði stuðning. Í atkvæðagreiðslu lýstu 23 þingfulltrúar stuðningi sínum við þá málsmeðferð en 17 lýstu sig andsnúna henni. Var því kosið samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Við það sættu hins vegar nokkrir þingfulltrúar sig ekki. Mikil reiki- stefna hófst því þar sem þurfti að sætta fylkingar. Niðurstaða varð sú að ógilda skyldi kosninguna sem áður hafði farið fram en kosið á nýjan leik með þeim hætti að allir félags- menn Bændasamtaka Íslands væru kjörgengir. Samþykktu þingfulltrúar það og var því kosið á nýjan leik. Úrslit kosninganna urðu þau að Guðný Helga Björnsdóttir á Bessa- stöðum hlaut 41 atkvæði, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri 37 atkvæði, Guðbjörg Jónsdóttir á Læk 36 atkvæði, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi 36 atkvæði, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni 35 atkvæði og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum 35 atkvæði. Teljast þau sex réttkjörin sem stjórnarmenn Bændasamtakanna til næstu þriggja ára. Björn Halldórsson á Akri hlaut 24 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal 21 atkvæði, en þau höfðu einnig gefið kost á sér. Þá hlutu einnig nokkrir aðrir færri atkvæði. Uppstillingarnefnd gerði síðan tillögu að varamönnum fyrir hvern stjórnarmann og var tillaga nefndarinnar samþykkt. Varamaður Sindra Sigurgeirssonar er Guðmundur Davíðsson í Miðdal, varamaður Guðnýjar Helgu er Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, varamaður Fanneyjar Ólafar er Ólafur Þ. Gunnarsson á Giljum, varamaður Guðbjargar er Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, varamaður Þórhalls er Jón Magnús Jónsson á Reykjum, varamaður Einars Ófeigs er Jóhannes Ævar Jónsson á Espihóli og varamaður Vigdísar er Skúli Þórðarson á Refstað. /fr Búnaðarþing 2013 – karlaveldið gefur eftir í stjórn Bændasamtaka Íslands: Konur í meirihluta stjórnar í fyrsta sinn formaður undanfarin níu ár. Mynd / HKr. Mynd / HKr. 18 Úr bílasölu 23 46

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.