Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 27
búnaðarþing 2013 | 27BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 7. MARS 2013 Sindri í Bakkakoti er nýr formaður Bændasamtakanna: Vonast til að störf sín verði til gæfu fyrir alla bændur Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, var á búnaðar- þingi kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk, sem bauð sig fram rétt fyrir formanns- kjör hlaut 13 atkvæði. Sindri er því réttkjörinn formaður Bændasamtakanna. Hann þakk- aði í ræðu fyrir traustið og sagðist vona að honum tækist að haga störfum sínum þannig að þau yrðu til gæfu fyrir alla bændur á Íslandi. Sindri er 38 ára gamall sauðfjár- bóndi og býr ásamt Kristínu Kristjánsdóttur og börnum þeirra tveimur í Bakkakoti í Borgarfirði. Sindri er fyrrverandi formaður Lands samtaka sauðfjárbænda, búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og hefur síðustu ár einnig stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Gleðst yfir víðtækum stuðningi Nokkuð er um liðið síðan Sindri lýsti því yfir að hann hygðist gefa kost á sér til formanns. Lengst af leit út fyrir að hann yrði einn í framboði, allt þar til Guðbjörg bauð sig fram rétt áður en kosning átti að hefjast. Sindri segir að það hafi komið sér á óvart. „Það er eðlilegt að fólk hafi metnað og áhuga á að bjóða sig fram til svona starfa. Ég var satt að segja hissa á að ekki skyldu fleiri gefa sig fram til þess í aðdraganda búnaðar- þings. Ég var alveg búinn að ímynda mér að þessi staða gæti komið upp en ég ætla ekki að segja að ég hafi átt von á þessu þarna, ég hefði haldið að þetta myndi liggja fyrir aðeins fyrr.“ Sindri hlaut nokkuð afgerandi kosningu til formanns. Hann segir að það hafi verið gott að fá mælingu á því hvaða stuðning hann hefði í embættið. „Það var mjög gott og ég er bara ánægður með að vita að ég hef víðtækan stuðning. Ég hef verið lengi í félagsmálum og þegar svo er þá er bara eðlilegt að menn séu ekki á einu máli um mína persónu og hvernig ég hef haldið á málum, mínar skoðanir og hvernig ég hef unnið. Maður verður bara að gera ráð fyrir því, aumur er umtalslaus maður eins og þar stendur.“ Stóra krafan er endurskoðun félagskerfisins Þrátt fyrir að Sindri hafi lengi tekið þátt í félagsmálastarfi bænda og setið á búnaðarþingi í tólf ár er ljóst að mikil vinna er fram undan hjá honum við að koma sér inn í starf formanns. Sindri segir að hann kvíði því ekki enda hafi hann öflugt fólk sér við hlið í þeim efnum. „Næstu skref verða að setja mig inn í þau mál sem eru nú þegar í ferli hjá Bændasamtökunum. Það mun ég gera í samráði við fyrrver- andi formann, framkvæmdastjóra og nýja stjórn. Síðan er auðvitað að vinna úr þeim ályktunum sem búnaðar þing samþykkir nú. Þó að ég sé fullur af áhuga og hugmyndum þá er felst auð- vitað fyrst og fremst ákveðin verk- stjórn í starfi formanns, með ákvarð- anir búnaðarþings að leiðar stefi. Þar er stærsta krafan, heyrist mér vera, að farið verði í endur skoðun félags- kerfis bænda, að einfalda það og gera það skilvirkara. Mínar persónulegu hugmyndir sem lúta að félagskerfinu eru að eðlilegt sé að opna það meira. Við þurfum hins vegar auðvitað að gá að því að Bænda samtökin verði áfram hagsmunasamtök bænda. Við þurfum jafnframt að auka samvinnu og þétta raðirnar. Við þurfum að sam- nýta krafta allra þeirra sem að vinna í þessum geira. Þá er ég til dæmis að tala um starfsmenn búgreinasam- takanna. Auk þess er nefnd að störfum sem er að fjalla um samstarf búnaðar- sambandanna og Bænda samtakanna. Búnaðar samböndin eru afar mikilvæg í hagsmuna gæslu á héraðsvísu og því mjög mikilvægt að þau komi þarna að. Ég held að við verðum að taka sem best utan um þetta heildstætt og það verður verkefnið á næstunni,“ segir Sindri. Telur að sólarlag sé í Evrópusambandsumsókninni Spurður út í hver sé hans framtíðar- sýn varðandi embætti formanns og framtíðarstefnu í íslenskum land- búnaði svarar Sindri því til að hann sé á þeirri skoðun að kortleggja verði hvaða tækifæri felist í íslenskum landbúnaði og hvernig þau verði best nýtt. Hins vegar sé ljóst að utanað- komandi áhrif geti haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þar skipti ekki síst máli hver afdrif aðildarumsóknar- innar að Evrópusambandinu verði. „Framtíðarsýn næstu ára veltur á býsna mörgum þáttum. Það er t.a.m. ekki ljóst hvort Bændasamtökin þurfi að vinna ýmis verk sem við höfum þurft að sinna fram til þessa. Það hefur, eins og Haraldur forveri minn hefur nefnt, þurft að sinna ákveðnu slökkvistarfi og við höfum ekki komist til að vinna að ýmsum uppbyggilegum verkefnum. Þetta ræðst meðal annars af afdrifum Evrópusambandsumsóknarinnar. Bændasamtökin hafa unnið mjög ötullega í þeim efnum og verði umsóknin áfram á borðinu munum við áfram þurfa að sinna þeim málaflokki. Ég hef hins vegar sjálfur efasemdir um að framhald verði á því máli. Það ræðst auðvitað ekki síst í komandi Alþingiskosningum en mér finnst margt benda til þess að það sé ákveðið sólarlag í aðildarum- sókninni.“ Góð afkoma forsenda fyrir öllu „Framtíðarsýn mín að öðru leyti er að við þurfum að nýta öll þau tækifæri sem felast í íslenskum landbúnaði. Við eigum ekki bara að tala um öll þessi tækifæri, við þurfum að kortleggja hver þau eru og hvernig við getum nýtt þau. Við þurfum að marka íslenskum landbúnaði stefnu til langs tíma. Ætlum við að framleiða hér meira því eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum er að aukast? Það er spurning sem þarf að taka afstöðu til. Við þurfum líka að vara okkur á því að framleiða ekki of mikið. Það liggja mörg sóknarfæri í stöðunni eins og hún er en við verðum að sjálfsögðu að passa okkur á að fara ekki fram úr okkur sjálfum. Við verðum að gæta þess að ganga ekki um of á landið og að fara ekki fram úr okkur. Offramleiðsla getur skaðað okkur,“ segir Sindri og bætir við: „Forsendan fyrir þessu öllu saman er auðvitað að afkoma í landbúnaði sé góð, þá er allt hitt svo auðvelt. Bæði verður auðvelt að sækja fram í landbúnaði og eins að tryggja nýliðun. Ef við skoðum búreikninga sjáum við að víða er rekstur í landbúnaði í ljómandi góðu standi. Á sama tíma hefur hins vegar vantað upp á að bændur hafi getað greitt sér nægilega há laun og sömuleiðis vantar fé til endurnýjunar og uppbyggingar. Við þurfum að spyrja okkur hvað eðlileg stærð á búi þurfi að vera til að hægt sé að framfleyta þar fjölskyldu. Það verður auðvitað hver og einn að finna sinn takt í því en þessi spurning skiptir meginmáli. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að bændur hafa víða gengið á laun sín, aðföng hafa hækkað umfram afurðaverð og við því verðum við að bregðast. Hvernig það verður best gert verður viðfangsefni næstu missera.“ Vill koma á reglulegum samskiptum Sindri er eins og áður segir fyrr- verandi formaður Landssamtaka sauðfjár bænda og sjálfur sauðfjár bóndi. Sem formaður Bændasamtakanna mun hann þurfa að tala máli landbúnaðarins alls. Hann segist ekki kvíða því en leggur áherslu á að hann vilji koma á reglu- legum samskiptum við forsvarsfólk allra búgreina. „Ég held að þetta muni ganga mjög vel. Ég ætla mér að fræðast um það hvað menn eru að gera í öðrum búgreinum, þótt ég telji mig nú hafa almenna þekkingu á því heilt yfir. Ég ætla að gefa mér tíma nú í upphafi formennsku minnar til að hitta forsvarsmenn allra búgreina, ræða við þá, kynnast starfinu og heyra hvað þeir hafa til málanna að leggja.“ Verður gott að komast í fjárhúsin Sindri segir ljóst að nýtt embætti muni hafa áhrif á búrekstur hans og Kristínar í Bakkakoti. „Kristín er mikil búkona og frábært að eiga hana og börnin að í þessum efnum. Svo búa tengdaforeldrar mínir í Bakkakoti og eru ansi vel liðtæk. Ég hins vegar hugsa þetta þannig að ég geti ekki verið í þessu starfi upp á þau býtti að láta búskapinn lenda alfarið á öðrum. Ég hef hugsað mér, alla vega fyrst um sinn, að reyna að gera þetta þannig að ég sinni gegningum að morgni og að kvöldi, en sé við formannsstörf þess á milli. Það er hins vegar ljóst að það koma tímar þar sem ég verð að heiman í einhverja daga og þá þarf bara að leysa það með öðrum hætti. Ég er auðvitað að bæta við mig talsverðri vinnu en við höfum undanfarin ár hugsað um vinnuhagræðingu á búinu sem hjálpar til í þessum efnum. Maður verður kannski á kvöldin í gegningum en það er bara ljómandi fínt. Það verður gott að komast í fjárhúsin eftir daga á skrifstofunni.“ /fr Sindri Sigurgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, þakkar stuðninginn í ræðustól á búnaðarþingi eftir að niðurstaðan í formannskjörinu var orðin ljós. Mynd / HKr. » Lánamál í landbúnaði Markmið Búnaðarþing 2013 ítrekar ályktun frá fyrra ári um fjármál bænda og átelur harðlega seinagang við laus- nir á skuldamálum þeirra. Þingið telur nauðsynlegt að horfa til framtíðar og ljúka úrvinnslu mála sem tengjast efnahagshruninu 2008 Sá seinagangur sem verið hefur á lausnum skuldamála og sanngjör- num lagfæringum á stökkbreyttum lánum fjölskyldna og fyrirtækja, hefur komið í veg fyrir nauðsynle- gar ákvarðanir um uppbyggingu og atvinnusköpun til framtíðar. Leiðir Bændasamtökin gera kröfu um að: Komist verði að samkomulagi um aðferðir við mat á bújörðum er taki mið af núverandi starfsemi og ástandi jarðanna. Búrekstraráætlanir er taki tillit til eðlilegrar afkomu bænda og en- durnýjunar rekstrar- og fastafjár- muna verði lagðar til grundvallar við lausnir. Lausnir verði sniðnar að mis- munandi rekstrareiningum þannig að boðið verði upp á framtíðar- lausnir í lánamálum án tillits til bústærðar. Skilmálar fjármálagjörninga verði skýrir, skerði ekki réttindi sem kunna að skapast við seinni tíma úrskurði og/eða dóma. Gera verður kröfu um að fjárhagsleg endurskipulagning sé til lengri tíma. · Lokið verði við endurútreikning gengistryggðra lána sem fyrst til að ljúka þeirri óvissu sem er um fjárhagsstöðu viðkomandi búa. Mótaðar verði aðgerðir til leiðrét- tingar á verðtryggðum lánum með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi og komi þær til móts við almen- ning og bændur er sýndu ráðdeild og skynsemi við ákvarðanatöku á árunum fyrir hrun. Samið verði um afdrif biðlána þannig að ljúka megi fjárhagslegri endurskipulagningu búanna. Samkeppnisskilyrði í bankastarf- semi verði bætt með því að: Takmarka eða setja reglur um uppgreiðslugjöld lána. Lántökugjöld verði í samræmi við raunverulega umsýslu lán- sins. Stimpilgjöld verði ekki innheimt við endurfjármögnun lána milli lánastofnana. Bændasamtökin vinni að því að leita leiða til þess að takmarka persónulegar ábyrgðir í land- búnaðarrekstri, m.a. með því að skilgreina og veita ráðgjöf um hep- pilegt rekstarform fyrir búrekstur. Framgangur Búnaðarþing leggur áherslu á að stjórn Bændasamtaka Íslands be- iti sér af fullum þunga í þessum málum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.