Bændablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013
Ferðaþjónustubændur eru
komnir í jólaskap og sem
endranær eru þeir farnir að
skipuleggja ýmsa spennandi
viðburði sem verða haldnir á
aðventunni. Fjölbreytt úrval
af ljúffengum jólahlaðborðum,
notalegri gistingu og spennandi
afþreyingu verður í boði hjá
ferðaþjónustubændum út
um allt land. Sem dæmi má
nefna handverksmarkaði,
aðventuhlaðborð og sérstakar
fjölskylduskemmtanir sem geta
orðið að ógleymanlegri upplifun
fyrir fólk á öllum aldri. Hægt að
nálgast nánari upplýsingar um
það sem er í boði á www.sveit.is.
Vaxandi ferðaþjónusta á
Gauksmýri
Sveitasetrið Gauksmýri er eitt
fjölmargra ferðaþjónustubýla
sem hefur verið að byggja upp
þjónustu í þessum geira á liðnum
árum. Gestgjafar og eigendur
Sveitasetursins Gauksmýri eru
Sigríður Lárusdóttir og Jóhann
Albertsson. Hann segir að þar
sé rekin ferðaþjónusta með
áherslu á náttúru- og hestatengda
ferðaþjónustu sem aðhyllist
umhverfisstefnu Ferðaþjónustu
bænda.
Gauksmýri er í Línakradal í
Húnaþingi vestra, mitt á milli
Reykjavíkur (194 km) og Akureyrar
(194 km). Þjóðvegur númer 1 liggur
í gegnum landareignina. Næstu
þéttbýlisstaðir við Gauksmýri
eru Laugarbakki (7 km) og
Hvammstangi (10 km). Samgöngur
við höfuðstaðina í suðri og norðri
eru mjög góðar og ferðir með
áætlunarbifreiðum tíðar.
Jóhann segir að þau hafi staðið
í mikilli uppbyggingu vegna
ferðaþjónustunnar á árunum í
2005 og 2006. Síðan hafi þau
verið að reyna að fóta sig eftir
efnahagshrunið 2008. Þau séu nú
með opið allt árið fyrir utan jól
og páska. Ferðaþjónustan sé því
farin að veita töluverða atvinnu í
héraðinu.
Vaxtarbroddur
í hestasýningunum
„Við erum með 20 herbergi með
baði og sex herbergi þar sem bað
er sameiginlegt. Yfir sumarið starfa
hér um 24 við okkar margþættu
starfsemi, gistingu, veitingar og
afþreyingu i kringum hrossin, en
yfir vetrarmánuðina erum við
sex. Varðandi hrossin erum við
með hestaleigu, tamningar og
hestasýningar og þar er mikill
vaxtarbroddur. Ætli við séum ekki
búin að taka um 140 hópa inn á
hestasýningarnar í sumar og þær
verða líka í vetur.“
Árstíðasveiflan enn of mikil
„Það var mikið að gera í sumar
þó rólegt sé orðið núna. Aðsóknin
eykst með hverju árinu sem líður
og ferðatímabilið lengist. Ég hef þá
bjargföstu trú að það sé ekki hægt
að lengja ferðatímabilið nema menn
séu tilbúnir til að hafa opið allt árið.
Árstíðasveiflan er þó að mínu mati
enn of mikil en ég er sannfærður
um að það muni lagast.
Nú í vetur erum við að prófa
að hafa hestaleiguna opna og það
hefur verið að eins að tínast inn í
það líka. Þá erum við að taka hér
inn alls konar árshátíðarhópa, fundi
og verðum með jólahlaðborð sex
kvöld um þrjár helgar. Við byrjum
með jólahlaðborðið 29. nóvember.“
Jóhann segir að það hafi verið
mjög vel bókað í sumar og að
stærstum hluta af útlendingum
eða um 90–95%. „Manni bregður
stundum ef maður heyrir gestina
tala íslensku.“
Þegar orðið töluvert bókað
fyrir árið 2015
– Er eitthvað byrjað að bóka gistingu
fyrir næsta ár?
„Já, það er orðið glettilega vel
bókað fyrir 2014. Þá er alveg nýtt í
þessu, sem við höfum ekki upplifað
áður, að það er farið að bóka á fullu
fyrir árið 2015. Að stórum hluta eru
það ferðaskrifstofur en það er búið
að bóka töluvert mikið fyrir 2015.
Íslendingarnir panta hinsvegar helst
ekki fyrr en deginum áður ef þeir
panta þá á annað borð. Oft lenda
menn þá í því að það sé uppbókað
svo ég held að Íslendingar verði að
fara að temja sér meira forsjálni
útlendinga hvað þetta varðar.“
Mikil þörf orðin á að dreifa
aðsókninni
Ljóst er að mikið er verið að fjárfesta
i ferðaþjónustu víða um land. Jóhann
segist ekki óttast að menn séu að
offjárfesta í greininni, enda sé
mikill uppgangur og stöðug fjölgun
ferðamanna ár eftir ár. Hinsvegar
þurfi ferðaskrifstofurnar að fara að
huga að því að dreifa viðskiptavinum
sínum víðar um landið en bara á
vinsælustu ferðamannastaðina, sem
sumir séu orðnir verulega ásetnir.
„Ég held að menn verði að
fara að hugsa þetta svolítið upp á
nýtt. Ég bendi á svæði eins og hér
í kringum okkur. Vatnsnesið hefur
upp á margt að bjóða og stutt er
héðan á Arnarvatnsheiði og þess
vegna yfir á Snæfellsnes og Vestfirði.
Vetrarferðamennskan hefur samt
mest farið fram á Suðurlandi, en
ég held að það komi til með að
breytast.“
Hjónin á Gauksmýri deila hér
uppskrift að jólaís sem þeim þykir
ómissandi að hafa á borðum yfir
hátíðarnar.
Jólaís Jóa og Siggu á Gauksmýri
3 egg
3 msk. sykur
Vanilludropar
0,5 l rjómi (þeyttur)
Söxuð kokkteilber
Rifið marsipan
Þeytið egg, sykur og vanilludropa
vel saman. Blandið saman við
þeytta rjómann. Bætið söxuðum
kokteilberjum og rifnu marsipani út
í. Frystið í að minnsta kosti 8 tíma.
/HKr.
Góður gangur hjá ferðaþjónustubændum – jólahlaðborð og viðburðir í boði á aðventunni:
Vaxandi aðsókn að Gauksmýri og þegar
búið að bóka töluvert fyrir árið 2015
– Jóhann Albertsson segir samt þörf á að dreifa ferðamannastraumnum betur út fyrir vinsælustu staðina
Gauksmýri er í Línakradal í Húnaþingi vestra við þjóðveg 1, nákvæmlega
mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Hestaferðir og hestasýningar á Gauksmýri eru mjög vinsælar hjá ferðamönnum.
Velgengnisdagar í MA:
Nemendur fræddust um
vistkerfi íslenskra skóga
Velgengnisdagar voru haldnir
í Menntaskólanum á Akureyri
nýverið og var þema hjá 3.
bekk sjálf bærni og framtíðin.
Starfsmenn Norðurlandsskóga
urðu fúslega við beiðni skólans um
að fræða nemendur um skógrækt.
Dagurinn var skipulagður þannig
að nemendur fengu fyrirlestra fyrir
hádegi þar sem fjallað var um hlýnun
andrúmslofts, bráðnun jökla og áhrif
þess á samfélög á norðurslóðum
og ræktun og bindingu kolefnis.
Eftir hádegi var haldið í Lystigarð
Akureyrar, þar sem krakkarnir
voru í sex hópum og ferðuðust á
milli jafn margra stöðva víðs vegar
í garðinum. Á stöðvunum var
fjallað um vistkerfi íslenskra skóga,
skógrækt við mismunandi aðsæður,
fjölgun trjáplantna, skógrækt sem
atvinnugrein, mælingar og vöxt
trjáa og að nýta afurðir skógarins til
skeytinga og matar.
Dagurinn tókst í alla staði vel
og var ekki annað að sjá en að
nemendum líkaði vel þessi tilbreytni
frá hefðbundinni kennslu. Valgerður
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Norðurlandsskóga, segir þetta lofsvert
framtak hjá Menntaskólanum á
Akureyri og fleiri skólar mættu
taka sér svipaða kennsluhætti til
fyrirmyndar. /MÞÞ
Bergsveinn Þórsson, starfsmaður hjá Norðurlandsskógum, fræðir nemendur
Akureyri.
Nú geta íslenskir neytendur séð
hvaða matvörur uppfylla skilyrði
um hollustu með því að skima
eftir norræna skráargatsmerkinu
á umbúðum. Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, undir-
ritaði á dögunum reglugerð
um norræna Skráargatið sem
rammar inn þær reglur sem fara
á eftir við merkingar á hollum
matvörum. Markmiðið með
merkinu er að hjálpa neytendum
að velja hollari matvörur, en
framleiðendum er í sjálfsvald sett
hvort þeir nota merkið ef vörur
þeirra uppfylla ákveðin skilyrði.
Samnorrænt merki
Matvælastofnun og Embætti
landlæknis standa sameiginlega á
bak við Skráargatið og hafa unnið
að innleiðingu þess. Um er að ræða
opinbert samnorrænt merki sem
finna má á umbúðum matvara sem
uppfylla ákveðin skilyrði varðandi
innihald næringarefna:
- Minni og hollari fita
- Minni sykur
- Minna salt
- Meira af trefjum og heilkorni
Skráargatið auðveldar hollara val
og þar með að fara eftir opinberum
ráðleggingum um mataræði.
Vörur sem bera merkið eru hollari
en aðrar vörur í sama flokki sem
ekki uppfylla skilyrði til að bera
merkið. Matvælaframleiðendum er
frjálst að nota Skráargatið á sínar
vörur, uppfylli þær ákveðin skilyrði
varðandi innihald næringarefna.
Hvetjandi fyrir
matvælaframleiðendur
Í frétt á vef atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins segir
að auk þess að vera upplýsandi
fyrir neytendur hvetji merkið
matvælaframleiðendur til að þróa
hollari matvörur og stuðli þannig
að auknu úrvali á hollum matvælum
á markaði. Matvælastofnunar og
heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna
hafa það hlutverk að fylgjast með
því að farið sé eftir reglum um
notkun merkisins.
Vel þekkt á Norðurlöndum
Skráargatið er vel þekkt í
nágrannalöndum okkar en það hefur
verið í notkun í Svíþjóð í tæplega
20 ár. Árið 2009 var merkið tekið
upp í Noregi og Danmörku.
Vefurinn skraargat.is
Nánari upplýsingar um Skráargatið
er að finna á vefnum skraargat.is.
Skráargatið
innleitt á
Íslandi
– einfalt að velja hollari matvörur
Ráðherra undirritar reglugerð um
Skráargatið. Landlæknir og forstjóri
Mast fylgjast með. Mynd / ANR