Bændablaðið - 14.11.2013, Page 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013
Línudans ehf. er nýsköpunar-
fyrirtæki sem hefur unnið að þróun
rafmagnsmastra úr trefja plasti
sem hafa margvíslega eiginleika
umfram hefðbundin raforku-
möstur sem byggð eru úr prófíl-
stáli. Einn helsti kosturinn er sá
að hægt er að laga útlit þeirra mun
meira að umhverfinu þannig að þau
skapi ekki eins mikla sjón mengun í
náttúrunni og hefðbundin möstur.
Magnús Rannver Rafnsson er í
forsvari fyrir Línudans, en fyrirtækið
hefur fengið aðstöðu í þekkingarsetri
(Innovation House) sem komið hefur
verið á fót á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi,
að tilstuðlan Jóns Von Tetzchner,
stofnanda norska fyrirtækisins Opera
Software. Hann segir að eigendur
Línudans séu búnir að grandskoða
þessi mál á undanförnum árum og
séu nú að leita eftir fjármagni til
framleiðslu frumgerða. Því ferli ljúki
með prófunum og vottun í Þýskalandi
sem eigi að opna aðgengi að öllum
mörkuðum.
„Við höfum verið að vinna að
okkar verkefnum með góðri aðstoð
Norðmanna en einnig Þjóðverja og
höfum þar fengið mikla aðstoð frá
háskóla í Stuttgart. Ég hef einnig verið
að vinna við háskóla í Noregi þar sem
ég hef samhliða kennslu sinnt þessu
verkefni. Þá hafa íslensk fyrirtæki
komið að þessu, má þar nefnaVerkís,
Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar,
Háskólann í Reykjavík, Trefjar ehf. í
Hafnarfirði og Nýsköpunarmiðstöð.
Viðskiptalíkan okkar gengur út
á að hefja framleiðslu á trefjaplast-
möstrum hér á landi. Það mun skapa
um hundrað störf fyrir utan afleidd
störf, en markaðurinn fyrir þessa vöru
er gríðarlega stór. Viðskiptalíkanið
gerir ráð fyrir uppbyggingu í níu ár og
munum við þá hafa markaðshlutdeild
sem nemur broti úr prósenti Evrópu-
markaðarins. Það eru gríðarlega
stórar tölur á þessu sviði.“
Góð viðbrögð en viss tregða
Magnús segir að viðbrögðin hafi
verið góð í Þýskalandi, Noregi og á
Íslandi. Þá hafi fyrirtækið undirritað
samstarfssamning við Landsnet,
sem feli í sér þróun á einni af fimm
gerðum sem hafa verið í vinnslu.
Eigi að síður segir Magnús að erfitt
sé að fá menn til að meðtaka nýjar
hugmyndir eins og þessar.
Hann segir að um leið og fjár-
mögnun fáist til að fara í kerfis-
bundna frumgerðaframleiðslu taki
um tvo ár að fá vottun í Þýskalandi.
Ákveðnir kostir umfram
jarðstrengi
„Það hefur verið mikil umræða um
háspennumöstur og jarðstrengi að
undanförnu. Háspennumöstur hafa þó
enn marga kosti umfram jarðstrengi,“
segir Magnús.
„Við höfum einmitt fengist við
lausnir varðandi háspennustrengi
fyrir 220 kílóvolta spennu og hærri.
Það er ljóst að sjónræn áhrif stýra
mjög umræðunni um hvort reisa
eigi háspennumöstur eða leggja
jarðstrengi. Fólk vill almennt ekki
sjá háspennumöstur í umverfinu. Það
er einn þáttur sem við höfum skoðað
ítarlega, þ.e. hvers vegna fólk hafi
þessa afstöðu. Þetta var nefnilega
hreint ekki svona á bernskuárum
stálgrindamastranna. Ein megin-
ástæðan hefur með rannsóknir og
tækniþróun að gera.
Snemma á tuttugustu öldinni
var bygging háspennumastra og
brúa byggð á sömu tækni, þ.e.
stálgrindaverkfræði. Það voru
einkum þróuðu ríkin sem gátu reist
slík mannvirki, sem bættu ímynd
og stolt íbúa í viðkomandi löndum.
Þetta voru ríki sem réðu yfir mikilli
þekkingu á verkfræðisviðinu og
mannvirkin urðu stolt tákn framfara,
velferðar og nútímatækniþróunar. Frá
upphafsárum stálgrinda verkfræðinnar
og sérstaklega á árunum eftir seinna
stríð hafa orðið miklar breytingar á
hinni þá hefðbundnu brúarhönnun
og brúargerð, sem þróast hefur
jafnt og þétt í marga áratugi og
gerir enn. Meginástæða þess er að
miklu fjármagni hefur verið varið í
rannsóknir, þróun og hönnun slíkra
mannvirkja úti um allan heim. Það
finnst varla sá háskóli sem ekki
stundar rannsóknir á sviði brúar-
og vegagerðar, sem eru mikilvægir
innviðir í samfélaginu eins og
flutningskerfi raforku. Enda nýtur
brúarverkfræði enn í dag mikillar
virðingar bæði á meðal almennings
og verkfræðinga, er enn þann dag
í dag sterkt tákn um framfarir og
tækniþróun.
Þegar þróun í verkfræði á sviði
háspennumastra er skoðuð er um
allt annað ferli að ræða. Þar er
enn verið að nota sömu tækni og
í byrjun síðustu aldar. Þetta er
staðreynd enda er birtingarmynd
stálgrindamastra í samræmi við
það. Drjúgur hluti andstöðunnar
við hefðbundin háspennumöstur er
einmitt tilkominn vegna þessa. Þau
eru – hvort sem okkur líkar betur
eða verr – táknmynd liðinna tíma,
birtingarmynd stöðnunar og fulltrúi
gamaldags viðhorfa um iðnvæðingu.
Það er sú tilfinning sem fólk fær
í nærveru þessara mannvirkja,
meðvitað eða ómeðvitað, fólki líkar
ekki þessi skilaboð.
Nútíma iðnvæðing á að byggja á
því besta sem hægt er að gera í dag,
eins og í árdaga háspennuverkfræði.
Ný tækni talar annað tungumál,
hefur aðra birtingarmynd og færir
okkur önnur skilaboð um stöðu
samfélagsins, velferðarstig þess og
almenna tækniþekkingu. Burtséð frá
öllum þeim tæknilegu, umhverfislegu
og hagrænu kostum sem ný tækni
færir okkur.
Við segjum því; með því að notast
við nýja hugmyndafræði sem byggir
á nútímaverkfræði og þróa nýjar
gerðir háspennumastra sem eru eins
umhverfisvæn og tæknilega vel þróuð
og hægt er í dag á hagkvæman hátt,
myndi fólk líta þetta öðrum augum.
Ég er samt ekki að tala um einhverja
skúlptúra eða geimvísindi í þeim
efnum, skúlptúralausnir hafa verið
áberandi í arkitektasamkeppnum
um háspennumöstur. Sú aðferð sem
Línudans hefur þróað býður upp á
mikinn sveigjanleika í mörgu tilliti,
bæði með tilliti til mastursgerða,
forms, lita og almennt bestunar á
efnisnotkun. Möguleikarnir hér eru
í öðrum víddum borið saman við
hefðbundnar stállausnir, sem verða
ekki bestaðar frekar.
Mikill styrkleiki
– Er hægt að gera jafn öflug
burðarvirki úr plasti og stáli?
„Það er ekki nokkur spurning.
Við höfum þó verið gagnrýndir
opinberlega fyrir hugmyndir okkar af
einum aðalhönnuði raforku flutnings-
kerfisins á Íslandi. Í mjög óvæginni
og harðorðri grein í Morgunblaðinu
var því haldið fram að þetta væri allt
saman tóm vitleysa hjá okkur. Það
verður hins vegar líka að skoða slíka
gagnrýni í ljósi hagsmunatengsla.
Landsnet ætlar að eyða 77 milljörðum
í flutningskerfið á næstu 10 árum.
Af því fara líklega hátt í 10-15%
til verkfræðinga. Einhverjum þykir
það kannski eðlilegt að þeir sem
byggt hafa kjarnastarfsemi sína á
hönnun línumannvirkja með gamla
laginu reyni að verja sína hagsmuni.
Fyrir okkur eru slík greinaskrif
skemmdarverk á íslenskri nýsköpun.
Við notum meðvitað orðið
trefjaplast þótt átt sé við trefjastyrkt
plast. Þar erum við að vinna með
koltrefjar, glertrefjar og mögulega
basalttrefjar. Það er einmitt spennandi
kostur að nota basalttrefjar, þar sem
Ísland er að stærstum hluta myndað
úr basalti. Þá veit ég að verið er að
kanna möguleika á því að framleiða
basalttrefjar hérlendis.“
Trefastyrkt plastefni með stórt
hlutverk í verkfræði 21. aldar
„Trefjaplast er því með miklu meira
en nægjanlegan styrkleika og er
mjög oft miklu sterkara efni en stál.
Flugvélaiðnaðurinn væri t.d. ekki að
nota upp undir 60-80% trefjaplast
í ýmsu formi við smíði flugvéla ef
það væri ekki nógu sterkt. Nýjasta
þróunin er að bílaframleiðendur
eru í massavís að koma sér upp
verksmiðjum til að framleiða trefjar
fyrir sína bílaframleiðslu. Það er því
alveg ljóst að trefjastyrkt plastefni
munu leika mjög stórt hlutverk í
verkfræði 21. aldar.“
Áhuginn fyrir trefjaplasti
er mikið að aukast
„Ég var á sýningu í Stuttgart nú í
haust og þar kom greinilega fram
að byggingageirinn mun banka
sterkt á dyrnar og þreifa fyrir sér
með notkun á trefjaplasti. Í mjög
mörgum tilvikum hefur það mikla
kosti umfram önnur hefðbundin
byggingarefni. Hér er þó ekki átt við
að hefðbundin byggingarefni séu á
útleið, fjölbreytileikinn verður meiri.
Ástæðan fyrir því að trefjaplast
hentar vel til smíði háspennumastra
er möguleikinn á hagkvæmri
fjöldaframleiðslu og hið mikla magn
sem einkennir raforkuflutningskerfi.
Eitt háspennumastur úr stáli getur
vegið tugi tonna, tvö til þrjú möstur
á hvern kíló metra. Á hundrað kíló-
metra kafla geta menn því verið að
tala um tvo til þrjú hundruð möstur.
Með fjöldaframleiðslu í trefjaplasti
verða til mikil tækifæri til að
hámarka efnisnotkun. Einnig að nota
hagkvæma burðartækni, sem ekki er
hægt að gera þegar möstur eru byggð
úr stáli með opnum prófílum sem
boltaðir eru saman á byggingarstað.
Við höldum því þess vegna fram að
þessi kostur sem við bjóðum fyrir
raforkuflutning á háspennu sé sá
umhverfisvænsti sem völ er á í dag,
líka í samanburði við jarðstrengi.“
– Yrði þá hægt að smíða slík
möstur á samkeppnishæfu verði
miðað við eldri tækni?
„Í raun hefur stærsti hluti
vinnu okkar farið í að þróa og
kanna leiðir til að gera þetta á
sambærilegu verði og helst á
hagkvæmari hátt en þekkt er í dag.
Það liggur ákveðinn stofnkostnaður
í framleiðslu móta sem síðan má nota
til fjöldaframleiðslu á þúsundum
eininga. Því fleiri sem einingarnar
eru, þeim mun meiri hagkvæmni næst
út úr framleiðslunni. Einn þáttur í
hagkvæmninni er líka mikil ending
slíkra mastra. Þau endast mun lengur
en stálmöstur. Þau tærast ekki eins og
þekkt er t.d. með möstrin sem verða
fyrir útblæstri brennisteinsvetnis á
Hellisheiði. Við slíkar aðstæður yrði
endingin margföld ending stáls. Það
þyrftu menn að hafa í huga ef fara á í
frekari virkjun jarðhita á Reykjanesi.“
Líka hugsað fyrir landnýtingu
bænda
Framleiðsla á möstrum úr trefjaplasti
er þegar þekkt erlendis og hefur
verið að aukast. Línudans hóf
rannsóknar- og þróunarvinnu sína
árið 2008 og hefur síðan unnið að
því að þróa hagkvæma aðferð fyrir
hönnun og byggingu mastra sem
gerð eru alfarið úr trefjastyrktu
plasti. Fimm grunngerðir mastra eru
m.a. afrakstur fyrirtækisins. Þar af
er ein sem varð til eftir viðræður við
orku fyrirtæki í Þýskalandi. Þar var
hugsunin að möstur sem sett væru
niður á landbúnaðarjarðir trufluðu
ekki landnýtingu og störf bænda sem
fara um á dráttarvélum og vinnslu-
tækjum. Hægt er að aka undir möstrin
á landbúnaðartækjum og þannig nýta
landið nánast að fullu undir þeim.
Einnig hafa verið hönnuð einfaldari
möstur, m.a. með íslenskan veruleika
í huga.
Segir háspennumöstur vera
staðreynd um langa framtíð
„Það verður þannig að öllum
líkindum næstu áratugi að þörf
verður á að nota háspennumöstur
þar sem ekki er hagkvæmt að leggja
jarðstrengi. Það er til dæmis enn mjög
mikið mál að leggja 400 kíóvolta
jarðstrengi og deilt er um hagkvæmni
220 volta strengja. Niðurstaða
okkar er að skynsamlegast sé að
byggja trefjastyrkt plastmöstur fyrir
háspennulagnir af mjög mörgum
ástæðum. Það er af tæknilegum
ástæðum, efnahagslegum og
umhverfislegum ástæðum. Sem
dæmi er mengun mun minni við
framleiðslu, flutning og uppsetningu
á trefjaplastmöstrum en stálmöstrum.
Það á bæði við um útblástur mengandi
efna, gróðurskemmdir og jarðvegs-
röskun almennt. Þá eru plastmöstrin
auðveldari í flutningum sem auk þess
ganga mun hraðar fyrir sig en þegar
hefðbundin möstur eru annarsvegar.
Svo ekki sé talað um sjónræn áhrif,
sem eru af allt öðrum toga.
Sjónræn áhrif við lagningu
jarðstrengja eru líka umtalsverð. Ef
farið væri með jarðstreng í gegnum
hraun væru umhverfisáhrifin
óafturkræf. Værum við sátt við það ef
hraunið á Hellisheiðinni yrði grafið í
sundur fyrir háspennustrengi? Þá þarf
að hafa í huga að þegar jarðstrengur
bilar er í dag erfitt að staðsetja
bilunina, auk þess sem viðgerð getur
orðið mun tafsamari en við loftlínur,“
segir Magnús R. Rafnsson.
/HKr.
Orkumál
Nýsköpunarfyrirtækið Línudans kynnir nýjar hugmyndir við lagningu háspennulína:
Vinnur að hönnun umhverfisvænna háspennu-
mastra úr trefjastyrktu plasti
Mynd / Línudans
Þessi grunngerð af háspennumöstrum var hugsuð út frá þörf þýskra bænda
Magnús Rannver Rafnsson