Bændablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 20

Bændablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Orkumál Íslendingar hafa möguleika á að vera sjálfbærir í eldsneytisframleiðslu um mjög langa framtíð: Ekki bara íblöndun, heldur 100% íslenskt „grænt“ fljótandi eldsneyti Auknar kröfur um endurnýjanlegt eldsneyti í Evrópu, gæti reynst vatn á myllu Íslendinga ef rétt verður á spöðum haldið. Í nýjum lögum sem taka eiga gildi 1. janúar næstkomandi er rætt um 3,5% íblöndun endurnýjanlegra orkugjafa í eldsneyti. Lengi hefur þó verið ljóst að hægt er að ganga alla leið hér á landi og bjóða upp á 100% íslenskt fljótandi eldsneyti. Tæknin er vel þekkt, prófanir hafa verið gerðar og ákveðin þróunarvinna hefur verið í gangi. Væntanlega er framhaldið þó bara spurning um kjark og vilja til að ýta málinu áfram og fjármagn til að framkvæma hlutina. Allt sem þarf er lífmassi og raforka Framleiðsla á dísilolíu og bensíni með nýtingu á hálmi, heyi eða öðrum kolefnisríkum lífmassa er vel þekkt tækni sem Þjóðverjar nýttu sér m.a. annars í seinni heimsstyrjöldinni. Þjóðverjar neyddust til að hætta að mestu innflutningi á olíu í kjölfar kreppunnar 1929 og hófu að framleiða hana sjálfir innanlands úr lífmassa, en þó að mestu úr brúnkolum. Þjóðverjar vildu vera sjálfstæðir í eldsneytismálum sem var meðal annars lykillinn að hernaðaruppbyggingu þeirra. Til að ýta undir innanlandsframleiðslu settu þeir á háa innflutningstolla á eldsneyti. Árið 1940 voru sex fyrirtæki í Þýskalandi með 96% af olíumarkaðnum þar í landi og framleiddu umtalsvert magn af innlendu eldsneyti. Þetta voru Deutsche Erdol, Elwerath, Wintershall, Preussag, Deutsche Vacuum, og Brigitta (Shell). Íslendingar hafa mikið forskot með sína hreinu raforku Auk lífmassa þarf mikið af vetni í slíka framleiðslu. Hér á landi er auðvelt að framleiða vistvænt vetni með raforku frá vatnsaflsvirkjunum, sem Þjóðverjar þurftu að vinna úr kolum. Þarna væri t.d. afar hentug leið til að „geyma“ raforku sem framleidd yrði í óstöðugum rennslisvirkjunum, sjávarfallavirkjunum eða með vindorku. Geymslan færi þá fram með þeim hætti að umbreyta raforkunni í vetni. Í þetta mætti líka sem best nýta umframorku í orkukerfi landsmanna þegar best hentar í stað þess að fara í verulega áhættusaman útflutning. Vetnið yrði síðan notað þegar á þyrfti að halda við framleiðslu á fljótandi eldsneyti. Það gæti jafnfram orðið hreinna en það jarðefnaeldsneyti sem nú er í boði. Myndi leiða til betri stöðu gagnvart Kyoto-bókuninni Brennsla á eldsneyti sem framleitt yrði úr endurnýjanlegum lífmassa og að verulegum hluta með hreinu vetni myndi væntanlega bæta stöðu Íslendinga gagnvart Kyoto- bókuninni frá 1992. Ef Íslendingar gætu framleitt slíkt eldsneyti á allan sinn bíla- og skipaflota, yrði það væntanlegaverða skilgreint sem grænt eldsneyti og þýða verulegan samdrátt í útblæstri samkvæmt skilgreiningum Kyoto. Með slíkri framleiðslu myndu Íslendingar því slá margar flugur í einu höggi. Myndi fæða af sér öflugan efnaiðnað Grunurinn að þessu er eins og áður sagði vetnisframleiðsla og síðan kolun lífmassa í lokuðu kerfi sem gefur af sér tjöru og hráolíu. Vetninu yrði síðan bætt í til að framleiða nothæft eldsneyti og önnur efni. Vistvænt vetnið skapar þar um helming orkugildis eldsneytisins. Þorbjörn A. Friðriksson efna- fræðingur er sá Íslendingur sem hefur líklega skoðað þetta einna mest. Hann hefur m.a. gert kostnaðarlíkan og sett upp eigin prufuvinnslu með góðum árangri og vinnur nú að frekari þróun tilraunabúnaðar til olíuframleiðslu með vetnisinnblöndun. Samkvæmt kostnaðarlíkani hans þyrfti að framleiða umtalsvert magn af olíu ef hún ein og sér ætti að standa undir kostnaði. Dæmið lítur aftur á móti allt öðru vísi og hagstæðar út ef samhliða yrði lögð áhersla á að framleiða fjölþættar aðrar dýrar afurðir sem hægt er að ná út úr slíku vinnsluferli. Olían sem úr þessu fengist yrði þá í raun fjárhagsleg aukaafurð. Auk olíu er hægt að framleiða úr þeim fljótandi massa sem þarna yrði til, aragrúa annarra mjög verðmætra efna, þar á meðal plastefni og ótölulegan fjölda annarra afurða. Bændur spiluðu stóra rullu Samkvæmt upplýsingum sem Bændablaðið hefur aflað sér gætu bændur leikið stórt hlutverk við framleiðslu á lífmassa fyrir slíka eldsneytis- og efnaverksmiðju. Hér á landi er mikið ónýtt land fyrir hendi sem nýta mætti til ræktunar á tegundum sem annars eru ekki nýttar til fóðurs eða manneldis. Uppbygging slíkrar ræktunar tæki þó talsvert langan tíma og því er talið raunhæfara að í upphafi yrði mór uppistaðan í lífmassanum sem notaður yrði. Þar gætu bændur líka verið leiðandi við mótekju og þurrkun. Getum verið sjálfbær um alla framtíð Ef mórinn er skoðaður frekar til framleiðslu á fljótandi eldsneyti búa Íslendingar við einstakar aðstæður. Mór er til í gríðarlegu magni hér á landi og áætlað hefur verið að hann gæti einn og sér geti nýst til framleiðslu á fljótandi eldsneyti fyrir Íslendinga í þúsund ár eða meira. Með öðrum orðum, Íslendingar yrðu sjálfum sér nægir um eldsneyti um alla framtíð. Það er meira en nokkur önnur þjóð í heiminum getur státað af. Það sem meira er, gerðir hafa verið útreikningar sem sýna að slík eldsneytisframleiðsla gæti verið mjög vel samkeppnisfær við jarðefnaeldsneyti í dag. Þá hefur mór þann kost umfram aðra kolefnisgjafa að hann inniheldur talsvert af vetni, sem auðveldar umbreytingu yfir í fljótandi eldsneyti. Aðferðirnar eru mjög vel þekkar. Með aðgerðarleysi eru Íslendingar örgustu umhverfissóðar Mór er í eðli sínu endurnýjanleg auðlind. Mór hefur þó líka þann galla, líkt og rotnandi skógur, að ef hann er ekkert nýttur eða kaffærður í vatni, skilar hann gríðarlegu magni af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Umbreyting á mó í olíu, sem skapaði eins hreinan bruna og hægt er, myndi því draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er líkt og hægt er að gera með brennslu á metangasi úr ruslahaugum landsmanna. Það er því mikil ranghugsun falin í því að með því að með því að gera ekki neitt í nýtingu eða umhirðu á mómýrum landsins sem og frekari nýtingu raforkumöguleika og annarar auðlinda landsins muni Íslendingar verða hrein þjóð og til fyrirmyndar hvað varðar umhverfis- og loftslagsmál. Þvert á móti mætti allt eins segja að með aðgerðarleysi í þessum málum séu Íslendingar einhverjir örgustu umhverfissóðar á jörðinni. Sem fyrr segir vinnur Þorbjörn A. Friðriksson efnafræðingur nú að tæknilegri þróun hugmynda um eldsneytisvinnslu úr lífmassa hér á landi. Áhugasamir geta haft samband við hann í síma 863-3726. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Þýsk olíuvinnslustöð eftir loftárás í seinni heimsstyrjöldinni árið 1943. Kröfur um endurnýjanlegt eldsneyti: Íblöndun eldsneytis verður skylda frá 1. janúar Ný lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi eiga að taka gildi hér á landi 1. janúar 2014. Markmið laga þessara er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Hefur innleiðing laganna sætt talsverðri gagnrýni, að undanförnu, ekki síst í ljósi þess að fullyrt er að íblöndun eldsneytis muni leiða til aukinnar eldsneytiseyðslu og þar með aukins kostnaðar neytenda. Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að hvetja til notkunar orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum og niðurfellingu eldri tilskipana. Í þriðju grein laganna segir: Söluaðila eldsneytis á Íslandi ber að tryggja að minnst 3,5% af orkugildi heildarsölu hans af eldsneyti til notkunar í samgöngum á öllu landinu á ári sé endurnýjanlegt eldsneyti. Frá 1. janúar 2015 skal tryggja að minnst 5,0% af heildarorkugildi eldsneytis til notkunar í samgöngum á landi á ári sé endurnýjanlegt eldsneyti. Aðeins eldsneyti sem uppfyllir nánari ákvæði 4. gr. má nota til að uppfylla þetta skilyrði. Endurnýjanlegt eldsneyti sem unnið er úr lífrænum eða ólífrænum úrgangsefnum sem ekki er unnt að nýta til manneldis eða sem dýrafóður, svo sem úr lífrænum úrgangi, húsasorpi í föstu formi, sellulósa og lignósellulósa, má telja tvöfalt á við sama magn annars endurnýjanlegs eldsneytis, til að uppfylla skilyrði 1. mgr. Eldsneyti sem flutt er úr landi telst ekki hluti af heildarorkugildi eldsneytis söluaðila skv. 1. mgr. Framselji söluaðili eldsneyti til annars söluaðila innan lands ber viðtakanda að uppfylla skilyrðið. Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð á um viðmiðunargildi orku í helstu tegundum eldsneytis í formi vökva eða gass sem notaðar eru hér á landi. Ef hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis er meira en 10% af rúmmáli eldsneytisblöndu skal slíkt vera tilgreint með skýrum hætti á sölustað. Í fjórðu grein laganna segir: Innlendir framleiðendur eða sölu- aðilar endurnýjanlegs eldsneytis skulu sýna fram á að eldsneyti sé endurnýjanlegt og framleiðsla þess uppfylli sjálfbærniviðmið sé það ætlað til notkunar í samgöngum á landi og notað til að uppfylla skilyrði 3. gr. Það er gert með því að afla upprunavottorða frá viðurkenndum útgefendum upprunavottorða eða sýna með öðrum hætti fram á að eldsneytið sé endurnýjanlegt og að sjálfbærniviðmið séu uppfyllt með framvísun gagna til Orkustofnunar. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði sem gögn þessi þurfa að uppfylla. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um viðmiðanir sem ráða því hvort framleiðsla lífeldsneytis teljist sjálfbær. Skulu slíkar viðmiðanir koma í veg fyrir að framleiðsla líf- eldsneytis hafi neikvæð áhrif á mikil væga umhverfishagsmuni, svo sem líffræðilega fjölbreytni og kolefnismagn í jarðvegi og gróðri, og tryggja að losun gróðurhúsalofttegunda við notkun lífeldsneytis sé minni en við notkun jarðefnaeldsneytis. Stóraukin kornrækt á Íslandi gefur af sér mikið af hálmi sem vel mætti nýta til olíuframleiðslu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.