Bændablaðið - 14.11.2013, Page 26

Bændablaðið - 14.11.2013, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Arna komin á skrið með framleiðslu á laktósafríum og sykurskertum mjólkurvörum í Bolungarvík: „Viðbrögðin hafa verið frábær“ – segir Hálfdán Óskarsson samlagsstjóri en þar er líka í deiglunni skyrgerð með gamla laginu og spennandi nýjungar í ostagerð Mjólkurvinnslustöðin Arna í Bolungarvík hefur fengið góðar viðtökur með framleiðsluvörur sínar. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum sem framleiðsla hófst á í haust og hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum eigenda. Fyrirtækið er til húsa þar sem áður var rækjuverksmiðjan Bakkavík og þar áður gamla frystihús Einars Guðfinnssonar. Vörur sem henta öllum Þó að vörurnar séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir einstaklinga sem finna fyrir óþægindum við neyslu á venjulegum mjólkurafurðum henta þær öllum öðrum líka, bæði þeim sem kjósa mataræði án laktósa og auðvitað öðrum sem finnst vörurnar einfaldlega bragðgóðar. Eigendur Örnu eru ellefu talsins. Þar er frumkvöðullinn að stofnun félagsins, Hálfdán Óskarsson samlagsstjóri Örnu, sem er mjólkurtæknifræðingur að mennt og var áður framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Hann og fjárfestirinn Jón von Tetzchner eru stærstu einstöku hluthafarnir í fyrirtækinu. Þá er Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur á Akureyri einnig í eigendahópnum ásamt Oddgeiri Sigurjónssyni mjólkurtæknifræðingi á Akureyri og sjö öðrum einstaklingum, fyrirtækjum og félögum. Þórarinn og Oddgeir eru osta- sérfræðingarnir í teyminu svo að ljóst er að mikil þekking í mjólkuriðnaði er á bak við fyrirtækið. Halldór Karlsson mjólkurtæknifræðingur gekk einnig til liðs við fyrirtækið fyrir skömmu og Hálfdán segir að þar sé á ferðinni öflugur liðsmaður sem mikill fengur sé að. Þar að auki er Óskar sonur Hálfdáns í starfsmannahópnum, en hann er nýbúinn að ljúka meistaranámi í líf- og læknavísindum sem Hálfdán segir að nýtist vel við þessa framleiðslu. Ljós í myrkrinu Félagar í Búnaðarfélaginu Bjarma, þar sem félagsmenn eru bændur í Ísafjarðarbæ og í Álftafirði að undanskildum hluta bænda í gamla Auðkúluhreppi sem er með eigið búnaðarfélag, fóru í heimsókn í mjólkurvinnslu Örnu laugardaginn 2. nóvember og fékk tíðindamaður Bændablaðsins að slást með í förina. Guðmundur Steinar Björgmundsson á Kirkjubóli II sagði að sú nýbreytni hefði verið tekin upp í Bjarma að halda morgunverðafundi í Holti í Önundarfirði fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Þar leystu menn heimsmálin yfir hafragraut og slátri. Heimsóknin í Örnu var reyndar undantekning frá þeirri reglu. Guðmundur Steinar sagði að bændur á svæðinu væru mjög ánægðir með þetta framtak Hálfdáns og félaga. „Ég held að þetta sé ljós í myrkrinu hér fyrir vestan og fagnaðarefni að einhver þori að fara út í verkefni af þessu tagi.“ Frábær viðbrögð Klukkan tíu að morgni var bankað upp á hjá Örnu og tóku Hálfdán og Óskar sonur hans á móti komufólki. Lá beinast við að ráðast beint á Hálfdán og spyrja hann um starfsemina. Hann segir að vissulega sé vinnsla á laktósafríum mjólkurvörum flóknari og dýrari í framkvæmd en hefðbundin vinnsla en eigendur Örnu hafi fulla trú á að þörf sé fyrir þessar vörur hér á landi. Sagði Hálfdán að vinnsla á l a k t ó s a f r í r r i mjólk væri um 40-45% dýrari en vinnsla á hefðbundinni mjólk. Hvernig hafa viðbrögðin verið við vörum ykkar? „Viðbrögðin hafa verið frábær. Fólk er mjög ánægt með það sem við erum að gera, ekki síst hér á svæðinu,“ sagði Hálfdán. „Við höfum fundið fyrir einstaklega mikilli Myndir / HKr. Bændur úr búnaðarfélaginu Bjarma heimsóttu mjólkur-

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.