Bændablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 28

Bændablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 28
Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181 - jons@snerpa.is www.vestfirska.is Vestfirzka verzlunin Aðalstræti, Ísafirði Vestfirska netverslunin www.vestfirska.is Bækurnar að vestan 2013 Kæru bændur, búalið og annað áhugafólk! Við leyfum okkur að vekja athygli ykkar á nýju bókunum að vestan en þær eru 11 og 3 endurprentanir. Okkar er ánægj- an að auglýsa þær í Bændablaðinu að vanda. Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi. Þær fást í bókaversl- unum um land allt. Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur í síma 456-8181. Eða sendið okkur bara tölvupóst; jons@snerpa.is Þá er einnig hægt að kaupa bækurnar í net- verslun okkar; www.vestfirska.is Bestu kveðjur sendum við til ykkar með vestanblænum og hafið það sem best. Vestfirska forlagið – Brekku í Dýrafirði Hallgrímur Sveinsson Frá Bjargtöngum að Djúpi Nýr flokkur 6. bindi Ritstjóri Hallgrímur Sveinsson. Bjargtangabækurnar, eins og almenningur kallar þennan bókaflokk, hafa nú verið fastur liður í jólabókaflóðinu í 16 ár. Efnið er mjög fjölbreytt að vanda. Margir landskunnir og minna þekktir fróðleiksmenn skrifa um vestfirskt mannlíf. Fjöldi merkra og sögulegra ljósmynda sem flestar hafa aldrei birst áður. Vestfirðir og Vestfirðingar. Annað er það ekki! Verð 5.900,- kr. Allskonar sögur. Fyrir börn á öllum aldri. Eftir Jón Hjartarson og Ásu Ólafsdóttur. Lesandinn er leiddur um í ríki náttúrunnar við ýmsar aðstæður. Hver er húsbóndi hænsnakofans og hvernig brást hann við þegar fálkinn réðst á hænsna- hópinn? Hvernig þakkaði urtan á sjávarströnd Sigríði ljósmóður lífgjöfina? Allskonar sögur er bók fyrir alla aldurshópa, sem hafa gaman af ævintýrum og njóta þeirra í sam- vistum við landið, sögurnar og eigin ímyndunar- afl. Verð 2.800,- kr. Gróa. Frásagnir úr heimasveit eftir Jóa í Skáleyjum. Jóhannes Geir Gíslason er fæddur 9. sept. 1938 í Skáleyjum. Hefur hann átt þar heima síðan. Aldrei flutt lögheimili þó dvalið hafi annarsstaðar, m. a. við búskap í Flatey í 10 ár. Eyjabóndinn segir hér frá sjálfum sér og sínu fólki í Breiða- fjarðareyjum og uppi á landi. Einnig samtíma- mönnum og þeim sem gengnir eru fyrr, kjörum þeirra og hugsunarhætti. Efnið er samansafn margra ára. Verð 3.900,- kr. Hornstrandir og Jökulfirðir 2. bók. Hallgrímur Sveinsson tók saman. Vestfirska forlagið hóf útgáfu ritraðar um Horn- strandir og Jökulfirði á liðnu ári. Má kalla að um sé að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Hér birtist önnur bókin. Margir eftirminnilegir karakterar á svæðinu koma við sögu. Óborganlegar eru frásagnirnar af séra Magnúsi franska á Stað í Aðalvík, svo dæmi sé nefnt. Þegar hann lýsti samgöngum innan sóknar hjá sér sagðist hann heldur vilja fara fótgangandi til helvítis en ríðandi norður að Horni! Hornstrandir heilla. Það er ekki margbrotnara en það. Verð 2.800,- kr. Hjólabókin Eftir Ómar Smára Kristinsson. 3. bók. Suðvesturland. Vandaður leiðarvísir sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Það er svo merkilegt með þessar bækur hans Ómars Smára að þær henta öllum hvort sem þeir eru gangandi, akandi, hlaupandi, ríðandi eða hjólandi! Við auglýsum bækur okkar yfirleitt ekki sem stórkostlegar, meiriháttar eða snilldarverk. En, hjólabækurnar eru meistaraverk, sagði kona nokkur hér fyrir vestan! Við verðum að taka undir það. Verð 2.400,- kr. Sagan mín. Æviminningar Sigrúnar Sigurðardóttur frá Möðruvöllum. Ritaðar af henni sjálfri. Sigrún Sigurðardóttir fæddist 1929 á Möðru- völlum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Stefánsson, prestur og síðar vígslu- biskup og María Ágústsdóttir cand. phil. Hún giftist þrisvar og skildi jafn oft. Eignaðist 5 syni. Frásögnin, byggð á dagbókum hennar, er öfgalaus og hlý þó að greint sé hispurslaust frá erfiðu ölduróti á lífsleiðinni. Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur eftir marga höfunda sem aldrei hafa áður birt staf eftir sig. Sigrún er ein af þeim. Verð 3.900,- kr. Það góða sem við viljum, Den goda viljan eftir Ingmar Bergman. Magnús Ásmundsson þýddi. Í bókinni fjallar Bergman um ævi foreldra sinna og dregur ekkert undan fremur en endranær. Bókin er framhald af Fanny og Alexander. Hún var gefin út í Svíþjóð 1991 af forlaginu Norstedts og kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn, með leyfi Svía. Þó Ingmar Bergman sé hvorki Vestfirðingur né af vestfirskum ættum svo vitað sé, skartar Vestfirska forlagið honum nú. Ástæðan er eiginlega aðallega sú að þýðandinn, Magnús Ásmundsson, gaf forlaginu þýðingu sína. Sagan hefst árið 1909. Fátækur guðfræðistúdent, Henrik Bergman, verður ástfanginn af Önnu Åkerblom, sem er komin af efnuðu fólki í Upp- sölum. Eftir brúðkaupið verður Henrik prestur í norður Svíþjóð. Eftir nokkur ár er Anna búin að fá nóg af óhefluðu sveitalífinu. Hún snýr aftur til Uppsala en Henrik dvelur áfram norður þar. Verð 3.900,- kr. Sveitin vestur lengst í sjá. Mannlífsþættir frá Rauðasandi eftir Ara Ívarsson frá Melanesi. Úrval greina um Rauðasand úr bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Greinaskrif Ara Ívarssonar frá Melanesi á Rauðasandi, sem birst hafa í bókum Vestfirska forlagsins á undanförnum árum, hafa vakið verð- skuldaða athygli. Ekki vitum við um marga hér vestra sem gert hafa heimasveit sinni svo ítarleg skil. Framhjá greinum hans verður ekki gengið þegar menn vilja lesa sér til um Rauðasand frá upphafi byggðar þar og fram á 20. öld. Verð 3.900,- kr. Ari Ívarsson Sveitin vestur lengst í sjá Mannlífsþættir frá Rauðasandi Í norðanvindi og vestanblæ. Ljóðabók eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd. Rúnar er einn af þekktari hagyrðingum landsins. Hann sýnir í þessari bók sinni, eins og þeim sem áður hafa komið út, að hann heldur fullri tryggð við þjóðlegan kveðskap, rím og stuðlasetningu. Yrkisefni hans eru margvísleg sem fyrr og hafa breiða tilvísun til mannlífs og sögu. Það er enginn vafi á því að þessi bók á mikið erindi við ljóðelska lesendur hvar sem er í landinu. Verð 2.400,- kr. Rúnar Kristjánsson Skagaströnd Í norðan- vindi og vestan- blæ Mannlíf og saga fyrir vestan. Nýr flokkur. 2. bók. Hemmi Gunn er aðal söguhetjan í bókinni. Hann dvaldi mikið vestur á fjörðum enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi. Að öðru leyti er þetta hefti stút- fullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir. Í bókunum að vestan almennt má lesa margt um skapgerð Vestfirðinga. Sem dæmi má nefna kraft þeirra, seiglu og áræði, að ógleymdu stoltinu og hjálpseminni. Manngildið metið í dugnaði. Jákvæðir og ósérhlífnir, en vilja stundum bæði sleppa og halda. Gálgahúmor og kaldlyndi nokkuð áberandi. Handaverkin traust. Alltaf tilbúnir að veita öðrum lið. Og gárungarnir segja að þegar Vestfirðingar hætti að geta rifið kjaft, þá séu þeir steindauðir, en fyrr ekki! Verð 2.800,- kr. Basil fursti 7. hefti. Ókunnur höfundur (Niels Gustav Meyn) Út eru komin 7 hefti af hinum gamalkunnu og spennandi ævintýrum Basil fursta og hans trúfasta þjóns Sam Foxtrot. Yfir 80 hefti komu út í gamla daga. Basil fursti þérar alla, jafnt glæpa- kvendi sem lávarða. Þeir sem þurfa að kynna sér þéringar ættu að lesa Basil fursta. Einnig í rafbókum. Hafið þér lesið Basil fursta? Verð 950,- kr. Á æskuslóðum við Djúp Eftir Tryggva Þorsteinsson lækni. Endurprentun. Í bókinni segir Tryggvi frá æsku sinni og upp- vexti í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, en þar var faðir hans prestur um langa hríð. Þá segir hann frá menntaskólaárunum í Reykjavík. Þetta eru hugljúfar og vel skrifaðar minningar og jafnframt merkileg heimild um lífið á Vatnsfjarðarstað og við Ísafjarðardjúp á uppvaxtarárum höfundar. Verð 3.400,- kr. Þrautaverkefni fjöl- skyldunnar. Jólahefti. Björk Gunnarsdóttir tók saman. Endurprentun. Alls konar þrautir, gátur, krossgátur, völundar- hús, sjónhverfingar og fleira fyrir alla fjölskyld- una. Kemur að góðum notum við margs konar tækifæri. Verð 1.700,- kr. Life and History in the Westfjords of Iceland 1. bók. Endurprentun. Valdar frásagnir úr Dýrafirði á ensku eftir ýmsa höfunda. Efni sem hefur birst í Bókunum að vestan. Eiginlega mjög sérstök bók. Heppileg gjöf til vina erlendis. Verð 2.400,- kr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.