Bændablaðið - 14.11.2013, Page 42

Bændablaðið - 14.11.2013, Page 42
43Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 rúmmetraverð á henni hefur hækkað verulega á undanförnum árum. Einnig leggja Norðmenn töluverða áherslu á að byggja úr timbri, enda mikið til af því í Noregi, og kynnti Lars Erik nokkrar ólíkar útfærslur í því sambandi. Í dag er hægt að fá fjöldaframleiddar timbureiningar sem að mörgu leyti minna á steyptar einingar sem við þekkjum svo vel hér á landi. Islandshekk Það var erfitt að horfa upp á kynningu norska fyrirtækisins Reime á þeim annars fjölbreytta búnaði sem það framleiðir og selur, en sala á svökölluðum Islandshekk er það sem best gengur í norska sauðfjárbændur nú. Islandshekk er einfaldlega nákvæmt eftirlíking af hinum þekktu íslensku gjafagrindum sem framleiddar hafa verið hér á landi um árabil og hafa nú eignast tvíbura í Noregi. Annars er Reime með afar fjölbreytt úrval af innréttingum og tækjabúnaði fyrir alla bændur og selur að heita má allt fyrir útihús fyrir fjölþættan landbúnað. Sjón er sögu ríkari en fyrirtækið er með fína heimasíðu sem óhætt er að benda á: www.reime.no Velferðarstíur Þó að hugtakið velferðarstía í mjaltaþjónafjósi hafi verið þekkt í nokkur ár er nýtt við fjóshönnun að sjá nánast ekkert fjós hannað án slíkrar stíu í dag. Velferðarstíu á ekki að rugla saman við meðhöndlunarstíu enda tvennt ólíkt. Einar Iversen fjallaði m.a. um hönnun fjósa með velferðarstíum en hugmyndafræðin gengur út á að geta notað einn mjaltaþjón sem þó sinnir tveimur ólíkum og aðskildum hópum kúa. Þetta kallar þó á gjörbreytta hönnun fjósa með mjaltaþjóna, enda byggir hönnunin á því að kýr þurfa að geta gengið hringinn í kringum mjaltaþjóninn. Liggja í garðaúrgangi Mörg önnur áhugaverð erindi voru flutt, m.a. um þróun fjósbygginga og mjaltatækni á Norðurlöndum, um skipulag í fjósum, fjárhúsgerðir á Íslandi og skemmtilegt erindi um tilraunaverkefni í Danmörku þar sem garða úrgangur er notaður sem undirlag fyrir kýr með nokkuð góðum árangri. Verkefnið er þó enn á tilraunastigi og því full snemmt að fjalla nánar um það en bæði þarf að hanna fjósin með sérstöku loftunarkerfi í gólfinu undir úrganginum sem og að lofta hann reglulega svo allt gangi vel. Afar fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðum verkefnisins, þegar þær liggja fyrir. Öll erindin á netinu Hafi framangreint yfirlit vakið áhuga á erindunum má benda á að þau má öll nálgast á vefslóðinni landbruksbygg. no en á þeirri heimasíðu eru ótal aðrar áhugaverðar upplýsingar um byggingu búfjárhúsa, myndir og margar góðar greinar um málefni búfjárbygginga. Næst á Íslandi Árið 2015 verður Nordisk byggetræf haldin á Íslandi og verður hún haldin í samstarfi við hin norrænu NJF sam- tök. Ekki hefur enn verið ákveðið með staðsetningu en fyrir liggur þó að ráðstefnan verður dagana 9.–11. september það ár. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktardeild Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku Stærsti svínakjötsframleiðandi Kína, Shuanghui International Holdings Ltd., keypti fyrir skömmu stærsta svínakjöts- framleiðanda heims, bandaríska fyrirtækið Smithfield Foods. The Wall Street Journal segir að kaup- verðið hafi verið um 4,7 milljarðar dollara. Þetta er stærsta kínverska yfirtakan á bandarísku fyrirtæki til þessa, en Morgan Stanley og Bank of China lánuðu fyrir kaup- unum. Hér er um að ræða ein stærstu viðskipti með landbúnaðarfyrir- tæki í sögunni, en Smithfield er umsvifamesta fyrirtæki í svínarækt í heiminum. Svínabú á vegum þess ala árlega upp um 14 milljón svín og það vinnur árlega úr 27 milljón tonnum af svínakjöti. Opinbert ráðgjafaráð í Banda- ríkjunum samþykkti viðskiptin. Það hefur kynnt sér vandlega hvaða afleiðingar þessi viðskipti geti haft fyrir framboð á matvælum, versl- unina, atvinnumarkaðinn og fækkun fyrirtækja sem reka sláturhús í Bandaríkjunum. Deildar meiningar eru í Banda- ríkjunum um þetta framtak Kínverja. Andstæðingar viðskiptanna óttast afleiðingarnar fyrir matvælaöryggi þjóðarinnar, þ.e. að hún láti af hendi yfirráð sín á viðskiptum með grunnþörf hvers Bandaríkjamanns; aðgangi að mat. Áhyggjur af matvælaöryggi Bandaríkjanna Formaður samtaka bandarískra bænda (National Farmers Union), Roger Johnson, hefur dregið í efa öryggisþátt þessara viðskipta fyrir þjóðina. Hann telur að sú hætta sé fyrir hendi að völd yfir bandarísk- um matvælaiðnaði lendi í höndum útlendinga. Þá varar Johnson einnig við því að Kínverjar nái með þessu miklum áhrifum og völdum yfir bandarískum bændum og dreifbýli, en hér eri í húfi fjórðungur svína- ræktar í Bandaríkjunum. Formaður samtaka svínabænda í Iowa, Greg Lear, bendir aftur á móti á að með samningnum aukist verulega möguleikar á útflutningi svínakjöts til Kína. Forstjóri Smithfield, Larry Pope, lítur einnig á þessi viðskipti sem gríðarlega mikla möguleika á að fá aðgang að kjötmörkuðum í Asíu. Engar breytingar. Kínverjar fullyrða að Smithfield muni halda áfram óbreyttri starf- semi sinni undir óbreyttu nafni, sem dóttur fyrirtæki kínversku sam- steypunnar. Hvorki lokun Smith field né flutningur þess til Kína komi til greina. Shuanghui er umsvifamesta kjöt- fyrirtæki í Kína og umsetur árlega 2,7 milljón tonn af svínakjöti í 13 dótturfyrirtækjum sínum. /ME/HKr. Risaviðskipti í landbúnaðargeiranum: Kínverjar búnir að kaupa stærsta svínakjötsframleiðanda heims – áhyggjur í Bandaríkjunum um áhrif kaupanna á matvælaöryggi þjóðarinnar Sauðfjárrækt, kjöt og aðrar afurðir Haustið 1979 stóðu íslenskir sauðfjárbændur frammi fyrir katastrofu. Fé hafði fjölgað veru lega árin á undan og náði hámarki haustið 1978, tæplega 900 þúsund vetrarfóðraðar kindur. Einmitt þetta sumar var eins og markaðir fyrir dilkakjötið okkar lokuðust, við blasti hrun hjá íslenskri sauðfjárrækt. Við blasti verðhrun á afurðum fjárbænda og fjöldgjaldþrot. Hvað var til ráða? Þáverandi formaður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli, kallaði okkur sem unnum sem ráðunautar í sauðfjárrækt á sinn fund og bað okkur að leggja fram tillögur sem mættu auðvelda sauðfjárbændum og komast standandi úr þeirri kreppu er við blasti. Hann nefndi að e.t.v. væri hægt að auka verðmæti afurða sauðfjárræktarinnar, en stóla ekki bara á kjöt, ull, gærur eða innmat, eða hvernig auka mætti verðmæti þessara afurða. Eftir nokkurra daga hugarflugsleikfimi gekk ég á fund Gunnars og lagði fyrir hann fimm tillögur um aðgerðir til að auka verðmæti afurða sauðfjár. Tillögurnar voru þessar. Nýting sauðamjólkur til osta- gerðar eða annarra afurða sem vinna mætti úr sauða mjólk. Hér var hugsað til heima framleiðslu, sem reyndar var erfitt að koma í fram kvæmd á þeim árum vegna heilbrigðissjónarmiða. Hugsunin var að tengja þetta ferða þjónustu. Feldfjárrækt. Þar er um að ræða að auka verðmæti gærunnar með úrvali, svo nota mætti hana í pelsa eða aðra verðmæta markaðsvöru. Unglambaskinn til framleiðslu á skinnavöru, s.s. hanska, handtöskum o.fl. Sérstök ullarframleiðsla, þar sem reynt yrði að fá fram eiginleika sem minntu á mohair. Slátrun utan hefðbundins sláturtíma, s.s. páskalömb, jólalömb og slátrun að sumri, sumarslátrun fyrir vaxandi ferðaiðnað. Þetta var sett fram 1980, áður en núverandi ofvöxtur hófst! Gunnar lagði þessar tillögur fyrir stjórn Séttarsambandsins og fékk þær samþykktar, þótt vitað væri að sumir stjórnarmenn brostu að sumu sem þarna var lagt til. Það sem meira var, Gunnar lagði tillögurnar og samþykkt Stéttarsambandsins fyrir stjórn Búnaðarfélags Íslands og bað um að látið yrði reyna á hvort eitthvað af þessu væri skynsamlegt og gæti gagnast íslenskri sauðfjárrækt. Þetta mun hafa verið í eina skiptið sem Stéttarsambandið skipti sér með beinum hætti af stefnu í leiðbeiningum búfjár. Ég skrifa þessa grein til að vekja athygli á að í fyrsta skipti hefur fengist leyfi til að taka feldhrút inn á sæðingastöð. Í næstu grein mun ég fjalla um feldfjárrækt og þá eiginleika sem feldfé hefur, og hugsanlegan ávinning af henni. Sveinn Hallgrímsson fyrrverandi sauðfjárræktarráðunautur Fylgjast þarf vel með raflögnum í útihúsum Leita á til annarra rafvirkja um eftirlit með raflögnum í útihúsum en þeirra sem upphaflega settu kerfið upp. Það sagði Tor Henrik Jule, formaður Norsvin, félags svínabænda í Þrændalögum í Noregi, á fundi um öryggi rafkerfa í peningshúsum. Tor lét yfirfara rafkerfið í svínahúsi sínu í október í fyrra og taldi það vera í góðu lagi á eftir. Hann varð því undrandi þegar opinberir eftirlitsmenn gerðu 40 athugasemdir við kerfið í desember, þar á meðal á hitaleiðslu sem laga þurfti í skyndingu. Aðrir bændur í nágrenninu sem tóku þátt í verkefninu höfðu sömu sögu að segja. Sé á annað borð lagt út í verkefni sem þetta er sjálfsagt að komast til botns í því og spara þar hvorki tíma né fyrirhöfn. Opinberir rafmagnseftirlitsmenn sem unnu verkið voru sérhæfðir í starfi sem þessu. Þá var könnuð hitamyndun í kerfinu með myndavél sem tók innrauðar myndir. Bændum sem stunda búfjárrækt hefur verið uppálagt að láta yfirfara rafkerfi í útihúsum sínum á þriggja ára fresti. Áratugur er síðan gefin voru út opinber fyrirmæli um það. Brunar á útihúsum eru sem fyrr algengir í Noregi og mun tíðari en í nágrannalöndunum. Kröfur um hæfni rafmagnseftirlitsmanna hafa hins vegar verið óljósar. Tor Henrik Jule rekur svínabú með yfir 100 gyltum. Hann elur grísina upp í sláturstærð og ræktar korn til svínafóðurs. Hann lætur yfirfara rafkerfið í svínahúsinu þriðja hvert ár. Síðast gerðist það í nóvember í fyrra og um eftirlitið sá fyrirtækið sem hafði sett upp kerfið. „Mikilvægt er að skýrslan sem verktakinn gerir um verkið sé svo glögg að hún komi að notum við eftirlitið. Hjá mér nýttist mér ekki skýrslan frá verktakanum. Skýrslan sem ég fékk frá fyrirtækinu Elsikker var hins vegar með mynd af hverjum stað í kerfinu þar sem eitthvað var að, ásamt lýsingu á því hvernig bæta mætti úr því og hver gæti séð um þær úrbætur. Með öðrum orðum, betri lausnir sem vekja tiltrú,“ sagði Tor Henrik Jule. Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, sem falla innan þess ramma sem sjóðnum hefur verið settur í bókun með Búnaðarlagsamningi 2013-2017 og með fyrirvara um framlag í fjárlögum 2014. Að Framleiðnisjóður verði leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins m.a. með: a. Stuðningi við rannsóknarstarf og aðra þekkingaröflun. b. Stuðningi við nýsköpunar- og þróunarstarf. c. Stuðningi við sérstakt orkuátak, sem ætlað verði að bæta orku- nýtingu og auka hlut innlendrar orku til landbúnaðarnota. d. Stuðningi við sérstakt átak til að efla og bæta búrekstur. Því verði m.a. ætlað að auka framleiðni, bæta afkomu, stuðla að fjölþættari nýtingu bújarða og fjölga atvinnutækifærum. e. Stuðli að eflingu kornræktar, m.a. með stuðningi við grunnfjárfestingar til markaðsfærslu á íslensku korni. Kallað er eftir umsóknum frá bændum, samvinnuhópum bænda og aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans. Við ákvarðanatöku um úthlutanir undir d-lið njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveitum. Undir e-lið njóta þau verkefni forgangs sem nýtast á félagslegum grunni. Þá mun sjóðurinn veita styrki til framhaldsnáms (MS eða PhD) á fagsviði sjóðsins. Umsóknafrestur er til 31. janúar 2014 (póststimpill gildir) Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, einnig má senda tölvupóst á netfangið fl@fl.is eða hringja á skrifstofu sjóðsins í síma 430-4300. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.