Bændablaðið - 14.11.2013, Page 50

Bændablaðið - 14.11.2013, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. nóvember 2013 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Grísakjöt á góðum degi Bærinn Ytri-Fagridalur er á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar búa Guðmundur Kristján Gíslason og Halla Sigríður Steinólfsdóttir. Jörðin er 1962 hektarar að stærð með eyjum og skerjum. Búið er lífrænt vottað sauðfjárbú með 503 fjár, fimm hross, sjö landnáms hænur og einn hana. Auk þess eru þau hjón með fjölda býflugna sem ekki hefur verið kastað tölu á. Býli: Ytri-Fagridalur. Staðsett í sveit: Skarðsströnd, Dalasýslu. Ábúendur: Guðmundur Kristján Gíslason og Halla Sigríður Steinólfsdóttir. Karl og kerling í koti sínu. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við tvö, af og til burtflognir afkom- endur. Þrír smalahundar, einn minka- hundur og heimilisuglur (úti). Stærð jarðar? 1.962 hektarar, eyjar og sker. Gerð bús? Lífrænt vottað sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 503 sauðskepnur, fimm hross, sjö heimilislandnámshænur og hani, svo ansi margar býflugur. Búfjáreftirlitið á eftir að koma og telja þær. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er nú misjafnt eftir árstíðum, en það er alltaf nóg að gera. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar vel gengur, misjafnt eftir árstíðum. Það er gaman að para saman eftir sérviskunni, sjá lömbin fæðast og koma þeim út í sumarið. Heyskapurinn er skemmtileg törn, smalamennska og að sjá lömbin koma af fjalli. Og svo innleggs tölurnar. Haustverkin og matarmarkaðir þar sem við bændurnir hittum neytendur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður vonandi eitthvað svipað, lífrænt og gott, kannski meiri grænmetisræktun. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda í Dölum eru til fyrirmyndar. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Að óbreyttu leggst hann líklega af, nýliðun er það erfið. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lífrænn búskapur er helsta tækifærið. Markaðurinn kallar eftir hreinleika og að vita hvaðan maturinn kemur og dýra- velferð ekki síst. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Það er alltaf til skyr, frá Erpsstöðum er allra best, smjör, egg og agúrka farin að frjósa í annan endann. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, fiskur og grænmeti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það myndi vera allur dagurinn sem Guðmundur fór í að elta Galloway-nautgripina um allan Fagradal, Seljadal, inn allt Torffjall tvisvar, síðsumars á gúmmí skónum, ætlaði aðeins að skreppa og stugga við þeim en það tók níu tíma. Og endurvinnslan á refahúsinu sem varð að fjárhúsi á nokkrum dögum með aðstoð fjölskyldu, nágranna og góðra vina. 20. ágúst byrjað að stilla upp og fyrstu ærnar hlupu inn 14. desember að kvöldi. Grísakjöt nýtur sívaxandi vinsælda enda fyrirtaks matur. Það er hægt að leika sér mikið með bragðið enda býður kjötið upp á að það sé kryddað á ótal vegu. Hér koma uppskriftir að þremur gómsætum réttum þar sem svínakjöt er í öndvegi. Grísalund með grilluðum sætum kartöflum og granat- eplum – fyrir 4 › 800 g grísalundir › 80 g furuhnetur › 3 msk. ólífuolía › 1 búnt ferskt kóríander › 2 stk. sætar kartöflur, meðalstórar › 3 stk. skalotlaukar › 1 stk. hvítlauksgeiri Aðferð: Ristið furuhneturnar á vel heitri pönnu þar til hneturnar brúnast. Saxið hneturnar og kóríanderinn. Kryddið til með sjávarsalti og hvítum pipar og steikið á pönnu með ögn af olíu. Setjið í ofn og bakið við 100 °C þar til kjarnhiti nær 60 °C. Afhýðið kartöflurnar og skerið í 1 cm þykkar sneiðar. Penslið með olíu og grillið eða steikið á pönnu þar til þær eru mjúkar undir tönn, um 3-6 mínútur á hverri hlið. Skerið kjötið í sneiðar og kryddið með sjávarsalti og hvítum pipar úr kvörn. Berið fram með kartöfl- unum og granateplum sem er búið að blanda við saxaðan laukinn og ólífuolíuna og hvítlaukinn. Stráið furuhnetum yfir fyrir framreiðslu, skreytið með kóríander. Grísakótelettur með fennel og papriku › 10 stk. grísakótelettur › 2 tómatar › 2 stk. hvítlauksrif › 1 grein af timjan › 3 stk. paprikur › 1 stórt fennel › 1 granatepli Aðferð: Fituhreinsið kótiletturnar og kryddið með salti og pipar. Grillið ásamt grænmeti sem er búið að liggja ásamt timjangrein og hvítlauksgeira í ögn af ólífuolíu. Klárið að elda á lágum hita í 10 mínútur og látið standa við stofuhita í 5 mínútur. Grófsaxið grænmetið og blandið við olíuna með innihaldinu úr granat eplinu. Bakaðar kartöflur með smjörklípu eru kjörið meðlæti. Grísa „T-bone“ steik með sætu chili › 600 g svínahryggur á beini, T-sneiðar › 1 hvítlauksrif, niðursneitt › 50 ml ólífuolía › 100 ml sæt chili-sósa › 1 msk. ostrusósa › 1 sítróna › salt og pipar Aðferð: Blandið saman saxaða hvítlauknum og smá ólífuolíu. Skerið djúpar raufar í steikina og nuddið hvítlauks blöndunni ofan í kjötið. Saltið steikina og piprið og setjið í ofnfast form. Grillað eða steikt í ofni. Penslið með sætum gljáa og kreistið svo sítrónusafa yfir í lok eldunartímans. Það er gott ráð að blanda saman sætri chili-sósu og ostrusósu, en það er frábær kryddlögur á bæði svínakjöt og kjúkling. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Ytri-Fagridalur Gummi og dóttirin Hrefna Frigg á Farmall. Mynd / HSS. Húsmóðirin á bænum, Halla Sigríður Steinólfsdóttir, með kindina Margréti sem Helgi Jón Sigurðarson á. Tekin vorið 2013. Mynd / VE Bærinn Ytri-Fagridalur er á Skarðsströnd í Dalasýslu. Mynd / VE Jónína hjálparhella í sauðburði. Mynd / VE

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.