Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 12
50 LÆKNABLAtílÐ sem lesa má í sjúkrasögum um þessi efni. Meira að segja hefur stundum komið fjrrir ruptura cordis við trauma non penetrans thoracis og nýlega tókst að bjarga slíkum sjúklingi með því að sauma hjartavöðvann saman (Desforges og fél. 1955)6). Af 175 sjúklingum Bright’s og Beck’s dóu 152 (87%) af völd- um ruptura cordis (krufning). 11 sjúklingar (6%) dóu af hjartabilun („myocardial fail- ure“), en aðeins 12 (7%) hatn- aði. Yið þessa ömurlegu niður- stöðu ber að bæta, að flestir þeirra sjúklinga, sem litlar hjartatruflanir fá eftir ýmiss konar áverka, leita ekki læknis, og þótt um greinileg lijartaein- kenni sé að ræða, og læknis sé leitað, eru þau oft ekki sett í samband við áverkann. Nú eru ýmis dæmi þess, að skemmd eða mar í hjartavöðva hljótist af áverka, ekki aðeins á brjóst eða bak lieldur og ann- arsstaðar á líkamann, t. d. af miklum þrýsting á kvið og læri. Sjúkdómsgreining er einkum erfið þegar um eldra fólk er að ræða, sem líkur eru til að áður hafi liaft breytingar í hjarta- æðum, og hjartaeinkennin auk- ast ekki greinilega eftir slysið. Einnig þarf læknirinn mjög að vara sig á „bóta-neurosis“. Byrji ákveðin lijartaeinkenni í beinu sambandi við áverka á brjóst, er Jítill vandi á ferðum. 1. sjúkrasaga. Maður, 58 ára gainall. Dvaldi á lyflæknisdeild Landspítalans 23. júní til 10. okt. 1953. Sjúklingur liafði áður verið vel hraustur. 1930 lá hann á Landakotsspítala vegna blóð- eitrunar í vinstri liendi. Kreppt- ist þá fjórði fingur, og var skor- inn hurtu fyrir 5 árum. Segist liafa liaft „ristilbólgu í mörgár“, en ekki verið undir læknishendi af þeim orsökum. Að öðru leyti vel hraustur siðari árin. Núverandi sjúkdómur. Sjúklingur slasaðist þ. 16. júni 1953. Var hann þá að vinna við bíl sinn á bifreiðaverkstæði. Ekið var aftan á bíl sjúklingsins, þannig að hægra læri hans lenti innan við vinstra framhjól bilsins. Snerist sjúklingurinn þá við um leið, og skall vinstri öxl hans með miklu höggi á „stuðara“hornið. Fékk hann samstundis mikinn verk undir vinstra herðablað. Við áverkann rifnuðu buxurnar á hægra læri frá hné og upp í streng, en á vinstri öxl þrýstust óhreinindi af gólfinu gegnum öll fötin, þegar bíllinn dró hann eftir gólfinu, sem hann telur hafa verið 1—2 metra. Næstu 5 dagana (17.—21. júní) stundaði sjúklingur vinnu sína sem bilstjóri, en treysti sér þó aðeins í bæjarakstur, vegna stöðugs þunga- verks undir vinstra herðablaði. Ef hann gekk nokkuð eða reyndi á sig, varð hann móður og verkurinn versnaði. Vinnufélagar hans tóku eftir því, að hann var niðurdreginn og miður sín við vinnu sína. Að morgni þ. 22. júní, þegar sjúk- lingurinn fór á fætur, var verkur- inn undir vinstra herðablaði horf-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.