Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
51
inn, en er hann byrjaði akstur, fékk
hann ónota verk í hjartastað, og
varð þá óvenju slappur og einkenni-
legur. Fór þetta versnandi eftir því
sem á daginn leið. Stundaði hann
starf sitt til kl. 16, en var þá orð-
inn alveg örmagna. Komst hann við
illa leik heim og háttaði. Svaf illa
um nóttina, fékk öðru hverju mæði-
köst, verk í hjartastað og uppköst.
Sjúklingur var þungt haldinn að
morgni þ. 23. júní, og var því send-
ur í Lyflæknisdeild Landspítalans.
Skoðim: Sjúklingur er þrekvax-
inn, í meðalholdum, illa haldinn af
præcordial verkjum, situr uppi í
rúminu með setmæði, fölur í andliti
með bláleitan blæ á vörum og þand-
ar hálsæðar. Við hjartahlustun er
deyfa óviss, hjartahljóð fjarlæg,
hraði 100 á mín. = púls. Óhljóð
eða accentuation heyrast ekki með
vissu. Við lungnahlustun (aðeins
brjóst) heyrist ekkert sérlegt. Skoð-
un að öðru leyti án athugasemda.
Hiti er við komu 38,4 og hélzt
um það bil fyrstu vikuna, fór svo
smálækkandi. Þrem dögum eftir
komu heyrðust við hjartahlustun
pericardial núningshljóð, og heyrð-
ust þau næstu þrjá daga. Sjúkling-
ur var subfebril um fimm vikna
skeið. Kemst nokkru síðar lítilshátt-
ar á fætur, en fékk þá aftur hita
og einkenni um pneumoni i vinstra
lunga. Tók það sjúklinginn mánað-
artíma að jafna sig eftir það.
Rannsóknir: Þvag -h APS. Kahn:
-r- Hb. 108%. Erythroc. 4.46 millj.
Ind. col. 1.10. Diff.tala: eðlil. Hvít
blóðkorn: 12870 —- 7320 — 6400.
Sökk: 18, 69, 70, 50, 77, 45, 36 mm.
Blóðurea: 80 mg%, 34 mg%.
Blóðsykur: 115 mg%. Serum chole-
sterol: 222 mg%. Saur: -í- blóð (x 3).
28/8’ 53: Rtg. af thorax (tekin í rúm-
inu): Hjartaskugginn er fyrirferð-
armikill og nær út undir síðu
vinstra megin. Nokkur stasis virðist
vera í lungum og minni pneumatisa-
tion í vinstra lunga. Ekki sjást in-
filtröt.
Rtg. af thorax (23/9 ’53): Hjarta-
brjóst hlutfallið mælist 19cm/33cm.
Hjartað virðist aðallega stækkað til
vinstri. Arcus aortae bungar mikið
út. Ekki sjást bólgubreytingar í
lungum.
Línurit (við komu): Djúpur Qj,
mikil hækkun á S-Ti, töluverð lækk-
un á S-T3, sem sé breytingar, sem
eru einkennandi fyrir trombosis í
framvegg hjartans. S-T breytingar
þessar héldust alla spítaladvölina,
en þó var síðasta mánuðinn Ti
negativt og vinstri hneigð með djúp-
um S2 og S3.
Meðferð: I. v. heparin-meðferð
fyrstu þrjár vikurnar, 100 mgx4.
Morfin p. n., I. v. Digilanid og síð-
ar Tabl. digitalis. Penicillin i. m.
Streptomycin i. m.
Við brottför af spítalanum var
sjúklingur lasburða, þoldi ekkert á
sig að reyna, fékk þá verk fyrir
brjóstið. Hann dvaldi næsta ár á
heimili sínu. Gat hann enga vinnu
stundað, aðeins gengið í góðu veðri
stuttan spöl á sléttum vegi. Skoðaði
ég sjúkling nokkrum sinnum á
þessu tímabili og sýndu línurit af
hjarta auknar breytingar sem teikn
um vaxandi skemmdir í hjartavöðv-
anum. I byrjun nóvember 1954 lagð-
ist hann í rúmið með einkenni um
hjartabilun og andaðist hann af
þeim orsökum þ. 13. nóvember 1954.
Réttarkrufning var framkvœmd
af prófessor Níels Dungal:
„Hjartað vegur 700 gr. Það er
nokkurn veginn ferhyrnt í laginu,
en neðan til í því yfir apex og yfir
miklum hluta af framfletinum er
gúll, sem er næstum því eplisstór
og hvítleitur á yfirborðinu og óslétt-
ur eftir samvexti, sem þar voru við
gollurshúsið. Þegar hjartað er