Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ hjá 24 ára gömlum manni 12 árum eftir að hann varð fyrir contusio cordis (Joachitn og Mays)u). Hildebrandt10) grein- ir frá 27 ára manni með aneur- ysma cordis 18 árum eftir á- verkann á hrjóstið. Hjá livorug- um þessara sjúklinga fannst önnur orsök fvrir aneurvsma. Annar sjúldingurinn, 30 ára maður, kom ekki til hjartarann- sóknar fyrr en fjórum mánuð- um eftir slysið. Fór þá eins og oft vill verða, að við skoðun fljótlega eftir slysið var hann sendur í gigtarmeðferð vegna vöðvaverkja þrátt fyrir kvart- anir frá hjarta, svo sem hjart- slátt, mæði og hjartaverk. Aren- berg5) segir, að það séu mjög fáir sjúklingar með tiltölulega mikla brjóstáverka, sem gjörð hafi verið á skoðun með sér- stöku tilliti til hjartans, en aftur á móti hafi þeir næstum undan- tekningarlaust fengið gigtar- meðferð (fysiotlierapi) langan tíma. Af 250 sjúklingum hans komu 36 til hjartaskoðunar 3— 18 mánuðum eftir slvsið, og lijá aðeins tveim þeirra liafði verið tekið línurit af hjarta áður. Þó voru þetta sjúklingar, sem höfðu orðið fvrir alvai'legustu meiðslum. Þar sem síðarnefndur sjúk- lingur minn er ungur maður, eru tiltölulega litlar likur til að hann liafi, áður en hann varð fyrir slysinu, haft nokkra cor- onarsclerosis að ráði, þótt eng- 57 an veginn sé hægt að neita því með öllu. Minnsta kosti hafði hann engin einkenni um hjarta- sjúkdóm, fvrr en eftir áverkann. Frásögn hans er öll eðlileg og ekki virðist liann gera mikið úr slysinu. Það, sem mestu réði hjá mér um mat á hjartasjúkdómi » á þessum sjúklingi, var lækkun um 1—1.5 mm á S-T2 hili og S-Ts bili í línuriti eftir áreynslu, og að þær hreytingar fundust fjörum mánuðum eftir slysið. Sést þá hezt, að áverkinn hefur ekki verið lítill, því að ofan- greindar línuritshreytingar liafa „prognostiskt“ mun alvarlegra gildi en T hreytingar einar sér. Það mun viðurkennd staðreynd, að skemmdir í hjartavöðva eru minni eða „grynnri“ viðTbreyt- ingar í línuriti heldur en við S-T breytingar, sem eru merki um „dýpri“ og alvarlegri hjarta- vöðvaskemmdir, enda eru S-T breytingarnar einkennandi fyr- ir coronarthrombosis og eftir- stöðvar hennar. Loks kemur það til, að enn skuli vera S-T breyt- ingar í linuriti þessa sjúklings við seinni skoðun mína 16 mán- uðum eftir slysið. Við fvrstu skoðun mína á sjúklingi þessum heyrðist stutt systolískt óliljóð af 1. gráðu vinstra megin við neðri iiluta sternum. Ekki lieyrði ég það við síðari skoðanir mínar. Þar sem óhljóðið er ekki ákveðnara, má deila um, livort styrkur er að því við sjúkdómsgreininguna:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.