Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð
53
MálsúrsTit:
Með dómi Bæjarþings Reykjavík-
ur, kveðnum upp 30. maí 1956 var
stefnda R. h.f. gert að greiða stefn-
anda G. E-dóttur persónulega og
vegna dánarbús B. E-sonar kr.
146.111.44 með 6% ársvöxtum af kr.
62.611.44 frá 22. janúar 1954 til 13.
nóvember s. á. og af kr. 146.111.44
frá þeim degi til greiðsludags og
kr. 11.000.00 í málskostnað.
ÍJtdráttuiv
58 ára gamall maður. Vel
hraustur fyrr á ævi. Verður fyr-
ir miklum áverka á vinstri öxl-
ina við það að bill lendir þar á
honum. Sjúklingur var með
þungaverk undir vinstra herða-
blaði næstu dagana, en stundaði
þó vinnu sína sem bilstjóri, en
vinnufélagar tóku eftir, að hann
var miður sín. — Á sjötta degi
eftir slysið fékk hann mikinn
verk i hjartastað og var næsta
dag sendur á lvflæknisdeild
Landspítalans þar sem hann
dvaldi um 2% mánaðar tíma
vegna trombosis art. coron.
Við brottför af spitalanum
var hann lasburða og þoldi ekk-
ert á sig að reyna. Heilsu hans
fór smáhrakandi og í byrjun
nóv. 1954 lagðist liann i rúmið
og dó úr hjartabilun 13. sama
mánaðar.
Réttarkrufning fór fram
og í niðurstöðu skýrslunnar seg-
ir: „Fannst stórt aneurysma
ventriculi sinistri cordis, sem
er afleiðing af því að vinstri
kransæðin hefur lokazt nálægt
upptökunum, og hefur þetta að
lokum leitt manninn til dauða“.
Fyrir dómstóli voru ekkju
sjúld. dæmdar kr. 146.111.44
ásamt vöxtum, þar sem dauði
sjúklings var tahnn sennileg af-
leiðing slyss þess, er hann varð
fyrir þ. 16/6 1953.
2. sjúkrasaga: ,
Maður, 30 ára, bílstjóri, rannsak-
aður af mér þ. 13/3 1953. Hraustur
fyrr á ævi. Þ. 9. nóv. 1952 lenti sjúk-
lingur í bílslysi. Ók stór bifreið á
bíl sjúklings þveran, beyglaði mjög
vinstri bílhurðina, og hentist sjúk-
lingur út á götu út um framdyrnar
á hægri hlið bílsins. Telur sig hafa
rotazt og var ruglaður dálitla stund
eftir að slysið skeði. Sjúklingur
hlaut mikinn áverka á vinstri síðu
brjóstsins, að sögn brákuðust rif en
brotnuðu ekki. Auk þess skrámað-
ist hann talsvert vinstra megin. Var
strax gert að skrámum hans. Var
síðan slæmur af verkjum í baki og
vinstri síðu og var þess vegna send-
ur til meðferðar hjá gigtarlækni.
Hann hefur frá þvi að hann slasað-
ist þjáðst af mikilli mæði við á-
reynslu og hröðum hjartslætti á-
samt verk í hjartastað. Leggur verk-
inn upp undir vinstra herðablað, en
ekki upp í kjálkann, upp í öxl eða
út í handlegg. Samtímis þessum
verk í hjartastað við áreynslu fær
sjúklingur samanherpandi tilkenn-
ingu í hálsinn og þurrk. Hann seg-
ist aldrei hafa orðið var við oían-
greind einkenni fyrr en eftir slysið.
Skoðun (framkvæmd fjórum mán-
uðum eftir slysið):
Hraustlegur, grannholda, litar-
háttur eðlilegur, engin mæði, ekki
sjást þandar hálsæðar. Hann er
skýr í svörum, eðlilegur við að tala,