Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 14
52 LÆKNABLAÐIÐ klippt upp, sést hægri ventriculus í stærra lagi, en annars eðlilegur. Þegar vinstri ventriculus er klippt- ur upp, sést að hann er geysistór og kúlumyndaður um apex og mjög útvíkkaður. Mikill hluti af mediala helmingi vinstri ventri- culus er hvítur að innan, ekki nema 3—4 mm á þykkt, en innan i honum er hvítgulleitur trombus, sem að mestu er ósléttur að innanverðu, en er allt að því 2 cm. á þykkt á köfl- um. Þessi trombus liggur á rúm- lega mannslófastóru svæði innan i útvikkuninni, sem er medialt i vinstra ventriculus, og nær þar yfir septum ventriculorum og alveg nið- ur undir apex og skilur eftir vinstri helminginn af vinstri ventriculus. Á parti er yfirborðið á trombusnum, sem fyllir þessa útvíkkun, rauðleitt og óslétt og gætu trombar hafa losn- að þaðan. Trabeculae eru mjög út- flattar, en veggtrombar sjást ekki. Endocardium og lokur eru að öðru leyti eðlileg, nema hvað smá-þykk- ildi sjást niður undan einni valvula semilunaris. Allir papillær vöðvar og cordae tendineae eru heilir. Vinstra atrium er lítið eitt útvikkað. Þegar arteriae coronariae eru at- hugaðar, finnst að i þeirri vinstri er harður, rauðleitur trombus, sem ekki er nema 5 mm. langur, en hann lokar æðinni algjörlega um 1 cm. frá upptökunum. Fyrir neðan trombusinn er æðin kölkuð, en ó- stífluð. Hægri arteria coronaria er töluvert sclerotisk og i annarri að- algreininni finnast þrengsli í henni, en ekki loka þau æðinni alveg. Þeg- ar skorið var í trombusinn, sem liggur innan á útvíkkuninni í hjart- anu, sést, að hann er allur jafngul- ur og seigur og hvergi nein rauðleit lög í honum og hvergi orðinn greini- lega fibrös. Ekki er þó auðvelt að losa trombusinn frá hjartaveggnum, en þar sem þess er kostur, sést ekki eftir af hjartaveggnum nema dálítið skæni, sem er sums staðar ekki nema 2—3 mm. á þykkt, eins og fibrös himna og enginn vottur um hjartavöðva. Ekkert sérlegt við lungu að finna.“ NiSurstaSa krufningarskýrslu var svohljóSandi: „Við krufningu fannst mikil út- bungun á vinstra afturhólfi hjart- ans (aneurysma ventriculi sinistri cordis). Þessi útbungun á hjartanu stafar af veilu í hjartaveggnum, sem hefur hlotizt af því, að vinstri kransæð hefur lokazt á litlu svæði nálægt upptökunum og við það hef- ur mikill hluti af vinstra afturhólfi orðið blóðlaus og komið drep i hjartavöðvann. Þannig hefur hjarta- vöðvinn þynnzt og síðan hlaðizt á hann mikil blóðstorka, sem hefur að vissu leyti verið hjartaveggnum til verndar. Þessi veila í hjarta- veggnum hefur orðið til þess, að hjartað hefur smám saman þanizt út og var að síðustu orðið mjög þanið og stækkað, og hefur það að lokum leitt manninn til dauða. Þar sem sjúklingurinn hefur feng- ið hjarta-infarkt rétt viku eftir á- verkann, sem hann varð fyrir þann 16. júní 1953, er mjög sennilegt, að lokunin á vinstri kransæð hafi verið bein afleiðing af þessum áverka, sem sennilega hefur valdið mari í hjartavöðvanum og út frá þvi hef- ur komið stíflan í vinstri kransæð- ina“. MáliS er lagt fyrir lœknaráS og ályktun þess er eftirfarandi: Ráðið fellst á það álit, sem kem- ur fram í krufningarskýrslu pró- fessors Níels Dungal, dags. 19. nóv- ember 1954, að dauði B.-E-sonar hafi verið sennileg afleiðing slyss þess, er hann varð fyrir hinn 16. júni 1953.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.