Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.07.1958, Blaðsíða 28
62 LÆKNABLAÐIÐ nóvember 1939 segir hann þó lausu liéraðinu, því þá hafði hann fengið Humboldt- styrk til framhaldsnáms, og vildi ekki slá hendi á móti slíku tækifæri. Hélt liann þá til Vin- arborgar, og að lokinni dvöl sinni þar hélt liann til Berlínar. Þávarleiðin lokuð heim, en lion- um bauðst aðstoðarlæknisstaða við bæjarsjúkrahúsið í Branden- burg, tók hann því, og var þar næstu 5 árin. —- Þar kvæntist hann Dr. phil Fridu Edler frá Berlín, er þar var menntaskólakennari. 1 Brand- enburg hafði Bjarni mikið að starfa, einkum var starf hans erfitt i styrjaldarlokin, þegar allt var í upplausn, og her Bússa flæddi yfir. Voru þá að lokum allir læknar deildar- innar, er liann starfaði við, flún- ir. eða horfnir. En skvldurækni Bjarna og samvizkusemi var svo mikil, að liann vildi ekki fara, meðan hann taldi sig geta orðið að liði. Þar kom þó að lokum, að þau hjónin ákváðu að yfirgefa heimili sitt og venzlafólk og leitast við að kom- ast til Islands. Héldu þau vestur á lióginn, og náðu loks sain- bandi við aðra íslendinga, sem líkt var ástatt um, og komust lieim. Má nærri geta, hve þetta liefur gengið nærri eins við- kvæmum og tilfinninganæmum manni og hann var, þó að hann talaði ekki oft um það. Eftir heimkomuna í okt. 1945, var hann settur iiéraðs- læknir í Búðardal og gegndi því þar til hann var ráðinn sjúkra- hússlæknir á Isafirði 1946. Þar átti hann vini og kunningja frá fyrri tíð og aflaði sér brátt vin- sælda og virðingar fyrir prúð- mennsku og lipurð við sjúk- linga, ásamt skyldurækni og samvizkusemi í starfi. Sam- vinna bans við kollegana á ísa- firði og í nágrenninu var með ágætum. Þau hjónin bjuggu vel um sig á ísafh'ði og eignuðust þar ágætt heimili. Þegar liið nýja sjúkrahús Keflavíkur tók til starfa 1954, lét Bjarni tilleiðast að fara þangað og taka að sér forstöðu sjúkrahússins. Þar vann hann með liéraðsbúum að því, að þetta langþráða áhuga- mál þeirra rættist. Það er ótrú- lega mikils virði fyrir fólk að vita, að viðeigandi hjálp eða meðferð er við hendina, ef slys eða bráða sjúkdóma ber að hönduin. Ég veit, að samverka- mönnum Bjarna í Keflavík finnst skarð fyrir skildi við hið skyndilega og óvænta fráfall lians. En sárastur er þó söknuð- ur eftirlifandi konu hans, sem yfirgaf land sitt og þjóð og fylgdi lionum liingað. Hann er horfinn okkar sjón- um, en við munum lengi muna góðan dreng, sem eigi vildi vamm sitt vita. Kjartan J. Jóhannsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.