Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 39

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 17 P-R bilið vanalega langt i sjúklingum með Addisons- veiki, en stutt í sjúklingum með Cushingsveiki. Öðru liverju kemur fyrir algert A-V hlokk af völdum antero-septal infarcts. Ef sjúklingar þessir lifa þetta af á annað borð, hverfur leiðslutruflunin oftast af sjálfu sér, þegar bólgan í myocardium umhverfis in- farctinn lijaðnar. Stöku sinn- um fær þó sjúklingur hvert Stokes-Adams kastið á fætur öðru. Ef venjuleg meðferð, t. d. isoprenalinum, liregzt, er reyn- andi að nota steroid. Annað nýmæli er notkun steroida við insufficientia cordis með miklum iopa. Áð- ur var talið óráðlegt að gefa sjúklingum með hjartainsuf- ficiens steroid, jafnvel þótt lif- ið lægi við, enda vitað, að þau valda hækkun á natrium, sem að sínu lej’ti evkur vökvamagn- ið í líkamanum. Þess var getið áður hvernig lopinn minnkar við að gefa steroid sjúklingum með nephrosis. Nú hefur kom- ið í ljós, að með prednison má einnig draga úr lopa í sjúkling- urn með insufficientia. Ekki er fyllilega ljóst, hvernig stendur á þessum mismunandi áhrifum steroida, eftir þvi livort þau eru gefin sjúkling- um með eða án lopa. Ýmislegt bendir þó til, að í fyrra tilfell- inu dragi þau úr myndun aldo- sterons. Einmg er hugsanlegt, að önnur orsökin sé sú, að steroid verka andstætt anti- diuretiska hormóninu. Telja sumir að lopi, sem ekki hverf- ur við venjulega meðferð, stafi a. m. k. stundum af ofverkan hins antidiuretiska hormóns, og jafnframt of lítilli steroid- starfsemi í likamanum. Um notkun steroida við febris rheumatica eru nokkuð skiptar skoðanir. Viðtækar athuganir, sem gerðar voru samtímis i sjúkraliúsum í Bret- landi, Ivanada og Bandaríkjun- um árið 1955 til að fá skorið úr uin þetta, bentu til þess, að acetylsalicylsýra gerði sama gagn og steroid. Síðar bafa þó ýmsir aðilar birt niðurstöður af rannsóknum sínum og eindreg- ið mælt með steroidum undir ákveðnum kringumstæðum, annað hvort einum sér, en þó frekar jafnhliða salicylati. At- huganir henda til þess, að rétt sé að nota steroid við bráðri rheumatiskri carditis, og megi þannig fyrirbyggja að verulegu leyti meiri háttar skemmdir á hjartavöðva og lokum. Til þess að svo megi verða er þó nauðsynlegt að nota allstóra skammta um lengri tíma, eða þar til sökk og C-reaktiv prótein, eða aðr- ar þær rannsóknir, sem not- aðar kunna að vera til að fylgjast með gangi sjúkdóms-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.