Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 71

Læknablaðið - 01.03.1960, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 45 öðrum í té allar up.plýsingar varðandi sjúkdóma sjúklinga, er ganga á milli sjúkrahúsa, en þá sem sjálfsagt trúnaðarmál og öllum málaferlum óvið- komandi. Brezki ráðherrann ræðir ekki sérstaklega í þessu sambandi læknisvottorð vegna heilhrigð- isþjónustu Breta og almennra trygginga, enda Jiefði það fall- ið utan sviðs leiðljeininga hans. Að sjálfsögðu fer um þau vott- orð eftir lögum og reglum heil- hrigðisþjónustunnar, eflaust áþekkum þeim, sem hér gilda um vottorð vegna almanna- trygginganna. Hér er ekki um málaferli sjúklinga að ræða, og hlutaðeigandi sjúklingur samþykkir orðlausl fyrir sitt leyti, með því að leita sjúkra- húss og læknis á vegum trvgg- inganna, að þau vottorð séu lát- in úti, sem vitað er, að trygg- ingarnar krefjast. Hins vegar geta slík vottorð auðveldlega orðið réttargögn og verða það iðulega. Eflaust er því góð regla lækna að liafa það jafnan i liuga og semja votlorðin af aukinni gát með lilliti til þess og trúnaðarskyldu sinnar gagn- vart hlntaðeigandi sjúklingi, þ. e.: segja aldrei annað né meira í slíkum vottorðum en trygg- ingarnar varðar. Sakna má þess, að hrezki ráðherrann minnist ekkert á afstöðu sjúkrahúslækna til heilbrigðisstjórnarinnar, þegar hún heiðist upplýsinga, er varða sjúklinga þeirra. Ef til vill er þar um svo fasta og al- kunna hefð að ræða, að ástæða hefur ekki þótt til að fara sér- stökum orðum um. Hér á landi hefur sjúkrahúslæknum sem öllum öðrum læknum þótt sjálfsagt að svara greiðlega öllum slíkum fyrirspurnum, sem landlæknir hefur af gefnu tilefni heinl til þeirra. En auð- vitað eiga læknar að mega treysta því, að þá svari þeir honum ekki sem stjórnsýslu- manni einungis, heldur jafn- framt sem lækni, er einnig ber að gæta alls eðlilegs læknis- trúnaðar gagnvart hlutaðeig- andi sjúklingi um upplýsingar, sem þannig ern fengnar. (Stuðzt við Lancet 3/10 1959) 5/11 1959. Vilm. Jónsson. lT|ftjttfíniiigK«r Eftirfarandi vísa varð til í lax- veiði við eina Borgarfjarðarána á síðastliðnu surari: Ólafur drífur önglaspé ujjp liann rífur vatnafé. Öldur klýfur allt að hné yfir svífur fiskatré. Úr lýsingu á skurðaðgerð, sem framkvæmd var í sjúkrahúsi í Rvík fyrir nokkru: „Botnlanginn lá svo vel við höggi að hann var tekinn í leiðinni.“ Önnur aðgerðarlýsing: „í gall- blöðrunni voru 10 steinar á stærð við krækiber i 19. viku sumars.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.