Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 23

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 55 Við sprungu getur heilabast (dura mater) laskazt eða æðar rifnað; miðmengisslagæð (a. meningea media) getur farið í sundur við sprungu á gagnauga- beini, sinusar geta rifnað, ef sprungan liggur yfir þá, og innri hálsslagæð (a. carotis interna) getur farið, ef sprunga á kúpu- botni gengur i gegnum canalis caroticus. Rifni heilabast, getur verið greiður gangur fyrir sýkingu á heilahimnum. Einkum á þetta við, ef brotið gengur í gegnum afholur nefs eða eyrnagang, svo og ef brotið er opið annan veg. Ef önnur röndin á basti leggst út í sprunguna, myndast liquor fistula, sem lagast ekki, nema basti sé lokað,annaðhvort saum- að saman eða bætt (plastik). Bastrifur eru ætíð varhugaverð- ar vegna sýkingarhættu og eins af hinu, að þar getur mj'ndazt yfirborðsör í heila, sem síðar getur valdið flogaveiki. Molist bein, er hætta á, að flísar gangi inn í heilann og skaddi heilavefinn sjálfan (dila- ceratio), auk þess sem þær skemma bast og æðar. Dældun getur verið með tvennu móti; annað hvort bogn- ar beinið inn og brotnar ekki, og kemur slíkt aðeins fyrir hjá ungum börnum, eða brotin hanga föst á röndunum, en ganga inn eins og skál um miðj- una. Stundum getur ytra borð- ið á beininu (lamina externa) verið heilt, en innra borðið eitt brotið. Þegar dældast, getur hvilftin þrj'st það mikið á heilann, að hann laskist, en líka getur þrýst- ingurinn ert svo, að ör mynd- ist, og þá er hætta á flogum. Skotsár eru sérstök tegund liausbrota. Fer áverkinn þar nær einvörðungu eftir hraða kúlunnar, þegar hún hittir, því að þunginn skiptir litlu máli. Aflið, sem hún slær með, er sem sé þunginn sinnum hraðinn i öðru veldi (MV2). Áverkinn getur því verið æði misjafn, allt frá því að merja höfuðleðrið og upp í það að sundra hausn- um. Áverkar á heilann hafa vei’ið flokkaðir ýmislega. Ég vil hér fylgja greiningu Busch. Hún er einföld og skýr. Flokkarnir eru fjórir: 1) commotio, 2) oedema traumaticum, 3) contusio, 4) dilaceratio. Heilahristingur — commotio cerebri — er skilgreindur sem stutt yfirlið, ekki lengra en 10 mín., er stafar af áverka á heila, og jafnar sjúklingurinn sig fljótt og að fullu eftir áverkann. Full þörf er á að skilgreina þetta hugtak, því að það hef- ur verið mjög á reiki, hvað átt hefur verið við með lieilahrist- ingi. I þann dilk eru vægustu tilfellin dregin. Ekki er þó hægt að gera þetta til hlítar fyrr en

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.