Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 26

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 26
58 LÆKNABLAÐIÐ 3. mynd. — Rissmynd af utanbastsblæðingu. Tvær aðalgreinar miðmengis- slagæðar eru dregnar upp. Skástrikuðu svæðin sýna venjulega staðsetningu blæðinganna eftir því, hvar greinin rifnar. Þar sem þau skerast, eru mestar likur til að hitta á blæðinguna, og því er farið þar inn. siglir maður i strand á þurrk- inum eða brimskafl bjúgsins steypist yfir mann. Það verður að vaka yfir þeim linnulaust, fylgjast með meðvitundarstigi þeirra, sjáaldursviðbrögðum, blóðþrýstingi, púls, hita og önd- un. Blóðþrýsting, púls, öndun og liita þarf að mæla á liálfs til eins tíma fresti og færa vfir það línurit. Sést þá strax, ef ber af leið. Oft eru þessir sjúklingar i dái, kingingar og hóstareflexar eru farnir og öndun er erfið. Slím og vökvi safnast í berkjur og fyllir þær, og sjúklingurinn drukknar í rúmi sínu, sé ekk- ert að gert. Þessa sjúklinga þarf að intubera og lireinsa lungun með sogi. Túban getur legið óhreyfð fyrsta sólarhringinn, en sé sjúklingurinn enn í dái, þarf að gera á honum barkaskurð og halda lungum hreinum í gegnum liann. Sé túba látin liggja miklu lengur, getur hún ert til skaða. Venjulega þarf að gefa súr- efni, þvi að öndun er einatt stutt, og ríður á að nýta til fullnustu það litla lungnarými, sem sjúklingurinn liefur til af- nota. Geti sjúklingurinn ekki kingt, þarf hann að fá vökvaskammt

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.