Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 27

Læknablaðið - 01.06.1961, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 59 sinn inn i æð, og standi dáið lengi, — það getur staðið dög- um saman —, þarf að gefa hon- um fæðu með slöngu. Bezt er að þræða granna slöngu gegn- um nef. Að sjálfsögðu þarf að hafa hemil á smitun (infectio) og það þvi fremur, sem lífsþróttur þessara sjúklinga er lítill. Má i upphafi velja þau lyf, sem verka á flesta sýkla, en breyta til síðar, ef hægt er að hafa stuðning af sýklagreiningu og næmisprófum. Mjög þarf að gæta að líkams- hita sjúklinganna. Með aukn- um Iiita, eykst súrefnisþörf lieil- ans, en minnkar, þegar líkams- hiti lækkar. Heilinn fær súrefni sitt úr blóðinu eins og aðrir líkamshlutar. Aukin súrefnis- þörf krefst þess vegna aukins blóðmagns. Hjá sjúklingi með bjúg og aukinn þrýsting í heila- búi, er minna blóðstreymi til heila, og þarf þá að draga úr súrefnisþörfinni, ef ekki á að fara illa. Sótthita má lækka með lyfjum (acetylsalicjdsýru, phe- nacetin) og/eða beinni kælingu; láta sjúklinginn liggja í köldu herbergi með eitt línlak yfir sér eða leggja á hann blauta, kalda dúka. Erfiðleikar á þessari með- ferð eru einatt fólgnir í því, að það striðir á móti öllum hug- myndum hjúkrunarfólks um góða lijúkrun að láta þeim sjúka vera kalt. Largactilgjöf er oft til mikillar hjálpar, ekki sízt, ef sjúklingar eru órólegir. Þessir sjúklingar þurfa mikla og góða lijúkrun. Oftast hafa þeir sfinctertruflanir í upphafi, stundum incontinentia urinae og alvi, en oftar þvagteppu, og þurfa að liggja með legg; þeim hættir við legusárum, og þarf að gæta þess vel að skipta á lökum, strax og þau hlotna, og ekki má vera hrukka í laki né hnjóskur í dýnu; þeir taka manninn með sér allan sólar- hringinn. Heilamar er þriðji flokkur- inn. Mar á heila er eins og ann- ars staðar interstitiel blæðing, án þess að yfirborðið rofni. Ætíð skaddast eitthvað af frum- um varanlega, en mikill hluti þeirra, sem skaddast, nær sé aftur. Stundum bíða sjúklingar af þessu varanlegt tjón, en hitt er líka oft, að þeir sýnast ná sér að fullu. Væntanlega er það þó af því, að okkur skortir möguleika til að dæma um smá- skemmdir. Þessir sjúklingar eru verr haldnir en hinir tveir flokkarn- ir. Oft eru þeir meðvitundar- lausir klukkutímum eða dögum saman. Ástandið er líkt og við mikinn bjúg, enda fylgir þessu ætíð bjúgur. Auk þess siast dá- lítið af blóði í gegnum heilakult- ið (pia mater) út í skúmsholið (cavum subarachnoideale), og við ástungu finnst dálítið blóð- blandaður mænuvökvi, oftast líkt og saftblaúda á litinn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.