Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1961, Side 28

Læknablaðið - 01.06.1961, Side 28
60 LÆKNABLAÐIÐ 4. mynd. — Æðamynd af heila hægra megin við innanbastsblæðingu. Kon- trastefni hefur verið spýtt inn í a. carotis. Æðarnar, sem mest ber á á mynd- inni, eru úr a. cerebri media, og eiga þær að liggja alveg út að beini, en hér hefur blæðingin ýtt heila drjúgan spöl frá kúpu. Æðaiausa bilið er hæmatom. Stundum geta komiö staðbund- in einlcenni, svo sem lamanir eða blinda eða málleysi. Er það þá verst í uppliafi, en lagast venjulega. Háskalegast er mar á heilastofninum, þar eru vital centra í hnapp, og má ekki mik- ið út af bera, svo að illa fari. Meðferð á þessum sjúkling- um er raunverulega hin sama ogvið oedem,því að þessir sjúkl- ingar fá alltaf hjúg. En þeir eru meira meiddir en hinir fyrr- nefndu, og því enn vandmeð- farnari. Mjög ofl eru þeir lostn- ir, þegar þeir koma til meðferð- ar, og þarf þá að sjálfsögðu fyrst að ráða bót á því með venjulegum bætti. Dilaceratio cerebri er það kallað, þegar heilinn rifnar, ann- aðhvort af því að áverkinn er sterkari en samloðun (cohae- sion) vefjarins eða að beinflís sker hann í sundur. Þetta er i sjálfu sér mesta sköddun, sem heilinn verður fyrir, en þarf hreint ekki að vera sú liættuleg- asta. Stórt mar er venjulega verra, ef dilacerationin hittir ekki vital centra.Þessirsjúkling- ar eru oft með fulla meðvitund

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.